Ole Gunnar Solskjær staddur á Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 20:42 Ole Gunnar Solskjær kvaddi Manchester United sem Englandsmeistari í byrjun tímabilsins 2007. vísir/getty Rey Cup, hið alþjóðlega barna- og unglingamót sem haldið er á ári hverju í Laugardalnum, var sett í kvöld með pomp og prakt. Að þessu sinni taka 88 lið þátt í mótinu en keppendur eru 1.250 og verða leiknir yfir 270 leikir á sjö völlum frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin. Í gegnum tíðina hafa mörg erlend félög sótt Rey Cup og á því er engin breyting núna. Eitt liðanna sem spilar í Laugardalnum er norska liðið Kristiansund. Með því spilar Noah Solskjær, eldri sonur Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United á Englandi. Solskjær er frá Kristiansund og flutti hann aftur heim eftir að hann var rekinn frá Cardiff á síðasta ári. Noah þykir nokkuð efnilegur knattspyrnumaður. Ole Gunnar Solskjær er mættur til Íslands, samkvæmt heimildum Vísis, og mun fylgjast með syni sínum keppa á Rey Cup í vikunni. Keppni hefst á morgun.Sir Alex Ferguson færir Ole Gunnar Solskjær minnisvarða um stundina ótrúlegu á Nývangi.vísir/gettyHetjan í Barcelona Ole Gunnar Solskjær er 42 ára gamall, en hann gekk í raðir Manchester United frá Molde árið 1996. Hann skoraði 91 deildarmark í 235 leikjum frá 1996-2007, en Norðmaðurinn glímdi við mikið af meiðslum. Hann var álitinn einn besti varamaður heims, en Solskjær var afskaplega góður í því að koma inn af bekknum og skora. Þrennutímabilið 1998-1999 skoraði hann fjögur mörk eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Nottingham Forest í leik sem lauk með 8-1 sigri United. Sama tímabil stimplaði hann sig í sögubækur Manchester United um alla eilífð þegar hann skoraði sigurmarkið í Meistaradeildinni gegn Bayern München á Nývangi í uppbótartíma eftir að Teddy Sheringham jafnaði metin skömmu áður. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United og bikarmeistari í tvígang. Solskjær lagði skóna á hilluna sem meistari árið 2007 og gerðist þjálfari hjá yngri liðum United. Hann tók við Molde árið 2011 og gerði liðið að meisturum tvö ár í röð áður en hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn var rekinn þaðan 2014 og hefur hann verið atvinnulaus síðan. Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira
Rey Cup, hið alþjóðlega barna- og unglingamót sem haldið er á ári hverju í Laugardalnum, var sett í kvöld með pomp og prakt. Að þessu sinni taka 88 lið þátt í mótinu en keppendur eru 1.250 og verða leiknir yfir 270 leikir á sjö völlum frá átta á morgnanna til sjö á kvöldin. Í gegnum tíðina hafa mörg erlend félög sótt Rey Cup og á því er engin breyting núna. Eitt liðanna sem spilar í Laugardalnum er norska liðið Kristiansund. Með því spilar Noah Solskjær, eldri sonur Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi framherja Manchester United á Englandi. Solskjær er frá Kristiansund og flutti hann aftur heim eftir að hann var rekinn frá Cardiff á síðasta ári. Noah þykir nokkuð efnilegur knattspyrnumaður. Ole Gunnar Solskjær er mættur til Íslands, samkvæmt heimildum Vísis, og mun fylgjast með syni sínum keppa á Rey Cup í vikunni. Keppni hefst á morgun.Sir Alex Ferguson færir Ole Gunnar Solskjær minnisvarða um stundina ótrúlegu á Nývangi.vísir/gettyHetjan í Barcelona Ole Gunnar Solskjær er 42 ára gamall, en hann gekk í raðir Manchester United frá Molde árið 1996. Hann skoraði 91 deildarmark í 235 leikjum frá 1996-2007, en Norðmaðurinn glímdi við mikið af meiðslum. Hann var álitinn einn besti varamaður heims, en Solskjær var afskaplega góður í því að koma inn af bekknum og skora. Þrennutímabilið 1998-1999 skoraði hann fjögur mörk eftir að hann kom inn á í seinni hálfleik gegn Nottingham Forest í leik sem lauk með 8-1 sigri United. Sama tímabil stimplaði hann sig í sögubækur Manchester United um alla eilífð þegar hann skoraði sigurmarkið í Meistaradeildinni gegn Bayern München á Nývangi í uppbótartíma eftir að Teddy Sheringham jafnaði metin skömmu áður. Hann varð sex sinnum Englandsmeistari með Manchester United og bikarmeistari í tvígang. Solskjær lagði skóna á hilluna sem meistari árið 2007 og gerðist þjálfari hjá yngri liðum United. Hann tók við Molde árið 2011 og gerði liðið að meisturum tvö ár í röð áður en hann var ráðinn sem knattspyrnustjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni. Norðmaðurinn var rekinn þaðan 2014 og hefur hann verið atvinnulaus síðan.
Íslenski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórsigur hjá KR-ingum Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Sjá meira