Federer í úrslit Wimbledon í tíunda sinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. júlí 2015 17:32 Federer fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Roger Federer mætir Novak Djokovic í draumaúrslitaviðureign í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer er sjöfaldur Wimbledon-meistari og hefur tapað tveimur úrslitaleikjum þar að auki. Hann er því að spila til úrslita á mótinu í tíunda sinn á sínum magnaða ferli á sunnudag. Federer lagði Skotann Andy Murray að velli í undanúrslitum í dag í þremur settum, 7-5, 7-5 og 6-4. Federer hefur verið magnaður allt mótið og þó svo að Murray hafi barist hetjulega var Svisslendingurinn með undirtökin frá upphafi. Í öðru setti var Murray nálægt því að snúa leiknum sér í vil. Federer var yfir, 5-4 í settinu og 40-0 í lotunni, þegar Murray náði að koma til baka og vinna lotuna eftir sjö upphækkanir. Murray náði þó ekki að nýta sér meðbyrinn enda Federer einfaldlega að spila of vel. Sá svissneski vann svo næstu tvær lotur og settið þar með 7-5 sem fyrr segir. Hann komst svo í 5-4 forystu í þriðja settinu og tryggði sér svo sigurinn með því að vinna uppgjafarlotu af Murray og þar með settið 6-4. Fyrr í dag hafði Novak Djokovic betur gegn Richard Gasquet í þremur settum og mætast því tveir sterkustu tenniskappar heims um þessar mundir - efstu tveir menn heimslistans - í úrslitaleiknum á sunnudag. Federer og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras hafa unnið flesta titla á Wimbledon frá upphafi eða sjö talsins. Federer getur því komið sér í sögubækurnar með áttunda titlinum um helgina. Tennis Tengdar fréttir Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira
Roger Federer mætir Novak Djokovic í draumaúrslitaviðureign í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Federer er sjöfaldur Wimbledon-meistari og hefur tapað tveimur úrslitaleikjum þar að auki. Hann er því að spila til úrslita á mótinu í tíunda sinn á sínum magnaða ferli á sunnudag. Federer lagði Skotann Andy Murray að velli í undanúrslitum í dag í þremur settum, 7-5, 7-5 og 6-4. Federer hefur verið magnaður allt mótið og þó svo að Murray hafi barist hetjulega var Svisslendingurinn með undirtökin frá upphafi. Í öðru setti var Murray nálægt því að snúa leiknum sér í vil. Federer var yfir, 5-4 í settinu og 40-0 í lotunni, þegar Murray náði að koma til baka og vinna lotuna eftir sjö upphækkanir. Murray náði þó ekki að nýta sér meðbyrinn enda Federer einfaldlega að spila of vel. Sá svissneski vann svo næstu tvær lotur og settið þar með 7-5 sem fyrr segir. Hann komst svo í 5-4 forystu í þriðja settinu og tryggði sér svo sigurinn með því að vinna uppgjafarlotu af Murray og þar með settið 6-4. Fyrr í dag hafði Novak Djokovic betur gegn Richard Gasquet í þremur settum og mætast því tveir sterkustu tenniskappar heims um þessar mundir - efstu tveir menn heimslistans - í úrslitaleiknum á sunnudag. Federer og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras hafa unnið flesta titla á Wimbledon frá upphafi eða sjö talsins. Federer getur því komið sér í sögubækurnar með áttunda titlinum um helgina.
Tennis Tengdar fréttir Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Sjá meira
Djokovic fór örugglega í úrslit Serbinn Novak Djokovic er kominn í úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu eftir öruggan sigur á Frakkanum Richard Gasquet. 10. júlí 2015 14:44