Zach Johnson sigraði á Opna breska eftir dramatískan lokahring 20. júlí 2015 19:04 Johnson fagnar fugli á lokaholunni í dag. Getty Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist á St. Andrews í kvöld var gríðarlega spennandi en margir kylfingar skiptust á forystunni á seinni níu holunum og að lokum þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslitin. Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, Ástralinn Mark Leishman og Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen léku best og enduðu á 15 höggum undir pari og þurftu því að leika fjórar holur til þess að skera úr um titilinn. Bráðabaninn var líka spennandi fram á síðasta pútt þar sem Louis Oosthuizen missti rúmlega tvo metra fyrir fugli sem tryggði Zach Johnson sigurinn, en hann lék holurnar fjórar á einu höggi undir pari. Þetta er annar risatitill Johnson sem sigraði einnig á Masters mótinu árið 2007 en hann er talinn einn sá besti í stutta spilinu á PGA-mótaröðinni þrátt fyrir vera frekar höggstuttur.Jordan Spieth var grátlega nálægt því að tryggja sér sinn þriðja risatitil í röð en hann endaði á 14 höggum undir pari eftir að hafa fengið leiðinlegan skolla á 17. holu. Annar sem rétt missti af tækifærinu þetta árið var Jason Day en hann endaði eins og Spieth á 14 höggum undir pari, aðeins einu á eftir efstu mönnum. Þá voru augu margra á írska áhugamanninum Paul Dunne sem leiddi á 12 höggum undir pari fyrir lokahringinn en hann lét pressuna alveg fara með sig og lék lokahringinn á 78 höggum eða sex yfir pari. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Lokahringurinn á Opna breska meistaramótinu sem kláraðist á St. Andrews í kvöld var gríðarlega spennandi en margir kylfingar skiptust á forystunni á seinni níu holunum og að lokum þurfti bráðabana til þess að skera úr um úrslitin. Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson, Ástralinn Mark Leishman og Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen léku best og enduðu á 15 höggum undir pari og þurftu því að leika fjórar holur til þess að skera úr um titilinn. Bráðabaninn var líka spennandi fram á síðasta pútt þar sem Louis Oosthuizen missti rúmlega tvo metra fyrir fugli sem tryggði Zach Johnson sigurinn, en hann lék holurnar fjórar á einu höggi undir pari. Þetta er annar risatitill Johnson sem sigraði einnig á Masters mótinu árið 2007 en hann er talinn einn sá besti í stutta spilinu á PGA-mótaröðinni þrátt fyrir vera frekar höggstuttur.Jordan Spieth var grátlega nálægt því að tryggja sér sinn þriðja risatitil í röð en hann endaði á 14 höggum undir pari eftir að hafa fengið leiðinlegan skolla á 17. holu. Annar sem rétt missti af tækifærinu þetta árið var Jason Day en hann endaði eins og Spieth á 14 höggum undir pari, aðeins einu á eftir efstu mönnum. Þá voru augu margra á írska áhugamanninum Paul Dunne sem leiddi á 12 höggum undir pari fyrir lokahringinn en hann lét pressuna alveg fara með sig og lék lokahringinn á 78 höggum eða sex yfir pari.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira