Lyfjahneyksli skekur frjálsíþróttaheiminn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2015 19:00 Enska blaðið Sunday Times og þýska sjónvarpsstöðin ARD hafa í fórum sínum gögn sem sýna fram á lyfjamisnotkun margra af fremstu frjálsíþróttamanna og -kvenna heims. Gögnunum var lekið til fjölmiðla á dögunum. Þetta er niðurstaða úr um 12.000 blóðsýnum úr 5000 íþróttamönnum. Alls eru 146 verðlaunahafar, þar af 55 Ólympíu- og heimsmeistarar í þolgreinum, sagðir vera með grunsamleg blóðsýni. Sýnin voru tekin á árunum 2001-12. Í þessum hópi eru tíu verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í London 2012. Enginn þessara verðlaunahafa hafa verið sviptir verðlaunum sínum. Samkvæmt skýrslunni eru Rússar stórtækastir í þessum efnum en 80% verðlaunahafa þeirra eru sagðir vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Birgir Guðjónsson, læknir og einn helsti sérfræðingur Íslands í lyfjamálum íþróttamanna, segir að þessar fréttir hafi ekki komið sér á óvart. „Nei, alls ekki. Þetta efni, EPO, kom fyrst fram 1989 og kom inn á bannlistann 1995. Það er mjög erfitt að greina þetta og það er vitað að þetta yrði notað. Lance Armstrong tókst að fela það í næstum áratug,“ sagði Birgir í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En af hverju hefur ekkert verið gert í málinu fyrr en núna? „Það er svo erfitt að greina efnið. Þetta brotnar fljótt niður í líkamanum og það hefur reynst erfitt að sanna að um inntöku efnisins hafi verið að ræða. Það hefur verið þróun í þessu í mörg ár og það er kannski vegna þess sem menn hafa farið í gömlu sýnin og séð að þau eru ekki hrein,“ sagði Birgir en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Sjá meira
Enska blaðið Sunday Times og þýska sjónvarpsstöðin ARD hafa í fórum sínum gögn sem sýna fram á lyfjamisnotkun margra af fremstu frjálsíþróttamanna og -kvenna heims. Gögnunum var lekið til fjölmiðla á dögunum. Þetta er niðurstaða úr um 12.000 blóðsýnum úr 5000 íþróttamönnum. Alls eru 146 verðlaunahafar, þar af 55 Ólympíu- og heimsmeistarar í þolgreinum, sagðir vera með grunsamleg blóðsýni. Sýnin voru tekin á árunum 2001-12. Í þessum hópi eru tíu verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í London 2012. Enginn þessara verðlaunahafa hafa verið sviptir verðlaunum sínum. Samkvæmt skýrslunni eru Rússar stórtækastir í þessum efnum en 80% verðlaunahafa þeirra eru sagðir vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Birgir Guðjónsson, læknir og einn helsti sérfræðingur Íslands í lyfjamálum íþróttamanna, segir að þessar fréttir hafi ekki komið sér á óvart. „Nei, alls ekki. Þetta efni, EPO, kom fyrst fram 1989 og kom inn á bannlistann 1995. Það er mjög erfitt að greina þetta og það er vitað að þetta yrði notað. Lance Armstrong tókst að fela það í næstum áratug,“ sagði Birgir í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En af hverju hefur ekkert verið gert í málinu fyrr en núna? „Það er svo erfitt að greina efnið. Þetta brotnar fljótt niður í líkamanum og það hefur reynst erfitt að sanna að um inntöku efnisins hafi verið að ræða. Það hefur verið þróun í þessu í mörg ár og það er kannski vegna þess sem menn hafa farið í gömlu sýnin og séð að þau eru ekki hrein,“ sagði Birgir en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20 Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Sjá meira
Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20