Troy Merritt setti vallarmet og sigraði á Quicken Loans National 3. ágúst 2015 10:28 Troy Merritt fagnar sigrinum í gær. Getty Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Robert Trent Jones vellinum á samtals 18 höggum undir pari. Sigurinn kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir Merritt sem hafði misst af niðurskurðinum í fimm mótum á PGA-mótaröðinni í röð og virtist ekki vera í miklu formi fyrir helgina. Hann lék þó frábært golf, sérstaklega á þriðja hring þar sem hann lék á 61 höggi eða tíu undir pari og bætti vallarmetið.Rickie Fowler tryggði sér annað sætið á 15 höggum undir pari en Svíinn David Lingmerth endaði einn í þriðja sæti á 14 undir.Tiger Woods var í toppbaráttunni fyrstu tvo hringina en fataðist flugið heldur betur á þeim þriðja. Hann lék þó fjórða hring í gær vel eða á 68 höggum og endaði í 19. sæti sem verður að teljast gott miðað við gengi þessa fræga kylfings á árinu sem hefur verið mjög magurt. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Bridgestone Invitational sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi en það hefst á Firestone vellinum á fimmtudaginn næsta. Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Troy Merritt sigraði á Quicken Loans National mótinu sem kláraðist í gær en hann lék hringina fjóra á Robert Trent Jones vellinum á samtals 18 höggum undir pari. Sigurinn kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir Merritt sem hafði misst af niðurskurðinum í fimm mótum á PGA-mótaröðinni í röð og virtist ekki vera í miklu formi fyrir helgina. Hann lék þó frábært golf, sérstaklega á þriðja hring þar sem hann lék á 61 höggi eða tíu undir pari og bætti vallarmetið.Rickie Fowler tryggði sér annað sætið á 15 höggum undir pari en Svíinn David Lingmerth endaði einn í þriðja sæti á 14 undir.Tiger Woods var í toppbaráttunni fyrstu tvo hringina en fataðist flugið heldur betur á þeim þriðja. Hann lék þó fjórða hring í gær vel eða á 68 höggum og endaði í 19. sæti sem verður að teljast gott miðað við gengi þessa fræga kylfings á árinu sem hefur verið mjög magurt. Næsta mót á PGA-mótaröðinni er Bridgestone Invitational sem er hluti af heimsmótaröðinni í golfi en það hefst á Firestone vellinum á fimmtudaginn næsta.
Golf Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira