Hjúkrunarfræðingar fella niður dómsmál gegn ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 11:10 Hjúkrunarfræðingar fengu að vita ný launakjör sín á föstudaginn með úrskurði Gerðardóms. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags íslenskrar hjúkrunarfræðinga hefur tekið þá ákvörun að fella niður dómsmál það sem félagið hefur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fíh. Vísað er í dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Bandalags háskólamanna sem höfðað hafði mál af sömu lagasetningu og hjúkrunarfræðingar. Deilurnar fóru fyrir Gerðardóm sem úrskurðaði í kjaradeilu BHM og Fíh við ríkið. Telur stjórn Fíh ljóst að áframhaldandi rekstur dómsmáls gegn ríkinu myndi ekki skila þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar málið var höfðað. „Stjórn Fíh taldi ýmis veigamikil atriði í málatilbúnaði félagsins gegn ríkinu vera frábrugðin því sem tekist var á um í dómsmáli BHM og styðja dómkröfur Fíh, m.a. hversu stutt verkfallsaðgerðir Fíh höfðu staðið yfir, fjöldi sáttafunda aðila, fjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga á undanþágulista og fjölda samþykktra undanþága í verkfallinu,“ segir í tilkynningu frá Fíh. Þar segir að málatilbúnaður Fíh hafi verið byggður á mörgum af sömu efnisrökum og tekist var um í dómsmáli BHM. „Telja verður ljóst af forsendum í dómi Hæstaréttar, að rétturinn fellst ekki á flestar af þeim röksemdum sem haldið hefur verið á lofti af hálfu stéttarfélaganna. Samkvæmt dóminum telur Hæstiréttur að staða kjaradeilu aðila og önnur atvik séu með þeim hætti að réttlætanlegt hafi verið fyrir ríkið að grípa inn í deiluna með lagasetningu. Þegar af þeirri ástæðu telur stjórn Fíh sýnt að áframhaldandi rekstur dómsmáls þess gegn ríkinu muni ekki skila félaginu og félagsmönnum þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar dómsmálið var höfðað.“ Stjórn Fíh lýsir yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Hæstaréttar að telja ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með lagasetningu af því tagi sem Fíh þurfti að þola. „Að teknu tilliti til atvika sl. mánuði og dóms Hæstaréttar, leikur að mati Fíh vafi á því hvort sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum er ætlað.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Stjórn Félags íslenskrar hjúkrunarfræðinga hefur tekið þá ákvörun að fella niður dómsmál það sem félagið hefur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fíh. Vísað er í dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Bandalags háskólamanna sem höfðað hafði mál af sömu lagasetningu og hjúkrunarfræðingar. Deilurnar fóru fyrir Gerðardóm sem úrskurðaði í kjaradeilu BHM og Fíh við ríkið. Telur stjórn Fíh ljóst að áframhaldandi rekstur dómsmáls gegn ríkinu myndi ekki skila þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar málið var höfðað. „Stjórn Fíh taldi ýmis veigamikil atriði í málatilbúnaði félagsins gegn ríkinu vera frábrugðin því sem tekist var á um í dómsmáli BHM og styðja dómkröfur Fíh, m.a. hversu stutt verkfallsaðgerðir Fíh höfðu staðið yfir, fjöldi sáttafunda aðila, fjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga á undanþágulista og fjölda samþykktra undanþága í verkfallinu,“ segir í tilkynningu frá Fíh. Þar segir að málatilbúnaður Fíh hafi verið byggður á mörgum af sömu efnisrökum og tekist var um í dómsmáli BHM. „Telja verður ljóst af forsendum í dómi Hæstaréttar, að rétturinn fellst ekki á flestar af þeim röksemdum sem haldið hefur verið á lofti af hálfu stéttarfélaganna. Samkvæmt dóminum telur Hæstiréttur að staða kjaradeilu aðila og önnur atvik séu með þeim hætti að réttlætanlegt hafi verið fyrir ríkið að grípa inn í deiluna með lagasetningu. Þegar af þeirri ástæðu telur stjórn Fíh sýnt að áframhaldandi rekstur dómsmáls þess gegn ríkinu muni ekki skila félaginu og félagsmönnum þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar dómsmálið var höfðað.“ Stjórn Fíh lýsir yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Hæstaréttar að telja ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með lagasetningu af því tagi sem Fíh þurfti að þola. „Að teknu tilliti til atvika sl. mánuði og dóms Hæstaréttar, leikur að mati Fíh vafi á því hvort sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum er ætlað.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00
Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum