98 laxar komnir úr Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2015 16:12 Rennt í Sjávarfossinn á seinni vaktinni í dag Mynd: KL Það er fínn gangur í veiðinni í Elliðaánum og helgin hefur sýnt að það er greinilega góður skriður á laxagöngunum. Í dag er Reykjavíkurdagur í Elliðaánum en þá veiða starfsmenn sem hefur verið bent á á hverju sviði fyrir framúrskarandi framlag í sínu starfi af öðrum starfsmönnum. Um 300 ábendingar bárust svo erfitt hefur verið að draga úr þeim fjölda. Veiðin í dag var virkilega góð en alls veiddust 10 laxar í morgun og fleiri sluppu. Sjávarfossinn var á tímabili kraumandi af laxi eins og þekkist vel á góðu ári í ánni svo þeir sem áttu Fossinn í morgun voru flestir snöggir að ná kvótanum. Heildarveiðin í ánni er 98 laxar þegar morgunvaktinni í dag lauk og það er nokkuð ljóst miðað við frábærar aðstæður að áin á eftir að detta í 100 laxa í dag og líklega, haldi veiðin sama dampi, fara yfir 100 laxa múrinn. Nokkrir rígvænir laxar hafa bæði veiðst og sést í ánni. Til að mynda veiddi sá góðkunni veiðimaður og leiðsögumaður Ásgeir Heiðar 90 sm lax í Ullarfossi og annar ekki minni hefur sést við Árbæjarstíflu. Ásgeir var við veiðar ásamt Marinó Guðmundssyni og náðu þeir félagar 6 löxum á land nokkuð auðveldlega en fáir þekkja Elliðárnar jafn vel og Ásgeir. "Ég var svo heppinn að plata hann með mér á stöng og hann sýndi mér staði í ánni sem mér hefði aldrei dottið í hug að veiða" sagði Marínó Guðmundsson um veiðifélagann. "Hann er fæddur veiðimaður - og góður kennari - hann hefur bæði verið gæd hjá mér og svo við saman að veiða nokkrum sinnum. Toppurinn að vera með svona mönnum" bætti hann við. Mest lesið 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Nýr framkvæmdastjóri SVFR Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði
Það er fínn gangur í veiðinni í Elliðaánum og helgin hefur sýnt að það er greinilega góður skriður á laxagöngunum. Í dag er Reykjavíkurdagur í Elliðaánum en þá veiða starfsmenn sem hefur verið bent á á hverju sviði fyrir framúrskarandi framlag í sínu starfi af öðrum starfsmönnum. Um 300 ábendingar bárust svo erfitt hefur verið að draga úr þeim fjölda. Veiðin í dag var virkilega góð en alls veiddust 10 laxar í morgun og fleiri sluppu. Sjávarfossinn var á tímabili kraumandi af laxi eins og þekkist vel á góðu ári í ánni svo þeir sem áttu Fossinn í morgun voru flestir snöggir að ná kvótanum. Heildarveiðin í ánni er 98 laxar þegar morgunvaktinni í dag lauk og það er nokkuð ljóst miðað við frábærar aðstæður að áin á eftir að detta í 100 laxa í dag og líklega, haldi veiðin sama dampi, fara yfir 100 laxa múrinn. Nokkrir rígvænir laxar hafa bæði veiðst og sést í ánni. Til að mynda veiddi sá góðkunni veiðimaður og leiðsögumaður Ásgeir Heiðar 90 sm lax í Ullarfossi og annar ekki minni hefur sést við Árbæjarstíflu. Ásgeir var við veiðar ásamt Marinó Guðmundssyni og náðu þeir félagar 6 löxum á land nokkuð auðveldlega en fáir þekkja Elliðárnar jafn vel og Ásgeir. "Ég var svo heppinn að plata hann með mér á stöng og hann sýndi mér staði í ánni sem mér hefði aldrei dottið í hug að veiða" sagði Marínó Guðmundsson um veiðifélagann. "Hann er fæddur veiðimaður - og góður kennari - hann hefur bæði verið gæd hjá mér og svo við saman að veiða nokkrum sinnum. Toppurinn að vera með svona mönnum" bætti hann við.
Mest lesið 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði Nýr framkvæmdastjóri SVFR Veiði Barátta við stórfisk í Brunná Veiði