Segja son sinn hafa verið heilaþveginn Samúel Karl Ólason skrifar 10. júlí 2015 11:30 Íslamska ríkið birti þessa mynd af Seifeddine Rezgui daginn eftir árásina og sögðu þeir hann hafa verið á þeirra vegum. Vísir/EPA „Ég get ekki ímyndað mér að hann hafi gert þetta. Hann hélt á byssunni og gekk um svæðið. Hann skaut ekki úr henni. Ég vil vita hver skaut og kom sökinni á hann.“ Þetta segir móðir Seifeddine Rezgui, en hann skaut 38 ferðamenn til bana í Sousse í Túnis fyrir tveimur vikum. Foreldrar hans segja hann hafa verið heilaþveginn og trúa ekki að hann hafi skotið úr byssu sinni. Þau nefna aldrei hverjir heilaþvoðu hann, en Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Degi fyrir árásina kom móðir Rezgui að honum að leik við yngri bróður sinn á heimili þeirra. Hún segir hann hafa farið í sturtu og beðið sig um pening þar sem hann væri að fara að hitta vin sinn um kvöldið. Þetta segir móðir hans í viðtali við Sky News.Faðmaði og kyssti móður sína „Hann faðmaði mig, kyssti mig og fór. Það var í síðasta sinn sem ég sá hann. Daginn eftir bankaði lögreglan á hurðina hjá okkur. Við höfðum ekki hugmynd um hvað hefði gerst. Ég trúði þessi ekki. Jafnvel núna, ég sver til guðs, ég trúi ekki að þetta hafi gerst.“ Abdul-Hakim Rezgui, faðir Seifeddine, segir son sinn hafa elskað fótbolta, dans og lestur. Hann var í háskóla og vann á kaffihúsi á kvöldin til að safna sér fyrir áframhaldandi námi í Frakklandi. Þau segja að hann hafi aldrei verið fjarverandi í skólanum síðastliðin fjögur ár. „Fólk segir að hann hafi verið í þjálfun í Líbýu í tvö ár. Hvernig gæti hann hafa verið í þjálfun í Líbýu? Hvernig ætti hann að hafa gert það? Hvað með háskólann? Til ferðamannanna segi ég: Guð blessi þá sem dóu og guð blessi son minn. Hann getur ekki hafa gert þetta. Vondir menn plötuðu hann og guð mun sjá um hann eins og hann á skilið.“ Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Túnis Stjórnvöld í Túnis hafa ákveðið að loka allt að 80 moskum í landinu vegna fjöldamorðanna á strandhóteli í borginni Sousse í gær. 27. júní 2015 09:53 Bretar í Túnis hvattir til að yfirgefa landið Bresk yfirvöld telja miklar líkur á annarri árás. 9. júlí 2015 19:50 Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Blóðbað íslamska ríkisins Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald. 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
„Ég get ekki ímyndað mér að hann hafi gert þetta. Hann hélt á byssunni og gekk um svæðið. Hann skaut ekki úr henni. Ég vil vita hver skaut og kom sökinni á hann.“ Þetta segir móðir Seifeddine Rezgui, en hann skaut 38 ferðamenn til bana í Sousse í Túnis fyrir tveimur vikum. Foreldrar hans segja hann hafa verið heilaþveginn og trúa ekki að hann hafi skotið úr byssu sinni. Þau nefna aldrei hverjir heilaþvoðu hann, en Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Degi fyrir árásina kom móðir Rezgui að honum að leik við yngri bróður sinn á heimili þeirra. Hún segir hann hafa farið í sturtu og beðið sig um pening þar sem hann væri að fara að hitta vin sinn um kvöldið. Þetta segir móðir hans í viðtali við Sky News.Faðmaði og kyssti móður sína „Hann faðmaði mig, kyssti mig og fór. Það var í síðasta sinn sem ég sá hann. Daginn eftir bankaði lögreglan á hurðina hjá okkur. Við höfðum ekki hugmynd um hvað hefði gerst. Ég trúði þessi ekki. Jafnvel núna, ég sver til guðs, ég trúi ekki að þetta hafi gerst.“ Abdul-Hakim Rezgui, faðir Seifeddine, segir son sinn hafa elskað fótbolta, dans og lestur. Hann var í háskóla og vann á kaffihúsi á kvöldin til að safna sér fyrir áframhaldandi námi í Frakklandi. Þau segja að hann hafi aldrei verið fjarverandi í skólanum síðastliðin fjögur ár. „Fólk segir að hann hafi verið í þjálfun í Líbýu í tvö ár. Hvernig gæti hann hafa verið í þjálfun í Líbýu? Hvernig ætti hann að hafa gert það? Hvað með háskólann? Til ferðamannanna segi ég: Guð blessi þá sem dóu og guð blessi son minn. Hann getur ekki hafa gert þetta. Vondir menn plötuðu hann og guð mun sjá um hann eins og hann á skilið.“
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Túnis Stjórnvöld í Túnis hafa ákveðið að loka allt að 80 moskum í landinu vegna fjöldamorðanna á strandhóteli í borginni Sousse í gær. 27. júní 2015 09:53 Bretar í Túnis hvattir til að yfirgefa landið Bresk yfirvöld telja miklar líkur á annarri árás. 9. júlí 2015 19:50 Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32 Blóðbað íslamska ríkisins Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald. 27. júní 2015 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Túnis Stjórnvöld í Túnis hafa ákveðið að loka allt að 80 moskum í landinu vegna fjöldamorðanna á strandhóteli í borginni Sousse í gær. 27. júní 2015 09:53
Bretar í Túnis hvattir til að yfirgefa landið Bresk yfirvöld telja miklar líkur á annarri árás. 9. júlí 2015 19:50
Tugir látnir eftir árás á hótel í Túnis Árásarmenn hafa drepið að minnsta kosti 27 í árás á hótel í bænum Sousse. 26. júní 2015 12:32
Blóðbað íslamska ríkisins Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald. 27. júní 2015 07:00