Verðbréfamarkaðir í Aþenu opna í fyrramálið eftir að hafa verið lokaðir í fimm vikur. Verðbréfamiðlarar gera ráð fyrir því að hlutabréf muni lækka um allt að tuttugu prósent við opnunina.
Kauphöllinni var lokað rétt áður en ríkisstjórn landsins kom höftum á og hefur hún ekki opnað síðan. Talið er nær öruggt að verð á bréfum muni hrynja við opnun en einn stjórnenda kauphallarinnar lét hafa eftir sér að líkurnar á því að eitthvert fyrirtæki muni hækka væru engar. Mikil óvissa sé uppi í kjölfar skilmála Evrópusambandsins fyrir neyðarláninu og að auki hvort stjórnin haldi velli.
Búist er við því að hlutabréf í bönkum muni lækka einna mest enda er næsta víst að þeir muni ekki skila hagnaði á árinu. Að auki ríkir mikil óvissa um hvernig eignarhaldi á þeim verður háttað.
Þrátt fyrir að samningum hafi verið náð er afar óvíst að ríkisstjórn landsins muni halda velli. Allt eins líklegt er að það muni þurfa að boða kosninga áður en kjörtímabilið er á enda.
Erlent
Gríska kauphöllin opnar á nýjan leik
Tengdar fréttir
Stjórnarandstaðan í Grikklandi vill ekki kosningar
Helstu stjórnarandstöðuflokkar í Grikklandi vilja að stjórnin sitji áfram og tryggt verði að Grikklandi verði áfram í Evrópusambandinu og með evruna.
Gríska þingið kýs um tillögurnar í annað sinn
Mun tryggja landinu neyðarlán upp á 86 milljarða evra.
Samningaviðræður Grikkja við lánardrottna hefjast í dag
Gríska þingið samþykkti lagapakka svo hægt sé að semja um neyðaraðstoð.
Grískir bankar opnuðu aftur í morgun
Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti.