Sport

Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslandsvinurinn Conor McGregor varð heimsmeistari í fjaðurvigt í UFC í nótt þegar hann rotaði Chad Mendes í annarri lotu.

Útlitið var ekki gott hjá McGregor sem eyddi næstum allri annarri lotunni á bakinu með Mendes, sem er frábær glímumaður, ofan á sér.

Sjá einnig:Conor: Ég grét af gleði

Þegar 42 sekúndur voru eftir af annarri lotu var Mendes næstum búinn að klára McGregor með svokölluðu fallaxartaki, en Írinn sneri sér ótrúlega út úr því og náði að standa upp.

Eftir það lét Conor höggin dynja á Mendes og rotaði hann aðeins 31 sekúndu eftir að vera næstum búinn að tapa bardaganum á hengingartaki.

Bardagann í heild sinni má sjá hér að ofan í lýsingu Dóra DNA og Guttorms Árna Ársælssonar.

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur

"Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt.

Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch

Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×