Silver: Einn daginn verður kona aðalþjálfari í NBA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2015 18:15 Hammon, sem er bæði með rússneskan og bandarískan ríkisborgararétt, lék með Rússlandi á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. vísir/afp Eins og fram kom á Vísi fyrr í vikunni stýrði Becky Hammom San Antonio Spurs til sigurs í sumardeild NBA á dögunum. Það væri ekki í frásögur færandi nema hvað Hammon er fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA. Hammon, sem er 38 ára, var ráðinn aðstoðarþjálfari San Antonio fyrir síðasta tímabil og varð þar með fyrsta konan sem fær fastráðningu sem aðstoðarþjálfari í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum. Hammon spilaði 16 tímabil í WNBA-deildinni, fyrst með New York Liberty og svo með San Antonio Stars. Sumarið 2013 sleit hún krossband í hné og nýtti tímann meðan hún var frá til að fylgjast með æfingum og leikjum hjá San Antonio Spurs þar sem hún fékk nasaþefinn af þjálfun. Hammon, sem var sex sinnum valin til að spila í Stjörnuleik WNBA, fékk svo fastráðningu hjá Spurs í ágúst í fyrra en hún er í miklum metum hjá Gregg Popovich, hinum sigursæla þjálfara San Antonio. Hann gaf Hammon svo tækifæri til að stýra liði Spurs í sumardeild NBA, þar sem minni spámenn og nýjir leikmenn fá að spreyta sig. Adam Silver, forseti NBA, segir að fleiri konur muni feta sömu slóð og Hammon og það styttist í að kona verði ráðin sem aðalþjálfari liðs í deildinni. „Þetta er alveg eins og með mig, ef þú færð ekki tækifæri geturðu ekki sýnt hvers þú ert megnugur,“ sagði Silver sem tók við sem forseti NBA af David Stern í fyrra. „Ég er gríðarlega stoltur af henni og af leikmönnunum sem sáu að hún er fyrsta flokks þjálfari og tóku henni vel. „Þjóðfélagið hefur breyst mikið, bara á síðasta áratugnum, og þetta er enn ein hindrunin sem konur munu yfirstíga,“ sagði Silver sem segir Hammon vera góða fyrirmynd. „Hún er frumkvöðull og ég held að það sé ekki hægt að biðja um heilsteyptari einstakling; fyrrverandi leikmaður sem kann leikinn út og inn og er fær um að starfa hjá jafn öflugu félagi og Spurs er.“ San Antonio féll úr leik fyrir Los Angeles Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. Liðið hefur styrkst mikið í sumar með tilkomu LaMarcus Aldridge og David West og ljóst er að Spurs mun gera harða atlögu að meistaratitlinum næsta vor. NBA Tengdar fréttir San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. 7. júlí 2015 10:00 Aldridge til Spurs LaMarcus Aldridge er á leið til San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum, en hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Hann kemur til Spurs frá Portland. 5. júlí 2015 08:00 Tim Duncan spilar 19. tímabilið með San Antonio Spurs Tim Duncan gaf það formlega út í gær að hann ætli að taka eitt tímabil enn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en Duncan er á eftir sínum sjötta meistaratitli. 3. júlí 2015 14:15 NBA markaðurinn: Leonard fær risasamning og Lakers ræðir við Love Kawhi Leonard verður áfram hjá San Antonio Spurs sem ætlar sér líka að fá LaMarcus Aldridge frá Portland. 1. júlí 2015 16:00 Fyrsta konan stýrði San Antonio Spurs til sigurs í sumardeildinni Becky Hammon sem á dögunum varð fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA-deildarinnar stýrði liði sínu til sigurs í gærkvöldi. 21. júlí 2015 08:00 Becky Hammon fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA Becky Hammon er enn á uppleið hjá NBA-liði San Antonio Spurs og nú verður hún fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA. 3. júlí 2015 23:00 Serbneskur tröllkarl til San Antonio San Antonio Spurs hefur samið við serbneska miðherjann Boban Marjanovic. 18. júlí 2015 12:58 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í vikunni stýrði Becky Hammom San Antonio Spurs til sigurs í sumardeild NBA á dögunum. Það væri ekki í frásögur færandi nema hvað Hammon er fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA. Hammon, sem er 38 ára, var ráðinn aðstoðarþjálfari San Antonio fyrir síðasta tímabil og varð þar með fyrsta konan sem fær fastráðningu sem aðstoðarþjálfari í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum. Hammon spilaði 16 tímabil í WNBA-deildinni, fyrst með New York Liberty og svo með San Antonio Stars. Sumarið 2013 sleit hún krossband í hné og nýtti tímann meðan hún var frá til að fylgjast með æfingum og leikjum hjá San Antonio Spurs þar sem hún fékk nasaþefinn af þjálfun. Hammon, sem var sex sinnum valin til að spila í Stjörnuleik WNBA, fékk svo fastráðningu hjá Spurs í ágúst í fyrra en hún er í miklum metum hjá Gregg Popovich, hinum sigursæla þjálfara San Antonio. Hann gaf Hammon svo tækifæri til að stýra liði Spurs í sumardeild NBA, þar sem minni spámenn og nýjir leikmenn fá að spreyta sig. Adam Silver, forseti NBA, segir að fleiri konur muni feta sömu slóð og Hammon og það styttist í að kona verði ráðin sem aðalþjálfari liðs í deildinni. „Þetta er alveg eins og með mig, ef þú færð ekki tækifæri geturðu ekki sýnt hvers þú ert megnugur,“ sagði Silver sem tók við sem forseti NBA af David Stern í fyrra. „Ég er gríðarlega stoltur af henni og af leikmönnunum sem sáu að hún er fyrsta flokks þjálfari og tóku henni vel. „Þjóðfélagið hefur breyst mikið, bara á síðasta áratugnum, og þetta er enn ein hindrunin sem konur munu yfirstíga,“ sagði Silver sem segir Hammon vera góða fyrirmynd. „Hún er frumkvöðull og ég held að það sé ekki hægt að biðja um heilsteyptari einstakling; fyrrverandi leikmaður sem kann leikinn út og inn og er fær um að starfa hjá jafn öflugu félagi og Spurs er.“ San Antonio féll úr leik fyrir Los Angeles Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á síðasta tímabili. Liðið hefur styrkst mikið í sumar með tilkomu LaMarcus Aldridge og David West og ljóst er að Spurs mun gera harða atlögu að meistaratitlinum næsta vor.
NBA Tengdar fréttir San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. 7. júlí 2015 10:00 Aldridge til Spurs LaMarcus Aldridge er á leið til San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum, en hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Hann kemur til Spurs frá Portland. 5. júlí 2015 08:00 Tim Duncan spilar 19. tímabilið með San Antonio Spurs Tim Duncan gaf það formlega út í gær að hann ætli að taka eitt tímabil enn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en Duncan er á eftir sínum sjötta meistaratitli. 3. júlí 2015 14:15 NBA markaðurinn: Leonard fær risasamning og Lakers ræðir við Love Kawhi Leonard verður áfram hjá San Antonio Spurs sem ætlar sér líka að fá LaMarcus Aldridge frá Portland. 1. júlí 2015 16:00 Fyrsta konan stýrði San Antonio Spurs til sigurs í sumardeildinni Becky Hammon sem á dögunum varð fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA-deildarinnar stýrði liði sínu til sigurs í gærkvöldi. 21. júlí 2015 08:00 Becky Hammon fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA Becky Hammon er enn á uppleið hjá NBA-liði San Antonio Spurs og nú verður hún fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA. 3. júlí 2015 23:00 Serbneskur tröllkarl til San Antonio San Antonio Spurs hefur samið við serbneska miðherjann Boban Marjanovic. 18. júlí 2015 12:58 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
San Antonio Spurs að tröllríða markaðnum | Fá líka West San Antonio Spurs er óumdeildur sigurvegari á NBA-leikmannamarkaðnum í sumar en liðið, sem jafnan er rólegt í að fá til sín stórar stjörnur með lausa samninga, bætti við annarri skrautfjöður í gær. 7. júlí 2015 10:00
Aldridge til Spurs LaMarcus Aldridge er á leið til San Antonio Spurs í NBA-körfuboltanum, en hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld. Hann kemur til Spurs frá Portland. 5. júlí 2015 08:00
Tim Duncan spilar 19. tímabilið með San Antonio Spurs Tim Duncan gaf það formlega út í gær að hann ætli að taka eitt tímabil enn með San Antonio Spurs í NBA-deildinni í körfubolta en Duncan er á eftir sínum sjötta meistaratitli. 3. júlí 2015 14:15
NBA markaðurinn: Leonard fær risasamning og Lakers ræðir við Love Kawhi Leonard verður áfram hjá San Antonio Spurs sem ætlar sér líka að fá LaMarcus Aldridge frá Portland. 1. júlí 2015 16:00
Fyrsta konan stýrði San Antonio Spurs til sigurs í sumardeildinni Becky Hammon sem á dögunum varð fyrsta konan til að stýra liði í sumardeild NBA-deildarinnar stýrði liði sínu til sigurs í gærkvöldi. 21. júlí 2015 08:00
Becky Hammon fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA Becky Hammon er enn á uppleið hjá NBA-liði San Antonio Spurs og nú verður hún fyrsta konan sem verður aðalþjálfari í sumardeild NBA. 3. júlí 2015 23:00
Serbneskur tröllkarl til San Antonio San Antonio Spurs hefur samið við serbneska miðherjann Boban Marjanovic. 18. júlí 2015 12:58