Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 07:42 Agatha Rún Karlsdóttir mætti fyrir utan staðinn klukkan 19 í gærkvöldi. Vísir/Atli „Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ segir Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni fyrir utan stað Dunkin‘ Donuts á Laugavegi þegar blaðamaður tók hana tali klukkan 7 í morgun. Rúmlega fimmtíu manns bíða nú í röð fyrir utan staðinn en eigendur staðarins höfðu áður gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Staðurinn opnar klukkan níu. Agatha Rún mætti sjálf klukkan 19 í gærkvöldi og segir hún að þegar líða hafi tekið á kvöldið og nóttina hafi fleiri bæst í hópinn. Rúmlega fimmtíu manns biðu fyrir utan staðinn klukkan sjö í morgun. Aðspurð um ástæður þess að hún leggi þessa bið á sig fyrir kleinuhringi segir hún að hún hafi lifað á þessu á þeim tíma sem hún bjó í Bandaríkjunum. „Mig langar svo til að fá þessa kleinuhringi aftur. Þeir eru öðruvísi en íslensku kleinuhringirnir, ekki bara karamellu og súkkulaði. Það er bara meira bragð af þeim.“Þreytt eftir nóttinaAgatha Rún segist frekar þreytt eftir nóttina en að nóttin hafi engu að síður verið fín. „Það var stemning og margir að spjalla saman. Maður var því alveg að kynnast fólki sem er með sömu ást á kleinuhringjum.“ Hún segir það algjörlega þess virði að vera í röð í þrettán tíma til þess að fá þessa kleinuhringi. Við þá sem hlæja og hrista hausinn yfir þeim sem standa næturlangt í röð vill Agatha Rún segja að þeir séu að missa af miklu. „Þeir ættu bara að koma og smakka.“ Agatha Rún segir að það hafi byrjað að kólna þegar tók að dimma. „Ég var þó vel klædd og með útilegustólinn þannig að ég var alveg til í þetta.“Hvað ætlar þú að gera þegar þú færð fyrsta kassann?„Fara með hann heim og borða hann. Gef kannski mömmu og pabba einn og borða svo restina sjálf,“ segir Agatha Rún og hlær.Uppfært kl. 8:06: Að sögn viðstaddra voru um áttatíu manns í röðinni um klukkan átta í morgun.Vísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliFyrsta sendingin komin í hús.Vísir/AtliVísir/Atli Tengdar fréttir Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ segir Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni fyrir utan stað Dunkin‘ Donuts á Laugavegi þegar blaðamaður tók hana tali klukkan 7 í morgun. Rúmlega fimmtíu manns bíða nú í röð fyrir utan staðinn en eigendur staðarins höfðu áður gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Staðurinn opnar klukkan níu. Agatha Rún mætti sjálf klukkan 19 í gærkvöldi og segir hún að þegar líða hafi tekið á kvöldið og nóttina hafi fleiri bæst í hópinn. Rúmlega fimmtíu manns biðu fyrir utan staðinn klukkan sjö í morgun. Aðspurð um ástæður þess að hún leggi þessa bið á sig fyrir kleinuhringi segir hún að hún hafi lifað á þessu á þeim tíma sem hún bjó í Bandaríkjunum. „Mig langar svo til að fá þessa kleinuhringi aftur. Þeir eru öðruvísi en íslensku kleinuhringirnir, ekki bara karamellu og súkkulaði. Það er bara meira bragð af þeim.“Þreytt eftir nóttinaAgatha Rún segist frekar þreytt eftir nóttina en að nóttin hafi engu að síður verið fín. „Það var stemning og margir að spjalla saman. Maður var því alveg að kynnast fólki sem er með sömu ást á kleinuhringjum.“ Hún segir það algjörlega þess virði að vera í röð í þrettán tíma til þess að fá þessa kleinuhringi. Við þá sem hlæja og hrista hausinn yfir þeim sem standa næturlangt í röð vill Agatha Rún segja að þeir séu að missa af miklu. „Þeir ættu bara að koma og smakka.“ Agatha Rún segir að það hafi byrjað að kólna þegar tók að dimma. „Ég var þó vel klædd og með útilegustólinn þannig að ég var alveg til í þetta.“Hvað ætlar þú að gera þegar þú færð fyrsta kassann?„Fara með hann heim og borða hann. Gef kannski mömmu og pabba einn og borða svo restina sjálf,“ segir Agatha Rún og hlær.Uppfært kl. 8:06: Að sögn viðstaddra voru um áttatíu manns í röðinni um klukkan átta í morgun.Vísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliFyrsta sendingin komin í hús.Vísir/AtliVísir/Atli
Tengdar fréttir Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning