Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves hafa tilkynnt að breska hljómsveitin Hot Chip muni spila á hátíðinni sem fer fram í Reykjavík 4-8. nóvember nk.
Hot Chip mun spila í Valsheimilinu þann 8. nóvember ásamt hljómsveitinni Sleaford Mods og íslenskum sveitum á borð við FM Belfast, Úlfur Úlfur og Agent Fresco ásamt fleirum. Þetta verður í fjórða sinn sem Hot Chip spila á Íslandi.
Fyrst spilaði þessi raftónlistarsveit á Iceland Airwaves árið 2004 og sneri hún svo aftur í mars 2005. Einnig hitaði sveitin fyrir Björk á tónleikum hennar hér á landi árið 2007.
Búið er að tilkynna yfir 100 listamenn á Iceland Airwaves hátíðina í ár en gert er ráð fyrir að um 210 atriði komi fram á hátíðinni.
Hot Chip á Iceland Airwaves
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
