Sumarvinnan þeirra er ævintýri á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 6. ágúst 2015 22:00 Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. Þau lýsa sumarstarfinu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 bregðum við okkur yfir Grænlandsjökul, á svæði sem norrænir menn til forna kölluðu Eystri-byggð. Brattahlíð hét bær Eiríks rauða en við ætlum að Görðum, öðru nafni Igaliku, eins og þorpið heitir í dag. Þegar afkomendur Íslendinga ríktu á Grænlandi voru Garðar biskupssetur og helsta valdamiðstöðin. Á litlu sveitahóteli hittum við tvö ungmenni úr Eyjum, þau Sigurð Þór Þórðarson, 19 ára, og Guðdísi Jónatansdóttur, 20 ára, en afi og amma Sigurðar hafa í mörg ár tengst Grænlandi og fengu strákinn í heimsókn eitt sumarið. Sigurður var þá 13 ára, reyndist liðtækur, og núna í sumar, sex árum síðar, bauðst honum vinna á sveitahóteli fyrirtækisins Blue Ice; Igaliku bygdehotel. Sigurður segir í viðtalinu á Stöð 2 að þetta tækifæri hafi verið ævintýri sem ekki var hægt að hafna. Guðdís segir Sigurð hafa náð að plata sig með og hún sjái ekki eftir því. „Þetta var alveg æðislegt,“ segir hún.Í þorpinu Igaliku búa um 60 manns. Til forna hét staðurinn Garðar og var helsta valdamiðstöð byggðar norrænna manna á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar þau stigu úr Flugfélagsfokkernum í Narsarssuaq í sumarbyrjun mætti þeim hitabylgja, 20 stiga hiti, og þannig segja þau veðrið hafa verið allan tímann frá því þau komu. Gróskumikill skógurinn við flugvöllinn kom á óvart, enda ekkert síðri en íslensku birkiskógarnir. En fleira vakti athygli. Þegar þau komu í þorpið voru þeim sýndar rústir sem tengjast afkomendum íslenskra víkinga. Þar má sjá meðal annars rústir stórrar dómkirkju og tveggja fjósa sem gátu hýst yfir hundrað kýr biskupsstólsins. „Það er alveg undravert að sjá þessar rústir og læra meira um þetta,“ segir Sigurður. Það er hins vegar nóg að gera í vinnunni enda nánast uppbókað yfir hásumarið. Auk þess að sinna hefðbundnum þjónustustörfum á hótelinu og veitingastað þess skutlast þau með ferðamenn um einn af fáum sveitavegum sem finnast á Grænlandi, en þessi er reyndar aðeins fjögurra kílómetra langur. Þau voru að sinna íslenskum ferðahópi á vegum Ferðaþjónustu bænda þegar Stöðvar 2-menn voru á staðnum. „Mesta álagið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst,“ segir Sigurður.Íslenskir ferðamenn á vegum Bændaferða skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og þannig upplifa þau Grænland: „Vinalegan, skemmtilegan, ævintýralegan stað. Búinn að lenda í ævintýri bara frá því fyrsta daginn sem ég var hérna.“ Nánar í viðtalinu sem fylgir fréttinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Sjá meira
Tvö ungmenni úr Vestmannaeyjum vinna í sumar á Grænlandi við ferðaþjónustu á slóðum Eiríks rauða. Þau lýsa sumarstarfinu sem ævintýri. Í fréttum Stöðvar 2 bregðum við okkur yfir Grænlandsjökul, á svæði sem norrænir menn til forna kölluðu Eystri-byggð. Brattahlíð hét bær Eiríks rauða en við ætlum að Görðum, öðru nafni Igaliku, eins og þorpið heitir í dag. Þegar afkomendur Íslendinga ríktu á Grænlandi voru Garðar biskupssetur og helsta valdamiðstöðin. Á litlu sveitahóteli hittum við tvö ungmenni úr Eyjum, þau Sigurð Þór Þórðarson, 19 ára, og Guðdísi Jónatansdóttur, 20 ára, en afi og amma Sigurðar hafa í mörg ár tengst Grænlandi og fengu strákinn í heimsókn eitt sumarið. Sigurður var þá 13 ára, reyndist liðtækur, og núna í sumar, sex árum síðar, bauðst honum vinna á sveitahóteli fyrirtækisins Blue Ice; Igaliku bygdehotel. Sigurður segir í viðtalinu á Stöð 2 að þetta tækifæri hafi verið ævintýri sem ekki var hægt að hafna. Guðdís segir Sigurð hafa náð að plata sig með og hún sjái ekki eftir því. „Þetta var alveg æðislegt,“ segir hún.Í þorpinu Igaliku búa um 60 manns. Til forna hét staðurinn Garðar og var helsta valdamiðstöð byggðar norrænna manna á Grænlandi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þegar þau stigu úr Flugfélagsfokkernum í Narsarssuaq í sumarbyrjun mætti þeim hitabylgja, 20 stiga hiti, og þannig segja þau veðrið hafa verið allan tímann frá því þau komu. Gróskumikill skógurinn við flugvöllinn kom á óvart, enda ekkert síðri en íslensku birkiskógarnir. En fleira vakti athygli. Þegar þau komu í þorpið voru þeim sýndar rústir sem tengjast afkomendum íslenskra víkinga. Þar má sjá meðal annars rústir stórrar dómkirkju og tveggja fjósa sem gátu hýst yfir hundrað kýr biskupsstólsins. „Það er alveg undravert að sjá þessar rústir og læra meira um þetta,“ segir Sigurður. Það er hins vegar nóg að gera í vinnunni enda nánast uppbókað yfir hásumarið. Auk þess að sinna hefðbundnum þjónustustörfum á hótelinu og veitingastað þess skutlast þau með ferðamenn um einn af fáum sveitavegum sem finnast á Grænlandi, en þessi er reyndar aðeins fjögurra kílómetra langur. Þau voru að sinna íslenskum ferðahópi á vegum Ferðaþjónustu bænda þegar Stöðvar 2-menn voru á staðnum. „Mesta álagið er frá miðjum júlí og fram í miðjan ágúst,“ segir Sigurður.Íslenskir ferðamenn á vegum Bændaferða skoða fornar rústir biskupsstólsins að Görðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Og þannig upplifa þau Grænland: „Vinalegan, skemmtilegan, ævintýralegan stað. Búinn að lenda í ævintýri bara frá því fyrsta daginn sem ég var hérna.“ Nánar í viðtalinu sem fylgir fréttinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Sjá meira
Grænlendingar rífa blokkirnar Grænlendingar eru byrjaðir að rífa niður stóru íbúðablokkirnar sem dönsk stjórnvöld létu reisa fyrir hálfri öld í því að skyni að umbylta grænlenska veiðimannasamfélaginu. 12. júlí 2015 19:10