Fagna of snemma: „Velkomin til Íslands“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2015 21:49 Einhver bið verður á því að sænska verslunin komi til Íslands. Mynd af Wikipedia „OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. Fésbókarsíðan H&M á Íslandi hefur sankað að sér á þriðja þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Á síðunni er auglýst að H&M muni opna á Íslandi þann 1. desember næstkomandi, nánar tiltekið á Laugavegi 93 og er óhætt að segja að margir fagni komu risans til landsins. Segja má að H&M eigi sér sérstakan stað í hugum fjölmargra Íslendinga. Sumir ganga svo langt að segja að ef þú rekst á Íslending í útlöndum séu líkurnar ansi miklar á að hann verði með H&M poka í hönd. Verslunin er þekkt fyrir að selja þokkalega flott föt á viðráðanlegu verði. Ófáir Íslendingar hafa snúið aftur á klakann eftir dvöl ytra með fulla tösku af fötum úr búðinni. Það skildi því engan undra að nærri 1400 manns hafi líkað við Fésbókarfærslu á síðunni í dag þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða opnun. Stöðugt bætist í hópinn. Einn heppinn er sagður fá 35 þúsund króna gjafabréf á sjálfan opnunardaginn og ekki stendur á viðbrögðunum.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„Til hamingju við íslendingar og H&M á Íslandi. Já takk gjafabréf væri ég til í.“ „Mikið er ég ánægð með þessa væntanlegu opnun. Ég er búin að lengi eftir að fá þessa verslun hingað og ég óska ykkur öllum sem að þessu standið mína allra bestu óskir um gott gengi í þessum stóru og miklu framkvæmdum.“ „Djísús, hvað þetta er spennandi! Kvittað, deilt, og líkað !“ „Ég mun missa mig í barnadeildinni til að klæða upp tvíburastelpurnar mínar sem væntanlegar eru í des!“ En það er ekki allt sem sýnist. Engar upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu H&M um að til standi að opna verslun á Íslandi. Ekki skánar ástandið en við leit virðist heimilisfangið Laugavegur 93 ekki vera til. Að byggja nýtt hús fyrir verslun á tæpum fjórum mánuðum væri heldur bjartsýnt. Þá er heimilisfang nýju verslunarinnar reyndar einnig rangt stafsett þar sem R-i hefur verið bætt í götuheitið Lauga-vegur. Símanúmer sem upp er gefið hjá versluninni er heimasímanúmer hjá upplýsingafulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Herði Vilberg. Hörður svaraði ekki í símann þegar blaðamaður reyndi að ná af honum tali.Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að...Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„OMG!!!!! GEÐVEIKT !!!! Er svo til í að fá gjafabréf frá ykkur ekki slæmt að dressa sig upp fyrir jólin í H&M á ÍSLANDI“ eru á meðal viðbragða Íslendinga sem geta ekki beðið eftir því að fatabúðin H&M opni verslun á Íslandi. Fésbókarsíðan H&M á Íslandi hefur sankað að sér á þriðja þúsund fylgjendum á skömmum tíma. Á síðunni er auglýst að H&M muni opna á Íslandi þann 1. desember næstkomandi, nánar tiltekið á Laugavegi 93 og er óhætt að segja að margir fagni komu risans til landsins. Segja má að H&M eigi sér sérstakan stað í hugum fjölmargra Íslendinga. Sumir ganga svo langt að segja að ef þú rekst á Íslending í útlöndum séu líkurnar ansi miklar á að hann verði með H&M poka í hönd. Verslunin er þekkt fyrir að selja þokkalega flott föt á viðráðanlegu verði. Ófáir Íslendingar hafa snúið aftur á klakann eftir dvöl ytra með fulla tösku af fötum úr búðinni. Það skildi því engan undra að nærri 1400 manns hafi líkað við Fésbókarfærslu á síðunni í dag þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða opnun. Stöðugt bætist í hópinn. Einn heppinn er sagður fá 35 þúsund króna gjafabréf á sjálfan opnunardaginn og ekki stendur á viðbrögðunum.Þúsundir streymdu í Smáralind þegar Lindex opnaði á sínum tíma. Reikna mætti með svipuðum viðbrögðum ef H&M kæmi til landsins.„Til hamingju við íslendingar og H&M á Íslandi. Já takk gjafabréf væri ég til í.“ „Mikið er ég ánægð með þessa væntanlegu opnun. Ég er búin að lengi eftir að fá þessa verslun hingað og ég óska ykkur öllum sem að þessu standið mína allra bestu óskir um gott gengi í þessum stóru og miklu framkvæmdum.“ „Djísús, hvað þetta er spennandi! Kvittað, deilt, og líkað !“ „Ég mun missa mig í barnadeildinni til að klæða upp tvíburastelpurnar mínar sem væntanlegar eru í des!“ En það er ekki allt sem sýnist. Engar upplýsingar er að finna á opinberri heimasíðu H&M um að til standi að opna verslun á Íslandi. Ekki skánar ástandið en við leit virðist heimilisfangið Laugavegur 93 ekki vera til. Að byggja nýtt hús fyrir verslun á tæpum fjórum mánuðum væri heldur bjartsýnt. Þá er heimilisfang nýju verslunarinnar reyndar einnig rangt stafsett þar sem R-i hefur verið bætt í götuheitið Lauga-vegur. Símanúmer sem upp er gefið hjá versluninni er heimasímanúmer hjá upplýsingafulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Herði Vilberg. Hörður svaraði ekki í símann þegar blaðamaður reyndi að ná af honum tali.Sæl verið þið.Þá fer að koma að opnun H&M á Íslandi. Við opnum 1.desember á Laugavegi 93. Í Tilefni þess ætlum við að...Posted by H&M á Íslandi on Sunday, August 9, 2015
Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira