LeBron James er nýjasti karlmaðurinn sem segist ekki eiga möguleika í Rondu Rousey.
James tók við spurningum aðdáenda á Twitter í gær og var þá meðal annars spurður að því hvað hann myndi endast lengi í búrinu með Rousey.
Körfuboltamaðurinn svaraði því til að hann myndi endast eins lengi og Rondu þóknaðist. Bætti svo við að hann hefði viljað kynna sig fyrir henni á verðlaunaafhendingu á dögunum en hefði ekki viljað láta hana lemja sig.
Conor McGregor sagði fyrr í vikunni að Ronda myndi skella honum í gólfið á mettíma. Aðdáendahópur Rondu fer sístækkandi.
Hún verður í búrinu í Brasilíu um helgina gegn Bethe Correia. Sá bardagi verður í beinni á Stöð 2 Sport.
Ronda myndi klára mig þegar henni hentar
Tengdar fréttir
Conor McGregor: Ronda myndi skella mér á höfuðið á einni sekúndu sléttri
Heimsmeistarinn í fjaðurvigt vill ekki lenda í bardaga á móti hörðustu íþróttakonu heims.
Sjáðu fyrsta þáttinn um bardaga Rondu og Correia
Vinsælasta íþróttakona heims í dag, Ronda Rousey, er mætt til Brasilíu þar sem hún berst um næstu helgi.
Rousey: Hvernig ætli Floyd líði nú?
UFC-drottningin Ronda Rousey sendi Floyd Mayweather skýr skilaboð á ESPY-verðlaunahátíðinni í gær.