Keppendur í WOW Cyclothon afhentu í dag Maríu Einisdóttur, framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítala 21.728.250 krónur. Peningurinn safnaðist í keppninni sem fór fram í síðustu viku. Yfir þúsund manns tóku þátt í WOW Cyclothon og hjóluðu hringinn.
Í fyrra söfnuðust um fimmtán milljónir króna til styrktar tækjakaupum fyrir bæklunarskurðdeild Landspítalans en í ár rennur peningurinn til uppbyggingar á batamiðstöð geðsviðs Landspítalans á Kleppi.
Sigurvegarar í áheitasöfnuninni urðu liðin fjögur frá Hjólakrafti en þau söfnuðu samtals 1.034.500 en fast á hæla þeim fylgdi lið MP banka með 1.021.000 krónur.
„Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika. Aðstoð við það getur því skipt sköpum í lífi fólks. Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu,“ segir María Einisdóttir.
Afhentu batamiðstöð Landspítalans á Kleppi tæpar 22 milljónir

Tengdar fréttir

Getnaðarlimur hjólreiðamanns getur lamast eftir langan hjólatúr
Þvagfæraskurðlæknir segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum.

Tilfinningarík stund þegar Hjólakraftur kom í mark
Liðin sem kepptu í Hjólakraftsflokknum komu í mark í WOW Cyclothon-keppninni á tíunda tímanum í morgun en þá höfðu krakkarnir hjólað í um fimmtíu klukkustundir.

„Líklega það erfiðasta sem ég hef tekið mér fyrir hendur“
Stefán Gunnarsson kom síðastur í mark í WOW Cyclothon en hann hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 82 klukkustundum og náði markmiði sínu.