Flestir hjúkrunarfræðingar neikvæðir og líst ekki nógu vel á samninginn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. júlí 2015 12:15 Þung hljóð er í hjúkrunarfræðingum vegna nýrra kjarasamninga sem félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga greiða nú atkvæði um. Formaður félagsins segir atkvæðagreiðsluna fara vel af stað en hann segir marga tvístígandi. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir að meirihluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem komu á kynningar á nýjum kjarasamningi séu neikvæðir í garð samningsins. Misjafnt hljóð í hjúkrunarfræðingum „Ég er nú búinn að ferðast um allt land og klára þessar kynningar. Við fórum yfir kjarasamninginn og hvað í honum felst. Hljóðið í fólki er svona misjafnt. Sumir eru jákvæðir en flestir eru neikvæðir og líst ekki nógu vel á þetta. Við verðum bara að sjá hvað tíminn segir,“ segir hann. Atkvæðagreiðsla hófst um samninginn á laugardag og er þátttaka í atkvæðagreiðslunni fyrstu dagana góð að sögn Ólafs. „Ég hef ekki aðgang að niðurstöðunum fyrr en kosningu er lokið. Það er einn starfsmaður í húsinu sem hefur aðgang að þessu öllu saman og þátttakan er ágæt það sem af er,“ segir hann. Vill ekki spá fyrir um niðurstöðuna Ólafur segist reikna með góðri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. „Það er nú erfitt að segja til um það á þessum sumartíma en hjúkrunarfræðingar eru mjög duglegir við að taka þátt í svona atkvæðagreiðslum. Þannig að ég á von á því að það verði mjög góð þátttaka,“ segir hann. Hann vill ekki spá neitt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Nei ekki að svo stöddu. Eins og ég segi þá er fólk frekari tvístígandi, það eru mjög margir sem eru ekki alveg ákveðnir og ég held að þetta komi ekki í ljós fyrr en þarna alveg undir lokin,“ segir Ólafur. Atkvæðagreiðslan stendur til 15. júlí og kemur þá í ljós hvort samningurinn verði samþykktur eða felldur. Verkfall 2016 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Þung hljóð er í hjúkrunarfræðingum vegna nýrra kjarasamninga sem félagsmenn í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga greiða nú atkvæði um. Formaður félagsins segir atkvæðagreiðsluna fara vel af stað en hann segir marga tvístígandi. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir að meirihluti þeirra hjúkrunarfræðinga sem komu á kynningar á nýjum kjarasamningi séu neikvæðir í garð samningsins. Misjafnt hljóð í hjúkrunarfræðingum „Ég er nú búinn að ferðast um allt land og klára þessar kynningar. Við fórum yfir kjarasamninginn og hvað í honum felst. Hljóðið í fólki er svona misjafnt. Sumir eru jákvæðir en flestir eru neikvæðir og líst ekki nógu vel á þetta. Við verðum bara að sjá hvað tíminn segir,“ segir hann. Atkvæðagreiðsla hófst um samninginn á laugardag og er þátttaka í atkvæðagreiðslunni fyrstu dagana góð að sögn Ólafs. „Ég hef ekki aðgang að niðurstöðunum fyrr en kosningu er lokið. Það er einn starfsmaður í húsinu sem hefur aðgang að þessu öllu saman og þátttakan er ágæt það sem af er,“ segir hann. Vill ekki spá fyrir um niðurstöðuna Ólafur segist reikna með góðri þátttöku í atkvæðagreiðslunni. „Það er nú erfitt að segja til um það á þessum sumartíma en hjúkrunarfræðingar eru mjög duglegir við að taka þátt í svona atkvæðagreiðslum. Þannig að ég á von á því að það verði mjög góð þátttaka,“ segir hann. Hann vill ekki spá neitt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Nei ekki að svo stöddu. Eins og ég segi þá er fólk frekari tvístígandi, það eru mjög margir sem eru ekki alveg ákveðnir og ég held að þetta komi ekki í ljós fyrr en þarna alveg undir lokin,“ segir Ólafur. Atkvæðagreiðslan stendur til 15. júlí og kemur þá í ljós hvort samningurinn verði samþykktur eða felldur.
Verkfall 2016 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira