Sport

Framkvæmdastjóri UFC og eigandinn hittu Mjölnismenn í Mac-Höllinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pétur Marinó, Jón Viðar, Dana White, Haraldur Nelson og Lorenzo Fertitta.
Pétur Marinó, Jón Viðar, Dana White, Haraldur Nelson og Lorenzo Fertitta. mynd/facebook-síða mjölnis
Dana White, framkvæmdastjóri UFC, og Lorenzo Fertitta, æskuvinur hans og eigandi UFC, mættu í heimsókn í höllina í Vegas þar sem Gunnar Nelson og Conor McGregor búa.

Höllin er kölluð MacMansion í höfuðið á Conor, en hún er metin á mörg hundruð milljónir íslenskra króna. Þar fer vel um strákinn okkar.

Hluti af Mjölnisfjölskyldunni er mættur til Vegas til að styðja við bakið á Gunnari. Haraldur Nelson, faðir hans, er mættur og þá hefur Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis og góðvinur Gunnars, einnig dvalið ytra undanfarnar vikur.

Pétur Marinó Jónsson, ritstjóri MMAFrétta og UFC-lýsandi Stöðvar 2 Sports, er einnig mættur til Vegas til að fylgja Gunnari eftir.

Þeir þrír stilltu sér upp á mynd með aðalmönnunum í UFC þegar þeir heimsóttu höllina í gær. Dana White var auðvitað hress eins og alltaf.

Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.

Mjölnir og UFC fyrir utan MacMansion #mjolnirmma #ufc189 #macmansion

Posted by Mjölnir MMA on Tuesday, July 7, 2015
MMA

Tengdar fréttir

Vísir kominn til Vegas

Það styttist í stærsta bardagakvöld ársins í UFC og Vísir mun fylgjast með í Las Vegas alla vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×