Raddþjálfi Michaels Jackson og Beyonce kennir á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Robin D hefur þjálfað stórstjörnur um heim allan. „Robin hefur verið að raddþjálfa nokkur stór nöfn eins og Beyonce og Bryan Adams. Hann er alveg klárlega einn af þessum mjög eftirsóttu. Verður spennandi að sjá hvað hann gerir fyrir okkur,“ segir söngkonan Margrét Eir en hún er ein af þeim sem standa fyrir komu austurríska raddþjálfarans og fyrirlesarans Robins D hingað til lands. Hann verður með námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík á sunnudag. Robin D er á meðal fremstu raddþjálfara í heiminum í dag og einn eftirsóttasti raddsérfræðingur í evrópska tónlistariðnaðinum, en nemendur hans og skjólstæðingar hafa átt fjölda laga á vinsældalistum heimsins og selt hundruð milljóna geisladiska undanfarin misseri. Hann vinnur sem raddþjálfari fyrir plötufyrirtæki, sjónvarpsþætti og þáttaraðir, stjórnendur, listamenn og framleiðendur. Hann skrifar fræðigreinar í tónlistartímarit, og menntar söngvara og söngkennara. Hann er fyrirlesari í mörgum háskólum og við Voiceation Vocal Academy, og síðast en ekki síst yfirmaður Munich Pop Academy. Meðal listamanna sem Robin hefur aðstoðað og þjálfað má nefna Michael Jackson, Stevie Wonder, Beyonce, Cher, Bryan Adams, Barbara Streisand, George Benson, Al Jarreau, Michal Bolton og Joe Perry svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er Félag íslenskra söngkennara, FÍS, sem stendur á bak við þessa heimsókn. Félagið heldur upp á 10 ára afmæli og það var ákveðið að hafa þetta soldið veglegt,“ segir Margrét. Með aðferðum sínum, sem hann nefnir „Real Balance Singing“, hefur hann hjálpað allt frá popp-, rokk- og þungarokkssöngvurum til söngleikja- og óperusöngvara. „Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað hann er að fara kenna, hef ekki verið á námskeiði hjá honum áður, en hann talar um aðferð sem hann kallar Real Balance Singing. Þetta snýst um jafnvægi. Ég er mjög spennt.“ Robin hefur náð undraverðum árangri í að hjálpa söngvurum við að víkka út raddsvið sitt, jafnvel um heila áttund í einum söngtíma. Þá eru aðferðir hans til að hjálpa söngvurum með ýmis raddvandamál, eins og til dæmis hnúta á raddböndum, viðurkenndar af læknum og margir sem hafa þegið meðferð hjá honum í slíkum aðstæðum hafa komist hjá áhættusömum skurðaðgerðum á raddböndum. Fullt er á námskeiðið og er það aðallega ætlað söngvurum og söngkennurum. Íslandsvinir Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Robin hefur verið að raddþjálfa nokkur stór nöfn eins og Beyonce og Bryan Adams. Hann er alveg klárlega einn af þessum mjög eftirsóttu. Verður spennandi að sjá hvað hann gerir fyrir okkur,“ segir söngkonan Margrét Eir en hún er ein af þeim sem standa fyrir komu austurríska raddþjálfarans og fyrirlesarans Robins D hingað til lands. Hann verður með námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík á sunnudag. Robin D er á meðal fremstu raddþjálfara í heiminum í dag og einn eftirsóttasti raddsérfræðingur í evrópska tónlistariðnaðinum, en nemendur hans og skjólstæðingar hafa átt fjölda laga á vinsældalistum heimsins og selt hundruð milljóna geisladiska undanfarin misseri. Hann vinnur sem raddþjálfari fyrir plötufyrirtæki, sjónvarpsþætti og þáttaraðir, stjórnendur, listamenn og framleiðendur. Hann skrifar fræðigreinar í tónlistartímarit, og menntar söngvara og söngkennara. Hann er fyrirlesari í mörgum háskólum og við Voiceation Vocal Academy, og síðast en ekki síst yfirmaður Munich Pop Academy. Meðal listamanna sem Robin hefur aðstoðað og þjálfað má nefna Michael Jackson, Stevie Wonder, Beyonce, Cher, Bryan Adams, Barbara Streisand, George Benson, Al Jarreau, Michal Bolton og Joe Perry svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er Félag íslenskra söngkennara, FÍS, sem stendur á bak við þessa heimsókn. Félagið heldur upp á 10 ára afmæli og það var ákveðið að hafa þetta soldið veglegt,“ segir Margrét. Með aðferðum sínum, sem hann nefnir „Real Balance Singing“, hefur hann hjálpað allt frá popp-, rokk- og þungarokkssöngvurum til söngleikja- og óperusöngvara. „Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað hann er að fara kenna, hef ekki verið á námskeiði hjá honum áður, en hann talar um aðferð sem hann kallar Real Balance Singing. Þetta snýst um jafnvægi. Ég er mjög spennt.“ Robin hefur náð undraverðum árangri í að hjálpa söngvurum við að víkka út raddsvið sitt, jafnvel um heila áttund í einum söngtíma. Þá eru aðferðir hans til að hjálpa söngvurum með ýmis raddvandamál, eins og til dæmis hnúta á raddböndum, viðurkenndar af læknum og margir sem hafa þegið meðferð hjá honum í slíkum aðstæðum hafa komist hjá áhættusömum skurðaðgerðum á raddböndum. Fullt er á námskeiðið og er það aðallega ætlað söngvurum og söngkennurum.
Íslandsvinir Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira