Omar Sharif fannst afslappandi að spila við vörubílstjóra og sjómenn á Íslandi Heimir Már Pétursson. skrifar 10. júlí 2015 20:31 Egypski stórleikarinn og sjarmurinn Omar Sharif lést í Kairo í dag áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann varð frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Arabíu Lawrence og Doktor Sivago. Kvikmyndaferill Omar Sharif hófst árið 1954 en eftir það lék hann í yfir sjötíu kvikmyndum og fjölmörgum sjónvarpsþáttum og seríum. En síðasta kvikmynd hans var Rock the Casbah árið 2013. Sharif skaut fyrst verulega upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Arabíu Lawrence árið 1962 og aðalhlutverkið í Dr. Zivago árið 1965. Fyrir utan glæsilegan kvikmyndaferil var Zharif ástríðufullur bridge spilari og í hópi bestu samningsbundinna spilara heims um langt skeið. Hann kom tvívegis til Íslands til að spila árin 1991 og 1993 og ræddi við Hall Hallsson fréttamann í fyrra skiptið á Flugleiðamótinu í bridge. Hann hafði á orði að það væri heimilislegra að spila við trukkabílstjóra, bændur og sjómenn á Íslandi en oft á tíðum þurra og alvarlega atvinnuspilara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og mig langaði til að sjá Ísland og svo kom ég vegna bridgemótsins. Mér líkar vel að vera hérna, hér er allt mjög hreint. Ég bý í París og þar er mikil spenna. Hér líður mér vel og það er meiri ró yfir mér hérna,” sagði Sharif í Reykjavík árið 1991. Óhætt er að segja að Sharif sé einn af stórstjörnum kvikmyndanna og hann þótti alla tíð mikill heimsborgari og sjarmatröll. Þrátt fyrir leik í miklum fjölda gæðakvikmynda hlaut hann aldrei Óskarsverðlaunin en var tilnefndur til þeirra fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu Lawrence árið 1962. Hann var heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003. Í maí á þessu ári var greint frá því að Sharif þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Kaíro í dag og var banamein hans hjartaáfall. Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira
Egypski stórleikarinn og sjarmurinn Omar Sharif lést í Kairo í dag áttatíu og þriggja ára að aldri. Hann varð frægastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum Arabíu Lawrence og Doktor Sivago. Kvikmyndaferill Omar Sharif hófst árið 1954 en eftir það lék hann í yfir sjötíu kvikmyndum og fjölmörgum sjónvarpsþáttum og seríum. En síðasta kvikmynd hans var Rock the Casbah árið 2013. Sharif skaut fyrst verulega upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í Arabíu Lawrence árið 1962 og aðalhlutverkið í Dr. Zivago árið 1965. Fyrir utan glæsilegan kvikmyndaferil var Zharif ástríðufullur bridge spilari og í hópi bestu samningsbundinna spilara heims um langt skeið. Hann kom tvívegis til Íslands til að spila árin 1991 og 1993 og ræddi við Hall Hallsson fréttamann í fyrra skiptið á Flugleiðamótinu í bridge. Hann hafði á orði að það væri heimilislegra að spila við trukkabílstjóra, bændur og sjómenn á Íslandi en oft á tíðum þurra og alvarlega atvinnuspilara. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem hingað og mig langaði til að sjá Ísland og svo kom ég vegna bridgemótsins. Mér líkar vel að vera hérna, hér er allt mjög hreint. Ég bý í París og þar er mikil spenna. Hér líður mér vel og það er meiri ró yfir mér hérna,” sagði Sharif í Reykjavík árið 1991. Óhætt er að segja að Sharif sé einn af stórstjörnum kvikmyndanna og hann þótti alla tíð mikill heimsborgari og sjarmatröll. Þrátt fyrir leik í miklum fjölda gæðakvikmynda hlaut hann aldrei Óskarsverðlaunin en var tilnefndur til þeirra fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu Lawrence árið 1962. Hann var heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003. Í maí á þessu ári var greint frá því að Sharif þjáðist af Alzheimer sjúkdómnum. Hann lést síðan á sjúkrahúsi í Kaíro í dag og var banamein hans hjartaáfall.
Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Sjá meira