Sport

Hrafnhildur: Þetta var ótrúlegt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur átti frábæran dag í Kazan.
Hrafnhildur átti frábæran dag í Kazan. vísir/vilhelm
Eins og fram kom í Vísi í dag hefur sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gert frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi.

Í undanrásunum í 100 metra bringusundi setti Hrafnhildur nýtt Íslandsmet, auk þess sem hún náði A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu á næsta ári.

Og nú síðdegis komst hún í úrslit í 100 metra bringusundi og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að komast í úrslit á HM í 50 metra laug.

Hún var að vonum ánægð í snörpu viðtali á Facebook-síðu Sundsambands Íslands.

„Þetta var alveg ótrúlegt. Mér leið ekki alveg eins vel og um morguninn og þetta var mjög tæpt,“ sagði sundkonan.

„Hjartað sló á fullu meðan ég beið eftir því hvort ég yrði áttunda en þetta var geðveikt og ég er ótrúlega ánægð,“ sagði Hrafnhildur sem var aðeins átta hundraðshlutum úr sekúndu á undanTaylor McKeown sem endaði í 9. sæti í undanúrslitunum en átta bestu tímarnir komust í úrslit.

Úrslitasundið fer fram á morgun, klukkan 16:17 að íslenskum tíma.

Hrafnhildur comment after her qualification for the final of the 100 breast, first woman ever in a swimming final at world championship.

Posted by Landsliðið í sundi on Monday, August 3, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×