Barnalegt að halda að fall Grikklands hafi ekki geigvænleg áhrif á alla Evrópu Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2015 21:35 Vísir/EPA Evrópusambandið hefur gefið grískum stjórnvöldum frest fram á fimmutdag til að leggja fram nýjar tillögur að samkomulagi við lánardrottna landsins. Þetta varð niðurstaða fundar leiðtoga evruríkjanna í Brussel í kvöld, en á sunnudag hefur verið boðaður annar fundur leiðtoga allra Evrópusambandsríkja. Evruríkin fóru fram á nýjar tillögur í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Grikkja sem fram fóru um helgina um fyrri samninga. Fyrir fund dagsins í dag lögðu grísk stjórnvöld til breytingar á fyrirliggjandi samningsdrögum sem að þeirra sögn tók mið af „umboði þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ Donald Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, sagði að þetta væri mikilvægasta stund í sögu evrusvæðisins í samtali við útlenda fjölmiðla. „Lokafresturinn rennur út í vikunni,“ sagði Tusk og vísaði þar til nýjustu skilyrða Evrópusambandsins. Hann bætti við að greiðslufall Grikkja og fall gríska bankakerfisins myndi hafa áhrif á alla Evrópu og að allir þeir sem tryðu öðru væru blindaðir af barnslegri einfeldni. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að leiðtogar evruríkjanna virtu niðurstöður grísku þjóðaratkvæðagreiðslunnar en bæru á sama tíma sameiginlega ábyrgð á framtíð Evrópusambandsins. Hún bætti við að Grikkir þyrftu nú að vinna að langtíma lausn á vandanum, en ekki skammgóðum vermi. Grikkland Tengdar fréttir Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur Héldu kynningu á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um. 7. júlí 2015 15:30 Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Evrópusambandið hefur gefið grískum stjórnvöldum frest fram á fimmutdag til að leggja fram nýjar tillögur að samkomulagi við lánardrottna landsins. Þetta varð niðurstaða fundar leiðtoga evruríkjanna í Brussel í kvöld, en á sunnudag hefur verið boðaður annar fundur leiðtoga allra Evrópusambandsríkja. Evruríkin fóru fram á nýjar tillögur í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Grikkja sem fram fóru um helgina um fyrri samninga. Fyrir fund dagsins í dag lögðu grísk stjórnvöld til breytingar á fyrirliggjandi samningsdrögum sem að þeirra sögn tók mið af „umboði þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ Donald Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins, sagði að þetta væri mikilvægasta stund í sögu evrusvæðisins í samtali við útlenda fjölmiðla. „Lokafresturinn rennur út í vikunni,“ sagði Tusk og vísaði þar til nýjustu skilyrða Evrópusambandsins. Hann bætti við að greiðslufall Grikkja og fall gríska bankakerfisins myndi hafa áhrif á alla Evrópu og að allir þeir sem tryðu öðru væru blindaðir af barnslegri einfeldni. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að leiðtogar evruríkjanna virtu niðurstöður grísku þjóðaratkvæðagreiðslunnar en bæru á sama tíma sameiginlega ábyrgð á framtíð Evrópusambandsins. Hún bætti við að Grikkir þyrftu nú að vinna að langtíma lausn á vandanum, en ekki skammgóðum vermi.
Grikkland Tengdar fréttir Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur Héldu kynningu á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um. 7. júlí 2015 15:30 Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09
Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur Héldu kynningu á fundi fjármálaráðherra evrusvæðisins í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um. 7. júlí 2015 15:30
Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00
Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09