Guðmunda: Ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2015 08:00 Annað hvort Guðmunda Brynja eða Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, lyftir bikarnum á morgun. vísir/anton Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. „Já, algjörlega. Við vorum í fyrsta sinn í bikarúrslitum í fyrra og það var reynsla fyrir okkur. Nú vita stelpurnar út á hvað þetta gengur, hvað þetta er stórt og flott og mikil umgjörð utan um þennan leik. Ég held að við séum tilbúnar í þetta,“ sagði Guðmunda í samtali við Vísi um bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar í dag.Sjá einnig: Fyrirliðinn áfram á Selfossi Stjarnan vann leik liðanna í fyrra 4-0 en Selfossliðið er sterkara í ár og býr að því að hafa unnið Garðabæjarliðið í ár. En hvaða þýðingu hefur sigur Selfoss á Stjörnunni í fyrra leik liðanna í Pepsi-deildinni fyrir leikinn í dag? „Það gefur okkur þvílíkt sjálfstraust. Við höfðum ekki unnið þær áður og þetta gefur okkur mikið. Við vitum að við getum unnið þær,“ sagði Guðmunda sem er markahæsti leikmaður Selfoss í sumar með 12 mörk. Hún segir að Selfyssingar þurfi fyrst og síðast að einbeita sér að sjálfum sér í undirbúningnum fyrir leikinn í dag. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og okkar styrkleikum, þá náum við að loka á þeirra styrkleika og nýta okkar. Við einbeitum okkur aðallega að sjálfum okkur og látum Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) um að hafa áhyggjur af þeim.“ Selfoss er nýtt afl í íslenskum kvennafótbolta en liðið er aðeins á sínu fjórða ári í efstu deild. En er pressa á Selfosskonum að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins? „Já og nei. Það var svolítið ætlast til þess að við færum í bikarúrslitin aftur og það var líka eitt af okkar útgefnu markmiðum að fara aftur í þennan leik. Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa og það er kannski smá pressa á okkur að vinna hann. „En það er meiri pressa á þeim. Pressan að vinna leikinn kemur aðallega frá okkur sjálfum,“ sagði Guðmunda sem á von á Selfyssingar og Sunnlendingar allir fjölmenni á leikinn í dag. „Já, algjörlega. Það á að slá upp mikilli bæjarhátíð. Sunnlendingar sameinast á Selfossi og fara svo saman á leikinn,“ sagði Guðmunda að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, segir að Selfyssingar séu reynslunni ríkari eftir bikarúrslitaleikinn í fyrra sem var sá fyrsti í sögu félagsins. „Já, algjörlega. Við vorum í fyrsta sinn í bikarúrslitum í fyrra og það var reynsla fyrir okkur. Nú vita stelpurnar út á hvað þetta gengur, hvað þetta er stórt og flott og mikil umgjörð utan um þennan leik. Ég held að við séum tilbúnar í þetta,“ sagði Guðmunda í samtali við Vísi um bikarúrslitaleik Selfoss og Stjörnunnar í dag.Sjá einnig: Fyrirliðinn áfram á Selfossi Stjarnan vann leik liðanna í fyrra 4-0 en Selfossliðið er sterkara í ár og býr að því að hafa unnið Garðabæjarliðið í ár. En hvaða þýðingu hefur sigur Selfoss á Stjörnunni í fyrra leik liðanna í Pepsi-deildinni fyrir leikinn í dag? „Það gefur okkur þvílíkt sjálfstraust. Við höfðum ekki unnið þær áður og þetta gefur okkur mikið. Við vitum að við getum unnið þær,“ sagði Guðmunda sem er markahæsti leikmaður Selfoss í sumar með 12 mörk. Hún segir að Selfyssingar þurfi fyrst og síðast að einbeita sér að sjálfum sér í undirbúningnum fyrir leikinn í dag. „Við þurfum að einbeita okkur að okkar leik og okkar styrkleikum, þá náum við að loka á þeirra styrkleika og nýta okkar. Við einbeitum okkur aðallega að sjálfum okkur og látum Gunna (Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfara Selfoss) um að hafa áhyggjur af þeim.“ Selfoss er nýtt afl í íslenskum kvennafótbolta en liðið er aðeins á sínu fjórða ári í efstu deild. En er pressa á Selfosskonum að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins? „Já og nei. Það var svolítið ætlast til þess að við færum í bikarúrslitin aftur og það var líka eitt af okkar útgefnu markmiðum að fara aftur í þennan leik. Þú ferð ekki í bikarúrslitaleik til að tapa og það er kannski smá pressa á okkur að vinna hann. „En það er meiri pressa á þeim. Pressan að vinna leikinn kemur aðallega frá okkur sjálfum,“ sagði Guðmunda sem á von á Selfyssingar og Sunnlendingar allir fjölmenni á leikinn í dag. „Já, algjörlega. Það á að slá upp mikilli bæjarhátíð. Sunnlendingar sameinast á Selfossi og fara svo saman á leikinn,“ sagði Guðmunda að lokum.Leikur Selfoss og Stjörnunnar hefst klukkan 16:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00 Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Dagný: Kannski eru það örlög að ég vinni bikarinn með Selfossi Dagný Brynjarsdóttir verður í eldlínunni í bikarúrslitaleiknum í ár eftir að hafa misst af þessum stærsta leik sumarsins í fyrra. 29. ágúst 2015 11:00
Fyrirliðinn áfram á Selfossi Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. 27. ágúst 2015 08:00