Innlent

Fyrsti fundur gerðardóms í fyrramálið

Bjarki Ármannsson skrifar
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður og Páll Halldórsson, varaformaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður og Páll Halldórsson, varaformaður BHM. Vísir/Ernir
Gerðardómur í kjaradeilu BHM og ríkisins hefur verið skipaður og verður fyrsti fundur með deiluaðilum haldinn í fyrramálið.

Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður formaður dómsins en þar taka einnig sæti þau Ásta Dís Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, og Stefán Svavarsson, endurskoðandi og fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins.

Garðar segir að gerðardómur vilji byrja á að ræða við deiluaðila.

„Á fyrsta fundinum verða reglur gerðardómsins kynntar,“ segir Garðar. „Svo verður líka upphafskynning fyrir gerðardóm, sem kemur náttúrulega alveg ferskur að þessu máli.“  

Hlutverk dómsins er að ákveða kaup og kjör félagsmanna BHM fyrir fimmtánda ágúst næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×