San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2015 10:00 David West. Vísir/Getty San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. David West ákvað að semja við liðið en hann er öflugur leikmaður sem á að baki stjörnuleiki í NBA-deildinni í körfubolta. Það sem skiptir kannski mestu máli er að hann er tilbúinn að fórna miklu fyrir meistaratitil og það hljómar vel í eyrum þjálfarans Gregg Popovich. Spurs gat ekki boðið honum góðan samning en West vildi komast í lið sem á möguleika á að verða NBA-meistari. Hann gat fengið 12,6 milljónir dollara frá Indiana Pacers fyrir næsta tímabil en ákvað frekar að semja við Spurs á lágmarkssamning. Hann fær því “bara“ 1,5 milljónir dollara fyrir næsta tímabil eða 200 milljónir íslenskra króna. West fórnaði því um ellefu milljónum dollara eða 1,478 milljörðum íslenskra króna til að geta spilað með liði sem nú er orðið það sigurstranglegasta í NBA-deildinni á næstu leiktíð. David West er 206 sentímetra framherji sem hefur spilað í deildinni í tólf ár. Hann var valinn af New Orleans Hornets sumarið 2003. David West var með með 11,7 stig, 6,8 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali með Indiana Pacers á síðustu leiktíð en þar hefur hann spilað frá 2011. Hann er klókur og útsjónarsamur og ætti að bæta miklu við breidd Spurs-liðsins. Það hefur hreinlega allt gengið upp hjá í leikmannamálunum í sumar. Félagið framlengdi samninga sína við Tim Duncan, Kawhi Leonard, Manu Ginobili og Danny Green auk þess að krækja í einn feitast bitann á markaðnum sem var LaMarcus Aldridge. Gregg Popovich og Tim Duncan eiga því góða möguleika á því að vinna sjötta NBA-meistaratitilinn saman næsta vor. NBA Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Handbolti Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Fótbolti Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Körfubolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Sjá meira
San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. David West ákvað að semja við liðið en hann er öflugur leikmaður sem á að baki stjörnuleiki í NBA-deildinni í körfubolta. Það sem skiptir kannski mestu máli er að hann er tilbúinn að fórna miklu fyrir meistaratitil og það hljómar vel í eyrum þjálfarans Gregg Popovich. Spurs gat ekki boðið honum góðan samning en West vildi komast í lið sem á möguleika á að verða NBA-meistari. Hann gat fengið 12,6 milljónir dollara frá Indiana Pacers fyrir næsta tímabil en ákvað frekar að semja við Spurs á lágmarkssamning. Hann fær því “bara“ 1,5 milljónir dollara fyrir næsta tímabil eða 200 milljónir íslenskra króna. West fórnaði því um ellefu milljónum dollara eða 1,478 milljörðum íslenskra króna til að geta spilað með liði sem nú er orðið það sigurstranglegasta í NBA-deildinni á næstu leiktíð. David West er 206 sentímetra framherji sem hefur spilað í deildinni í tólf ár. Hann var valinn af New Orleans Hornets sumarið 2003. David West var með með 11,7 stig, 6,8 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali með Indiana Pacers á síðustu leiktíð en þar hefur hann spilað frá 2011. Hann er klókur og útsjónarsamur og ætti að bæta miklu við breidd Spurs-liðsins. Það hefur hreinlega allt gengið upp hjá í leikmannamálunum í sumar. Félagið framlengdi samninga sína við Tim Duncan, Kawhi Leonard, Manu Ginobili og Danny Green auk þess að krækja í einn feitast bitann á markaðnum sem var LaMarcus Aldridge. Gregg Popovich og Tim Duncan eiga því góða möguleika á því að vinna sjötta NBA-meistaratitilinn saman næsta vor.
NBA Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Handbolti Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Fótbolti Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA Körfubolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Sjá meira