Raddþjálfi Michaels Jackson og Beyonce kennir á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Robin D hefur þjálfað stórstjörnur um heim allan. „Robin hefur verið að raddþjálfa nokkur stór nöfn eins og Beyonce og Bryan Adams. Hann er alveg klárlega einn af þessum mjög eftirsóttu. Verður spennandi að sjá hvað hann gerir fyrir okkur,“ segir söngkonan Margrét Eir en hún er ein af þeim sem standa fyrir komu austurríska raddþjálfarans og fyrirlesarans Robins D hingað til lands. Hann verður með námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík á sunnudag. Robin D er á meðal fremstu raddþjálfara í heiminum í dag og einn eftirsóttasti raddsérfræðingur í evrópska tónlistariðnaðinum, en nemendur hans og skjólstæðingar hafa átt fjölda laga á vinsældalistum heimsins og selt hundruð milljóna geisladiska undanfarin misseri. Hann vinnur sem raddþjálfari fyrir plötufyrirtæki, sjónvarpsþætti og þáttaraðir, stjórnendur, listamenn og framleiðendur. Hann skrifar fræðigreinar í tónlistartímarit, og menntar söngvara og söngkennara. Hann er fyrirlesari í mörgum háskólum og við Voiceation Vocal Academy, og síðast en ekki síst yfirmaður Munich Pop Academy. Meðal listamanna sem Robin hefur aðstoðað og þjálfað má nefna Michael Jackson, Stevie Wonder, Beyonce, Cher, Bryan Adams, Barbara Streisand, George Benson, Al Jarreau, Michal Bolton og Joe Perry svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er Félag íslenskra söngkennara, FÍS, sem stendur á bak við þessa heimsókn. Félagið heldur upp á 10 ára afmæli og það var ákveðið að hafa þetta soldið veglegt,“ segir Margrét. Með aðferðum sínum, sem hann nefnir „Real Balance Singing“, hefur hann hjálpað allt frá popp-, rokk- og þungarokkssöngvurum til söngleikja- og óperusöngvara. „Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað hann er að fara kenna, hef ekki verið á námskeiði hjá honum áður, en hann talar um aðferð sem hann kallar Real Balance Singing. Þetta snýst um jafnvægi. Ég er mjög spennt.“ Robin hefur náð undraverðum árangri í að hjálpa söngvurum við að víkka út raddsvið sitt, jafnvel um heila áttund í einum söngtíma. Þá eru aðferðir hans til að hjálpa söngvurum með ýmis raddvandamál, eins og til dæmis hnúta á raddböndum, viðurkenndar af læknum og margir sem hafa þegið meðferð hjá honum í slíkum aðstæðum hafa komist hjá áhættusömum skurðaðgerðum á raddböndum. Fullt er á námskeiðið og er það aðallega ætlað söngvurum og söngkennurum. Íslandsvinir Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Robin hefur verið að raddþjálfa nokkur stór nöfn eins og Beyonce og Bryan Adams. Hann er alveg klárlega einn af þessum mjög eftirsóttu. Verður spennandi að sjá hvað hann gerir fyrir okkur,“ segir söngkonan Margrét Eir en hún er ein af þeim sem standa fyrir komu austurríska raddþjálfarans og fyrirlesarans Robins D hingað til lands. Hann verður með námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík á sunnudag. Robin D er á meðal fremstu raddþjálfara í heiminum í dag og einn eftirsóttasti raddsérfræðingur í evrópska tónlistariðnaðinum, en nemendur hans og skjólstæðingar hafa átt fjölda laga á vinsældalistum heimsins og selt hundruð milljóna geisladiska undanfarin misseri. Hann vinnur sem raddþjálfari fyrir plötufyrirtæki, sjónvarpsþætti og þáttaraðir, stjórnendur, listamenn og framleiðendur. Hann skrifar fræðigreinar í tónlistartímarit, og menntar söngvara og söngkennara. Hann er fyrirlesari í mörgum háskólum og við Voiceation Vocal Academy, og síðast en ekki síst yfirmaður Munich Pop Academy. Meðal listamanna sem Robin hefur aðstoðað og þjálfað má nefna Michael Jackson, Stevie Wonder, Beyonce, Cher, Bryan Adams, Barbara Streisand, George Benson, Al Jarreau, Michal Bolton og Joe Perry svo nokkur nöfn séu nefnd. „Það er Félag íslenskra söngkennara, FÍS, sem stendur á bak við þessa heimsókn. Félagið heldur upp á 10 ára afmæli og það var ákveðið að hafa þetta soldið veglegt,“ segir Margrét. Með aðferðum sínum, sem hann nefnir „Real Balance Singing“, hefur hann hjálpað allt frá popp-, rokk- og þungarokkssöngvurum til söngleikja- og óperusöngvara. „Ég get ekki alveg sagt nákvæmlega hvað hann er að fara kenna, hef ekki verið á námskeiði hjá honum áður, en hann talar um aðferð sem hann kallar Real Balance Singing. Þetta snýst um jafnvægi. Ég er mjög spennt.“ Robin hefur náð undraverðum árangri í að hjálpa söngvurum við að víkka út raddsvið sitt, jafnvel um heila áttund í einum söngtíma. Þá eru aðferðir hans til að hjálpa söngvurum með ýmis raddvandamál, eins og til dæmis hnúta á raddböndum, viðurkenndar af læknum og margir sem hafa þegið meðferð hjá honum í slíkum aðstæðum hafa komist hjá áhættusömum skurðaðgerðum á raddböndum. Fullt er á námskeiðið og er það aðallega ætlað söngvurum og söngkennurum.
Íslandsvinir Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira