Vantar tekjur til að standa undir þjónustu við ferðamenn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 19:00 Reykjavíkurborg hefur ekki notið aukins ferðamannafjölda í borginni í formi hærri skatttekna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Reykjavík fái gistináttagjald á reykvískum hótelum til að standa straum af kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur. Ef spár ganga eftir munu tvær milljónir ferðamanna sækja landið heim árið 2018. Mikil aukning ferðamanna hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir íslensk sveitarfélög vegna þjónustu við þá. Vegna ferðamannastraumsins og þess kostnaðar sem sveitarfélögin bera vegna hans hafa vaknað spurningar um hvort sanngjarnt sé að sveitarfélög, eins og Reykjavík, fái auknar skatttekjur til að mæta kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Auk sorphirðu og viðhalds helstu innviða má nefna hér sundlaugar Reykjavíkurborgar en ferðamenn sem sækja borgina njóta þess að reykvískir skattgreiðendur niðurgreiða sundferðir þeirra enda greiða þeir sama verð fyrir miðann í laugina og íbúarnir.Hafa ekki séð auknar skatttekjur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgin hafi ekki séð auknar skatttekjur vegna ferðamannastraumsins. „Við sjáum það ekki eins mikið í útsvarinu eins og við hefðum getað búist við. Skatttekjur af ferðamönnum renna fyrst og fremst til ríkisins í formi virðisaukaskatts og gistináttagjalds,“ segir Dagur. Hann segir eðlilegt að Reykjavíkurborg fái gistináttagjaldið til að mæta auknum kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. „Við höfum fært rök fyrir því að Reykjavík og sveitarfélögin fái gistináttagjaldið, sem um allan heim eru sveitarfélagaskattar, til að standa straum af meiri umhirðu, innviðum og öðru sem við þurfum að standa undir.“Skattkerfisbreytingar skoðaðar í samráði við fjármálaráðuneytið „Við vitum að sveitarfélögin bera mikinn kostnað af ferðaþjónustunni án þess að fá sambærilegar tekjur og renna í ríkissjóð. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða í samráði við fjármálaráðuneytið og við erum að skoða þessi mál,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Borgarstjóri segir vel geta hugsað sér fyrirkomulag þar sem gistináttagjaldið skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. „Við erum alveg opin fyrir öllum útfærslum á því. Það er markmiðið sem skiptir mestu máli. Þar sem álagið er, þar sem fjárfesta þarf í innviðum, veita þjónustu og leggja pening í rekstur, þar komi tekjurnar á móti,“ segir Dagur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ekki notið aukins ferðamannafjölda í borginni í formi hærri skatttekna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Reykjavík fái gistináttagjald á reykvískum hótelum til að standa straum af kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur. Ef spár ganga eftir munu tvær milljónir ferðamanna sækja landið heim árið 2018. Mikil aukning ferðamanna hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir íslensk sveitarfélög vegna þjónustu við þá. Vegna ferðamannastraumsins og þess kostnaðar sem sveitarfélögin bera vegna hans hafa vaknað spurningar um hvort sanngjarnt sé að sveitarfélög, eins og Reykjavík, fái auknar skatttekjur til að mæta kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Auk sorphirðu og viðhalds helstu innviða má nefna hér sundlaugar Reykjavíkurborgar en ferðamenn sem sækja borgina njóta þess að reykvískir skattgreiðendur niðurgreiða sundferðir þeirra enda greiða þeir sama verð fyrir miðann í laugina og íbúarnir.Hafa ekki séð auknar skatttekjur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgin hafi ekki séð auknar skatttekjur vegna ferðamannastraumsins. „Við sjáum það ekki eins mikið í útsvarinu eins og við hefðum getað búist við. Skatttekjur af ferðamönnum renna fyrst og fremst til ríkisins í formi virðisaukaskatts og gistináttagjalds,“ segir Dagur. Hann segir eðlilegt að Reykjavíkurborg fái gistináttagjaldið til að mæta auknum kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. „Við höfum fært rök fyrir því að Reykjavík og sveitarfélögin fái gistináttagjaldið, sem um allan heim eru sveitarfélagaskattar, til að standa straum af meiri umhirðu, innviðum og öðru sem við þurfum að standa undir.“Skattkerfisbreytingar skoðaðar í samráði við fjármálaráðuneytið „Við vitum að sveitarfélögin bera mikinn kostnað af ferðaþjónustunni án þess að fá sambærilegar tekjur og renna í ríkissjóð. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða í samráði við fjármálaráðuneytið og við erum að skoða þessi mál,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Borgarstjóri segir vel geta hugsað sér fyrirkomulag þar sem gistináttagjaldið skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. „Við erum alveg opin fyrir öllum útfærslum á því. Það er markmiðið sem skiptir mestu máli. Þar sem álagið er, þar sem fjárfesta þarf í innviðum, veita þjónustu og leggja pening í rekstur, þar komi tekjurnar á móti,“ segir Dagur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira