600 g nautahakk
1 meðalstór rauðlaukur, smátt skorin
1/2 rautt chilialdin, fræhreinsað og smátt skorið
2 dl steikt smátt skorið beikon
handfylli ferskt kóríander, smátt skorið (það má líka vera steinselja)
1 egg
brauðrasp, magn eftir smekk
150 g rifinn mexíkóostur
salt og pipar
Ostur
Salsa
Jalepeno
Kál
Tómatar
Agúrka
Nachos flögur
Blandið öllum hráefnum saman í skál. Brauðrasp eða hveiti bindur deigið betur saman en notið eins mikið og ykkur finnst þið þurfa. Best er að nota hendurnar til verksins!
Mótið fjóra til fimm hamborgara, ég keypti mér ágæta hamborgarapressu frá Weber í Hagkaup um daginn og mér finnst hún alveg frábær. Kostar tæplega 2000 kr. Kjarakaup!
Grillið hamborgarana í þrjár mínútur á lokuðu grilli, snúið þeim við og bætið osti að eigin vali ofan á og grillið áfram í 4 – 6 mínútur.
Það er gott að setja hamborgarabrauðin á grillið rétt í lokin.
Berið borgarann fram með góðu meðlæti, hér fyrir ofan sjáið þið nokkrar tillögur.
Sætar kartöflufranskar eru ótrúlega góðar og ég ber þær yfirleitt fram með borgurum. Ég skar niður nokkrar sætar kartöflur í lengjur. Velti þeim upp úr olíu og kryddaði til með salti, pipar og paprikukryddi. Bakaði við 180°C í 35 – 40 mínútur. Voila!