Solskjær í samtali við Gaupa: „Efsta sætið eina sem skiptir máli" Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2015 20:20 Ole Gunnar Solskjær er á landinu þessa dagana, en hann stýrir U16 ara liði Kristiansund sem tekur þátt á Rey Cup, alþjóðlegu knattspyrnumóti sem haldið er í Laugardalnum. Sonur Solskjær leikur með liðinu, en Guðjón Guðmundsson hitti á Solskjær í dag. „Ég held að þetta verði svipað og á síðustu leiktíð; Manchester City og Chelsea auðvitað með alla sína peninga. Í ár held ég að Manchester United muni ógna þeim - við erum bjartsýnir á ný," sagði sá norski. „Ég held að hann sé núna að sanna að hann geti fengið leikmenn til félagsins. Hann hefur átt frábæran feril, hann er sigurvegari. Svo ég held að allir hjá Manchester United séu ánægðir með að hafa hann." Norski framherjinn er himinlifandi með þá leikmenn sem Manchester United hefur fengið til síns í sumar og þá sér í lagi Bastian Schweinsteiger. „Memphis Depay er einn hæfileikaríkasti leikmaður í heimi í dag. Þetta er dæmigerð Manchester United ráðning, eins og við gerðum við Cristiano fyrir nokkrum árum." „Ég er himinlifandi með Schweinsteiger að fá leikmann eins og hann til Manchester United því stundum er ekki bara hægt að kaupa unga leikmenn.sem verða góðir. Hann er stórstjarna." „Á heimsmeistaramótinu 2014 fannst mér hann kannski besti leikmaðurinn. Ég ræddi þetta við starfsmenn mína fyrir úrslitaleikinn. Hann tekur alltaf réttar ákvarðanir." Solskjær segir að Tottenham, Liverpool og Arsenal verði í kringum hin þrjú stóru liðin. „Petr Cech verður auðvitað mjög góð viðbót við Arsenal svo þeir munu kannski gera tilkall til efsta sætisins. Þetta verða sex lið sem keppa um fjögur efstu sætin, en fyrir mig er það efsta sætið sem skiptir máli." Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan, en fréttin hefst þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af fréttatímanum. Enski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær er á landinu þessa dagana, en hann stýrir U16 ara liði Kristiansund sem tekur þátt á Rey Cup, alþjóðlegu knattspyrnumóti sem haldið er í Laugardalnum. Sonur Solskjær leikur með liðinu, en Guðjón Guðmundsson hitti á Solskjær í dag. „Ég held að þetta verði svipað og á síðustu leiktíð; Manchester City og Chelsea auðvitað með alla sína peninga. Í ár held ég að Manchester United muni ógna þeim - við erum bjartsýnir á ný," sagði sá norski. „Ég held að hann sé núna að sanna að hann geti fengið leikmenn til félagsins. Hann hefur átt frábæran feril, hann er sigurvegari. Svo ég held að allir hjá Manchester United séu ánægðir með að hafa hann." Norski framherjinn er himinlifandi með þá leikmenn sem Manchester United hefur fengið til síns í sumar og þá sér í lagi Bastian Schweinsteiger. „Memphis Depay er einn hæfileikaríkasti leikmaður í heimi í dag. Þetta er dæmigerð Manchester United ráðning, eins og við gerðum við Cristiano fyrir nokkrum árum." „Ég er himinlifandi með Schweinsteiger að fá leikmann eins og hann til Manchester United því stundum er ekki bara hægt að kaupa unga leikmenn.sem verða góðir. Hann er stórstjarna." „Á heimsmeistaramótinu 2014 fannst mér hann kannski besti leikmaðurinn. Ég ræddi þetta við starfsmenn mína fyrir úrslitaleikinn. Hann tekur alltaf réttar ákvarðanir." Solskjær segir að Tottenham, Liverpool og Arsenal verði í kringum hin þrjú stóru liðin. „Petr Cech verður auðvitað mjög góð viðbót við Arsenal svo þeir munu kannski gera tilkall til efsta sætisins. Þetta verða sex lið sem keppa um fjögur efstu sætin, en fyrir mig er það efsta sætið sem skiptir máli." Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan, en fréttin hefst þegar 2 mínútur og 50 sekúndur eru liðnar af fréttatímanum.
Enski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira