Seldi ofan af sér til að borga sekt við guðlasti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 3. júlí 2015 20:00 Úlfar Þormóðsson er eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast. Það var eftir útgáfu Spegilsins árið 1983. VÍSIR/VILHELM Eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast segir það mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið að frumvarp sem afnemur bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum hafi verið samþykkt á Alþingi í gær. Það var vegna hryðjuverkaárásarinnar á ristjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í vor sem Píratar lögðu fram frumvarp um afnám refsinga við guðlasti, en tímaritið hafði birt skopmyndir af Múhammed spámanni.Íslendingur var síðast dæmdur fyrir guðlast árið 1983 fyrir umfjöllun í tímaritinu Speglinum. Dóminn fékk ritstjórinn Úlfar Þormóðsson. „Það sem var í blaðinu og þótti refsivert var frásögn af því að það væri ólöglegt að gefa börnum áfengi eins og kirkjan gerir við fermingar, og þau áhrif sem fyrsti sopinn hefur á líf mannanna,“ segir Úlfar. Svo fór að blaðið var gert upptækt, umfangsmikil lögregluaðgerð var sett í gang til að koma í veg fyrir dreifingu þess og hlaut Úlfar dóm fyrir guðlast í hæstarétti þar sem hann var dæmdur til að greiða sekt vegna málsins eða sitja í varðhaldi. „Ég var nú ekki settur inn. En ég bankaði upp á í Hegningarhúsinu til að fá að skoða hvernig færi um mig. Það var hvatvís kona sem opnaði og sagði að ég myndi komast að því þegar ég kæmi. Svo ég endaði á að selja ofan af mér til að geta borgað sektina,“ segir hann. Úlfar segist þó viss um að mál hans hafi breytt ýmsu í samfélaginu. „Ég er alveg sannfærður um það að Spaugstofan hefði verið stoppuð. Ég er líka alveg sannfærður um að Baggalútur fengi ekki að vera til ef þetta mál hefði ekki komið upp. Ég er alveg viss um það.“ Hann segir að tíðindi gærdagsins séu sigur fyrir tjáningarfrelsið. „Þetta er ósköp svona kjánalegt, er það ekki, að það megi ekki stíða mönnum sem trúa á guð. Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er gott fyrir þá sem halda ofan að skrifa um eitthvað annað að þurfa ekki að detta ofan í svona pytti,“ segir Úlfar Þormóðsson. Alþingi Tengdar fréttir Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15 Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51 Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00 Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Eini núlifandi Íslendingurinn sem hefur verið dæmdur fyrir guðlast segir það mikilvægan sigur fyrir tjáningarfrelsið að frumvarp sem afnemur bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum hafi verið samþykkt á Alþingi í gær. Það var vegna hryðjuverkaárásarinnar á ristjórnarskrifstofur franska tímaritsins Charlie Hebdo í vor sem Píratar lögðu fram frumvarp um afnám refsinga við guðlasti, en tímaritið hafði birt skopmyndir af Múhammed spámanni.Íslendingur var síðast dæmdur fyrir guðlast árið 1983 fyrir umfjöllun í tímaritinu Speglinum. Dóminn fékk ritstjórinn Úlfar Þormóðsson. „Það sem var í blaðinu og þótti refsivert var frásögn af því að það væri ólöglegt að gefa börnum áfengi eins og kirkjan gerir við fermingar, og þau áhrif sem fyrsti sopinn hefur á líf mannanna,“ segir Úlfar. Svo fór að blaðið var gert upptækt, umfangsmikil lögregluaðgerð var sett í gang til að koma í veg fyrir dreifingu þess og hlaut Úlfar dóm fyrir guðlast í hæstarétti þar sem hann var dæmdur til að greiða sekt vegna málsins eða sitja í varðhaldi. „Ég var nú ekki settur inn. En ég bankaði upp á í Hegningarhúsinu til að fá að skoða hvernig færi um mig. Það var hvatvís kona sem opnaði og sagði að ég myndi komast að því þegar ég kæmi. Svo ég endaði á að selja ofan af mér til að geta borgað sektina,“ segir hann. Úlfar segist þó viss um að mál hans hafi breytt ýmsu í samfélaginu. „Ég er alveg sannfærður um það að Spaugstofan hefði verið stoppuð. Ég er líka alveg sannfærður um að Baggalútur fengi ekki að vera til ef þetta mál hefði ekki komið upp. Ég er alveg viss um það.“ Hann segir að tíðindi gærdagsins séu sigur fyrir tjáningarfrelsið. „Þetta er ósköp svona kjánalegt, er það ekki, að það megi ekki stíða mönnum sem trúa á guð. Ég er mjög ánægður með þetta. Þetta er gott fyrir þá sem halda ofan að skrifa um eitthvað annað að þurfa ekki að detta ofan í svona pytti,“ segir Úlfar Þormóðsson.
Alþingi Tengdar fréttir Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15 Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13 Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15 Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51 Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00 Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Vilja að fólk fái að gagnrýna trúarbrögð Þingmaður Pírata hefur lagt fram frumvarp til að afnema bann við guðlasti úr almennum hegningarlögum. Hann segir ótækt að banna guðlast í vestrænu lýðræðisríki. Spaugstofumaður segir að ákvæðið ætti að vera löngu farið úr lögum. 10. janúar 2015 10:15
Guðlast ekki lengur ólöglegt Frumvarp Pírata sem fellir úr gildi bann við guðlasti var samþykkt á þinginu fyrir skemmstu. 2. júlí 2015 16:13
Vilja öll afnema bann við guðlasti Allsherjar- og menntamálanefnd þingsins einhuga í afnámi guðlastsákvæðis hegningarlaga. 23. júní 2015 12:15
Biskup Íslands vill afnema fangelsisrefsingar fyrir guðlast Lagaheimildir um refsingu fyrir guðlast „standist ekki nútíma viðhorf til mannréttinda.“ 17. janúar 2015 17:51
Veltir fyrir sér endurútgáfu Spegilsins Úlfar Þormóðsson segir fyrirhugað afnám banns við guðlasti gott fyrir líðandi stund og næstu tíma. 24. júní 2015 09:00
Píratar vilja afnema bann við guðlasti Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. 9. janúar 2015 10:40