Körfubolti

Ekki útiloka að Kobe taki slaginn í Ríó og hætti svo

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kobe Bryant og Kevin Love við verðlaunaafhendinguna í London.
Kobe Bryant og Kevin Love við verðlaunaafhendinguna í London. Vísir/Getty
Yfirmaður bandarísku landsliðsnefndarinnar í körfuknattleik telur að Kobe Bryant gæti ákveðið að leika með liðinu á Ólympíuleikunum á næsta ári og lagt skónna á hilluna á leikunum loknum.

Jerry Colangelo, yfirmaður nefndarinnar, sagði við fjölmiðla vestanhafs að hann hefði rætt við Kobe um þetta og hann væri bjartsýnn á að Kobe myndi leika með liðinu sem reynir að verja gullið í Ríó.

„Ég átti gott spjall við hann þar sem hann sagði að það hljómaði vel að ljúka ferlinum með gulli í Ríó en hann sagðist vilja vinna fyrir sæti í liðinu, ekki fá það gefins vegna heiðursins. Við höldum dyrnum opnum fyrir honum þrátt fyrir að hann hafi ekki tekið þátt í æfingarbúðum liðsins.“

Kobe á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Los Angeles Lakers en þessi 36 árs bakvörður var í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2008 í Peking sem og í London 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×