Lífið

Fresta tökum á Love Island All Stars

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Óvíst er hvenær þessir þátttakendur mæta aftur á skjáinn.
Óvíst er hvenær þessir þátttakendur mæta aftur á skjáinn. ITV

Tökum á nýjustu þáttaröðinni af raunveruleikaþættinum Love Island All Stars hefur verið frestað vegna gróðurelda í Suður-Afríku. Glæsihýsið sem keppendurnir eiga að dvelja í hefur verið rýmt.

Um er að ræða þriðju þáttaröðina af Love Island All Stars, þar sem vinsælustu keppendurnir úr geysivinsælu þáttaröðinni Love Island taka þátt. Þættirnir ganga út á að finna ástina en einnig er mikilvægt að vera nægilega vinsæll meðal áhorfenda.

Til stóð að hefja tökur á nýjustu þáttaröðinni þann 12. janúar í Wester Cape í Suður-Afríku samkvæmt BBC. Allir sem koma að þáttunum hafa yfirgefið glæsihýsið. Í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þáttanna segir að fresta þurfi tökum á þáttaröðinni.°

„Heilbrigði og öryggi er í forgangi og verður alltaf í fyrirrúmi og því verður útsendingu Love Islands All Stars frestað um óákveðinn tíma,“ segir í yfirlýsingunni.

Yfir 2,6 milljónir fylgdust með tólftu þáttaröð Love Island sem var sýnd síðasta sumar. Í komandi þáttaröð taka þátt keppendur sem hafa áður tekið þátt, þar á meðal Jess Harding og Millie Court, sem hafa bæði sigrað áður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.