Góð veiði við Ölfusárós Karl Lúðvíksson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Ölfusárós er veiðisvæði sem ekki margir stunda en mikið af fiski gengur þó um svæðið og veiðivon er góð. Þarna fer í gegn t.d. allur fiskur sem fer upp í Stóru Laxá, Sogið, Brúará (sjóbleikjan), Hvítá og Tungufljót í Biskupstungum. Þarna má að öllu jöfnu gera ráð fyrir því að lax, sjóbleikja, sjóbirtingur og stundum þorskur taki agnið. Síðustu daga hefur verið fín veiði á svæðinu og að sýnu mest af sjóbirting og oft nokkuð vænum. Mest hefur veri ðað veiðast á maðk en spúnn og fluga, þá sérstaklega stórar túpur, hefur líka verið að gefa vel. Það hefur verið dræmt á vesturbakkanum síðustu ár þegar straumurinn var meiri við austurlandið en þetta virðist aðeins vera að breytast og er greinilegur munur á straumnum núna miðað við í fyrra. Þetta gerir það að verkum að fiskurinn gengur svo til jafnt á báða bakkana og miðað við fréttir af svæðinu er veiðin góð báðum megin. Algengar veiðitölur eru 5-10 fiskar á dag en mest af því 3-5 punda sjóbirtingur. Leyfin eru ódýr og veiðivon góð, það þarf líklega ekkert að biðja um meira en það í dag. Mest lesið 110 sm lax í Vatnsdalsá Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Vatnaveiðin farin af stað Veiði Veiðin gengur vel í Elliðaánum Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Frábært vatn fyrir byrjendur og lengra komna Veiði
Ölfusárós er veiðisvæði sem ekki margir stunda en mikið af fiski gengur þó um svæðið og veiðivon er góð. Þarna fer í gegn t.d. allur fiskur sem fer upp í Stóru Laxá, Sogið, Brúará (sjóbleikjan), Hvítá og Tungufljót í Biskupstungum. Þarna má að öllu jöfnu gera ráð fyrir því að lax, sjóbleikja, sjóbirtingur og stundum þorskur taki agnið. Síðustu daga hefur verið fín veiði á svæðinu og að sýnu mest af sjóbirting og oft nokkuð vænum. Mest hefur veri ðað veiðast á maðk en spúnn og fluga, þá sérstaklega stórar túpur, hefur líka verið að gefa vel. Það hefur verið dræmt á vesturbakkanum síðustu ár þegar straumurinn var meiri við austurlandið en þetta virðist aðeins vera að breytast og er greinilegur munur á straumnum núna miðað við í fyrra. Þetta gerir það að verkum að fiskurinn gengur svo til jafnt á báða bakkana og miðað við fréttir af svæðinu er veiðin góð báðum megin. Algengar veiðitölur eru 5-10 fiskar á dag en mest af því 3-5 punda sjóbirtingur. Leyfin eru ódýr og veiðivon góð, það þarf líklega ekkert að biðja um meira en það í dag.
Mest lesið 110 sm lax í Vatnsdalsá Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Vatnaveiðin farin af stað Veiði Veiðin gengur vel í Elliðaánum Veiði 255 laxa opnunarholl í Ytri Rangá Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Nýjasti þátturinn af Árbakkanum Veiði Frábært vatn fyrir byrjendur og lengra komna Veiði