Tiger neitar að hafa rekið þjálfarann sinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. júlí 2015 20:00 Tiger púttar hér á Quicken Loans National mótinu. Vísir/getty Tiger Woods segir að það sé ekki rétt að hann hafi rekið sveifluþjálfarann sinn, Chris Como eftir Opna breska meistaramótið. Fjölmiðlar ytra greindu frá því að hann hefði ákveðið að segja upp samstarfi sínu við Como eftir að hafa misst af niðurskurðinum á tveimur stórmótum í röð. Tiger sem hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár ákvað að fá Como til að aðstoða sig í nóvember síðastliðnum í von um að ná að laga spilamennsku sína. Missti hann í fyrsta sinn á ferlinum af niðurskurðinum á tveimur stórmótum í röð á dögunum sem hefur leitt til þess að hann hefur fallið niður í 266. sæti á styrkleikalistanum í golfi. Hefur hann ekki náð sér á strik á ný allt frá því að upp komst um líf hans utan hjónabandsins árið 2009 en þá kom í ljós að hann hefði haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren, til margra ára. Tiger sat fyrir svörum blaðamanna eftir fyrsta hring á Quicken Loans National mótinu en Tiger lauk fyrsta degi á 68 höggum, þremur höggum undir pari, þar sem hann neitaði að hafa rekið Como sem var hvergi sjáanlegur á svæðinu. Umboðsmaður Tigers tók í sama streng og sagðist vera að heyra af þessu fyrst frá fréttamönnunum. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods segir að það sé ekki rétt að hann hafi rekið sveifluþjálfarann sinn, Chris Como eftir Opna breska meistaramótið. Fjölmiðlar ytra greindu frá því að hann hefði ákveðið að segja upp samstarfi sínu við Como eftir að hafa misst af niðurskurðinum á tveimur stórmótum í röð. Tiger sem hefur átt í miklum vandræðum undanfarin ár ákvað að fá Como til að aðstoða sig í nóvember síðastliðnum í von um að ná að laga spilamennsku sína. Missti hann í fyrsta sinn á ferlinum af niðurskurðinum á tveimur stórmótum í röð á dögunum sem hefur leitt til þess að hann hefur fallið niður í 266. sæti á styrkleikalistanum í golfi. Hefur hann ekki náð sér á strik á ný allt frá því að upp komst um líf hans utan hjónabandsins árið 2009 en þá kom í ljós að hann hefði haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren, til margra ára. Tiger sat fyrir svörum blaðamanna eftir fyrsta hring á Quicken Loans National mótinu en Tiger lauk fyrsta degi á 68 höggum, þremur höggum undir pari, þar sem hann neitaði að hafa rekið Como sem var hvergi sjáanlegur á svæðinu. Umboðsmaður Tigers tók í sama streng og sagðist vera að heyra af þessu fyrst frá fréttamönnunum.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira