Erlent

Ríkisstjóri Wisconsin í forsetaslaginn

Atli Ísleifsson skrifar
Scott Walker er 47 ára gamall og hefur gegnt embætti ríkisstjóra Wisconsin frá árinu 2011.
Scott Walker er 47 ára gamall og hefur gegnt embætti ríkisstjóra Wisconsin frá árinu 2011. Vísir/AFP
Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin-ríkis, hefur greint frá því að hann bjóði sig fram til að verða forsetaefni Repúblikana í bandarísku forsetakosningunum á næsta ári.

Í tilkynningu á Twitter-síðu sinni segir Walker að hann bjóði sig fram þar sem Bandaríkjamenn eigi skilið leiðtoga sem mun berjast fyrir þá.

Walker er 47 ára gamall og hefur gegnt embætti ríkisstjóra Wisconsin frá árinu 2011.

Walker bætist nú í fjölmennan hóp fólks sem sækist eftir að að verða frambjóðandi Repúblikana. Ben Carson, Ted Cruz, Carly Fiorina, Mike Huckabee, Rand Paul, Jeb Bush, Marco Rubio, Rick Santorum og fleiri hafa nú þegar tilkynnt um framboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×