Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2015 22:00 Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. Þau lýsa sumarstarfinu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 bregðum við okkur yfir Grænlandsjökul, á svæði sem norrænir menn til forna kölluðu Eystri-byggð. Brattahlíð hét bær Eiríks rauða en við ætlum að Görðum, öðru nafni Igaliku, eins og þorpið heitir í dag. Þegar afkomendur Íslendinga ríktu á Grænlandi voru Garðar biskupssetur og helsta valdamiðstöðin. Á litlu sveitahóteli hittum við tvö ungmenni úr Eyjum, þau Sigurð Þór Þórðarson, 19 ára, og Guðdísi Jónatansdóttur, 20 ára, en afi og amma Sigurðar hafa í mörg ár tengst Grænlandi og fengu strákinn í heimsókn eitt sumarið. Sigurður var þá 13 ára, reyndist liðtækur, og núna í sumar, sex árum síðar, bauðst honum vinna á sveitahóteli fyrirtækisins Blue Ice; Igaliku bygdehotel. Sigurður segir í viðtalinu á Stöð 2 að þetta tækifæri hafi verið ævintýri sem ekki var hægt að hafna. Guðdís segir Sigurð hafa náð að plata sig með og hún sjái ekki eftir því. „Þetta var alveg æðislegt,“ segir hún.Í þorpinu Igaliku búa um 60 manns. Til forna hét staðurinn Garðar og var helsta valdamiðstöð byggðar norrænna manna á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar þau stigu úr Flugfélagsfokkernum í Narsarssuaq í sumarbyrjun mætti þeim hitabylgja, 20 stiga hiti, og þannig segja þau veðrið hafa verið allan tímann frá því þau komu. Gróskumikill skógurinn við flugvöllinn kom á óvart, enda ekkert síðri en íslensku birkiskógarnir. En fleira vakti athygli. Þegar þau komu í þorpið voru þeim sýndar rústir sem tengjast afkomendum íslenskra víkinga. Þar má sjá meðal annars rústir stórrar dómkirkju og tveggja fjósa sem gátu hýst yfir hundrað kýr biskupsstólsins. „Það er alveg undravert að sjá þessar rústir og læra meira um þetta,“ segir Sigurður. Það er hins vegar nóg að gera í vinnunni enda nánast uppbókað yfir hásumarið. Auk þess að sinna hefðbundnum þjónustustörfum á hótelinu og veitingastað þess skutlast þau með ferðamenn um einn af fáum sveitavegum sem finnast á Grænlandi, en þessi er reyndar aðeins fjögurra kílómetra langur. Þau voru að sinna íslenskum ferðahópi á vegum Ferðaþjónustu bænda þegar Stöðvar 2-menn voru á staðnum. „Mesta álagið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst,“ segir Sigurður.Íslenskir ferðamenn á vegum Bændaferða skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og þannig upplifa þau Grænland: „Vinalegan, skemmtilegan, ævintýralegan stað. Búinn að lenda í ævintýri bara frá því fyrsta daginn sem ég var hérna.“ Nánar í viðtalinu sem fylgir fréttinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. Þau lýsa sumarstarfinu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 bregðum við okkur yfir Grænlandsjökul, á svæði sem norrænir menn til forna kölluðu Eystri-byggð. Brattahlíð hét bær Eiríks rauða en við ætlum að Görðum, öðru nafni Igaliku, eins og þorpið heitir í dag. Þegar afkomendur Íslendinga ríktu á Grænlandi voru Garðar biskupssetur og helsta valdamiðstöðin. Á litlu sveitahóteli hittum við tvö ungmenni úr Eyjum, þau Sigurð Þór Þórðarson, 19 ára, og Guðdísi Jónatansdóttur, 20 ára, en afi og amma Sigurðar hafa í mörg ár tengst Grænlandi og fengu strákinn í heimsókn eitt sumarið. Sigurður var þá 13 ára, reyndist liðtækur, og núna í sumar, sex árum síðar, bauðst honum vinna á sveitahóteli fyrirtækisins Blue Ice; Igaliku bygdehotel. Sigurður segir í viðtalinu á Stöð 2 að þetta tækifæri hafi verið ævintýri sem ekki var hægt að hafna. Guðdís segir Sigurð hafa náð að plata sig með og hún sjái ekki eftir því. „Þetta var alveg æðislegt,“ segir hún.Í þorpinu Igaliku búa um 60 manns. Til forna hét staðurinn Garðar og var helsta valdamiðstöð byggðar norrænna manna á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar þau stigu úr Flugfélagsfokkernum í Narsarssuaq í sumarbyrjun mætti þeim hitabylgja, 20 stiga hiti, og þannig segja þau veðrið hafa verið allan tímann frá því þau komu. Gróskumikill skógurinn við flugvöllinn kom á óvart, enda ekkert síðri en íslensku birkiskógarnir. En fleira vakti athygli. Þegar þau komu í þorpið voru þeim sýndar rústir sem tengjast afkomendum íslenskra víkinga. Þar má sjá meðal annars rústir stórrar dómkirkju og tveggja fjósa sem gátu hýst yfir hundrað kýr biskupsstólsins. „Það er alveg undravert að sjá þessar rústir og læra meira um þetta,“ segir Sigurður. Það er hins vegar nóg að gera í vinnunni enda nánast uppbókað yfir hásumarið. Auk þess að sinna hefðbundnum þjónustustörfum á hótelinu og veitingastað þess skutlast þau með ferðamenn um einn af fáum sveitavegum sem finnast á Grænlandi, en þessi er reyndar aðeins fjögurra kílómetra langur. Þau voru að sinna íslenskum ferðahópi á vegum Ferðaþjónustu bænda þegar Stöðvar 2-menn voru á staðnum. „Mesta álagið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst,“ segir Sigurður.Íslenskir ferðamenn á vegum Bændaferða skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og þannig upplifa þau Grænland: „Vinalegan, skemmtilegan, ævintýralegan stað. Búinn að lenda í ævintýri bara frá því fyrsta daginn sem ég var hérna.“ Nánar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10