Blind: Ég hafnaði frábæru tilboði frá Manchester United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 14:30 Blind lék á sínum tíma 42 landsleiki fyrir Holland. vísir/getty Danny Blind, nýráðnum landsliðsþjálfara Hollands, bauðst að fylgja Louis van Gaal til Manchester United. Þetta sagði hann í samtali við Algemeen Dagblad. Blind og van Gaal þekkjast vel en sá fyrrnefndi lék undir stjórn van Gaals hjá Ajax á 10. áratug síðustu aldar. Blind var svo aðstoðarmaður van Gaals þegar hann stýrði hollenska landsliðinu 2012-14. „Ég fékk frábært tilboð frá Manchester United,“ sagði Blind. „En ég hafnaði því. Það er ekkert betra fyrir metnaðarfullan þjálfara en að fá að stýra heimalandi sínu,“ bætti Blind við en í gær var staðfest að hann tæki við hollenska landsliðinu af Guus Hiddink. Blind átti upphaflega að taka við landsliðinu eftir EM 2016 en hlutirnir æxluðust á annan hátt eftir að Hiddink sagði af sér í byrjun vikunnar. Hiddink tók við starfi landsliðsþjálfara Hollands af van Gaal en undir hans stjórn vann Holland til bronsverðlauna á HM 2014. Árangurinn var hins vegar ekki merkilegur með Hiddink í brúnni en Holland vann aðeins fjóra af 10 leikjum sínum undir hans stjórn. Á þessu tímabili tapaði Holland m.a. fyrir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Íslendingar eru í toppsæti riðilsins, fimm stigum á undan Hollendingum sem eru í því þriðja. Þrátt fyrir brösuga byrjun í undankeppninni er Blind bjartsýnn á að koma Hollandi inn á EM. „Við vitum hvað við þurfum að gera: vinna fjóra leiki, fyrst á móti Íslandi 3. september. „Við megum ekki við því að tapa fleiri leikjum. En við erum með nóg af gæðum í liðinu til að ná þessu markmiði okkar,“ sagði Blind sem hefur litla reynslu sem aðalþjálfari. Hann stýrði Ajax í rúmt ár, frá mars 2005 til maí 2006, en þá er reynsla sem aðalþjálfari upptalin. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15 De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Danny Blind, nýráðnum landsliðsþjálfara Hollands, bauðst að fylgja Louis van Gaal til Manchester United. Þetta sagði hann í samtali við Algemeen Dagblad. Blind og van Gaal þekkjast vel en sá fyrrnefndi lék undir stjórn van Gaals hjá Ajax á 10. áratug síðustu aldar. Blind var svo aðstoðarmaður van Gaals þegar hann stýrði hollenska landsliðinu 2012-14. „Ég fékk frábært tilboð frá Manchester United,“ sagði Blind. „En ég hafnaði því. Það er ekkert betra fyrir metnaðarfullan þjálfara en að fá að stýra heimalandi sínu,“ bætti Blind við en í gær var staðfest að hann tæki við hollenska landsliðinu af Guus Hiddink. Blind átti upphaflega að taka við landsliðinu eftir EM 2016 en hlutirnir æxluðust á annan hátt eftir að Hiddink sagði af sér í byrjun vikunnar. Hiddink tók við starfi landsliðsþjálfara Hollands af van Gaal en undir hans stjórn vann Holland til bronsverðlauna á HM 2014. Árangurinn var hins vegar ekki merkilegur með Hiddink í brúnni en Holland vann aðeins fjóra af 10 leikjum sínum undir hans stjórn. Á þessu tímabili tapaði Holland m.a. fyrir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Íslendingar eru í toppsæti riðilsins, fimm stigum á undan Hollendingum sem eru í því þriðja. Þrátt fyrir brösuga byrjun í undankeppninni er Blind bjartsýnn á að koma Hollandi inn á EM. „Við vitum hvað við þurfum að gera: vinna fjóra leiki, fyrst á móti Íslandi 3. september. „Við megum ekki við því að tapa fleiri leikjum. En við erum með nóg af gæðum í liðinu til að ná þessu markmiði okkar,“ sagði Blind sem hefur litla reynslu sem aðalþjálfari. Hann stýrði Ajax í rúmt ár, frá mars 2005 til maí 2006, en þá er reynsla sem aðalþjálfari upptalin.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15 De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15
De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00