Prýðileg opnun í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2015 14:00 Flottur lax úr opnun Laxár í Dölum Opnunarhollið í Laxá í Dölum lauk veiðum í gær og náðust fimm laxar á land sem telst prýðilegt í ánni. Laxá í Dölum er yfirleitt meiri síðsumará og blómstrar yfirleitt þegar halla fer á júlí. Það komu fimm laxar á þessum fyrstu dögum veiðinnar, fjórir stórlaxar og einn smálax. Í ljósi þess að Laxá tels til síðsumarsáa þá eru menn mjög sáttir með þessa byrjun, en veitt er á fjórar stangir út júlímánuð. Laxarnir veiddust í Neðri-Kistu, Lambastaðakvörn og Sólheimafossi, en gaman er að segja frá því að laxinn í fossinum var grálúsugur. Það er því ljóst að lax er genginn fram ána. "Áin er núna í draumavatni og við erum mjög sáttir við þessa opnun. Það eru erlendir veiðimenn sem eru að veiða ánna núna sem veiða bara á þrjár stangir og það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur núna á vaxandi straum" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi. Laxá er nánast uppseld í sumar fyrir utan eitt laust holl í lok ágúst sem er frábær tími. Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði
Opnunarhollið í Laxá í Dölum lauk veiðum í gær og náðust fimm laxar á land sem telst prýðilegt í ánni. Laxá í Dölum er yfirleitt meiri síðsumará og blómstrar yfirleitt þegar halla fer á júlí. Það komu fimm laxar á þessum fyrstu dögum veiðinnar, fjórir stórlaxar og einn smálax. Í ljósi þess að Laxá tels til síðsumarsáa þá eru menn mjög sáttir með þessa byrjun, en veitt er á fjórar stangir út júlímánuð. Laxarnir veiddust í Neðri-Kistu, Lambastaðakvörn og Sólheimafossi, en gaman er að segja frá því að laxinn í fossinum var grálúsugur. Það er því ljóst að lax er genginn fram ána. "Áin er núna í draumavatni og við erum mjög sáttir við þessa opnun. Það eru erlendir veiðimenn sem eru að veiða ánna núna sem veiða bara á þrjár stangir og það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur núna á vaxandi straum" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa í samtali við Veiðivísi. Laxá er nánast uppseld í sumar fyrir utan eitt laust holl í lok ágúst sem er frábær tími.
Mest lesið Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Fréttir úr Ytri Rangá Veiði Góð veiði á silungasvæðinu í Vatnsdal Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði Veiðimenn hissa á boðsferð Sigmundar og Bjarna í Norðurá Veiði Upptaka af erindi um lax og virkjanir Veiði 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði Frances og Haugur slást um toppsætið Veiði