Gekk nakinn eftir Laugaveginum Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2015 11:53 Fjöldi fólks fer um Laugaveginn á degi hverjum. Vísir Laugavegurinn státar jafnan af fjölbreyttu mannlífi og ekki síst nú í sumar þar sem fjöldi ferðamanna er vanalega þar á ferð á hverjum degi. Nú í morgun blasti við óvenjuleg sjón því nakinn karlmaður sást ganga eftir götunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til og hafði afskipti af manninum. Þess ber að geta að ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Á Vísindavef Háskóla Íslands er tekið fram að í 209. grein hegningarlaga sé að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til að brotið yrði fellt undir það ákvæði. Á Vísindavefnum er þó tekið fram að í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga sé að finna ákvæði sem fela í sér bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið þar undir. Ef nektin er til þess fallin að ögra fólki eða valda ónæði þá er líklegt að hún bryti gegn ákvæðum lögreglusamþykktar og nefnir Vísindavefurinn sem dæmi mann sem gengur nakinn niður Laugaveginn án sýnilegrar ástæðu. Þessi uppákoma í morgun vakti því athygli viðstaddra og þá sér í lagi ferðamanna sem sáu manninn en samkvæmt sjónarvottum spurðu nokkrir: „Er þetta alltaf svona hérna?“Uppfært klukkan 13:25:Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn færður undir hendur lækna á geðheilbrigðissviði. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Laugavegurinn státar jafnan af fjölbreyttu mannlífi og ekki síst nú í sumar þar sem fjöldi ferðamanna er vanalega þar á ferð á hverjum degi. Nú í morgun blasti við óvenjuleg sjón því nakinn karlmaður sást ganga eftir götunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til og hafði afskipti af manninum. Þess ber að geta að ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Á Vísindavef Háskóla Íslands er tekið fram að í 209. grein hegningarlaga sé að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til að brotið yrði fellt undir það ákvæði. Á Vísindavefnum er þó tekið fram að í lögreglusamþykktum margra sveitarfélaga sé að finna ákvæði sem fela í sér bann við ósæmilegri háttsemi eða hegðun og getur nekt á almannafæri fallið þar undir. Ef nektin er til þess fallin að ögra fólki eða valda ónæði þá er líklegt að hún bryti gegn ákvæðum lögreglusamþykktar og nefnir Vísindavefurinn sem dæmi mann sem gengur nakinn niður Laugaveginn án sýnilegrar ástæðu. Þessi uppákoma í morgun vakti því athygli viðstaddra og þá sér í lagi ferðamanna sem sáu manninn en samkvæmt sjónarvottum spurðu nokkrir: „Er þetta alltaf svona hérna?“Uppfært klukkan 13:25:Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn færður undir hendur lækna á geðheilbrigðissviði.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira