Kemur til greina að ríkið grípi inn í skipulag miðborgarinnar Heimir Már Pétursson og Sveinn Arnarsson skrifa 27. ágúst 2015 20:24 Forsætisráðherra segir að líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Ef borgin sinni ekki skyldum sínum varðandi vernd eldri byggðar hljóti ríkisvaldið að grípa inn í. Forsætisráðherra hefur mjög gott útsýni af vinnustað sínum yfir á umdeildu lóð við hliðina á Tollstjórahúsinu og síðan við hliðina á Hörpu. Hann telur að verið sé að gera mjög mikil mistök með byggingaráformunum þar. „Á þeim reit og reitunum í kring er gert ráð fyrir gríðarlega miklu byggingarmagni og gert ráð fyrir að þar rísi skrifstofuhús og verslunarhúsnæði, sem að gæti staðið hvar sem er annarsstaðar og gerir lítið til að styrkja bæjarmynd gamla bæjarins og það sem gerir hann sérstakan,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Á heimasíðu sinni í dag gagnrýnir Sigmundur Davíð uppbyggingu miðborgarinnar harðlega og segir hagsmuni ráða för með byggingu stórra steinhúsa á kostnað gamalla timburhúsa sem jafnvel séu látin víkja. „Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðunni, en ég vona að menn líti á þetta fyrst og fremst sem uppbyggilega gagnrýni og bregðist við því. Því það er mjög margt sem bendir til þess að yfirvofandi séu mjög stór slys, eins og það er stundum kallað, eða mistök í skipulagsmálum. En það er ennþá hægt að snúa við þeirri þróun.“ Forsætisráðherra hefur áður sett fram ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum borgarinnar, bæði fyrir og eftir að hann varð ráðherra, enda hefur hann numið slík fræði. Hann segir sterka hvata til staðar í borginni til að láta gömul hús grotna niður þannig að hægt sé að byggja stærri og dýrari hús á lóðum þeirra. „Á meðan að hvatinn er mjög lítill til þess að gera húsin upp og fegra umhverfið, þá eiga menn von á því að fá stóran kassa við hliðina á sér. Á meðan að sá sem að lét húsið sitt drappast niður fékk að rífa það og byggja stærra.“ Afleiðingarnar blasi við með þenslu byggingariðnaði í Reykjavík. Minjavernd heyrir undir ráðuneyti forsætisráðherra og í vor samþykkt Alþingi frumvarp hans um verndun skipulagsheilda. „Best væri að sjálfsögðu að borgin sjálf tæki forystu um að nýta þau úrræði sem eru til staðar til þess að bregðast við þessu ástandi og vinda ofan af því. En geri borgin það ekki, þá þurfa þar til bær stjórnvöld að grípa inn í.“ Eins og Minjastofnun sé reyndar þegar byrjuð að gera en ef það dugi ekki gæti ráðuneytið þurft að koma að málum, þó best væri að ríki og borg sammæltust um niðurstöðu í þessum málum. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Forsætisráðherra segir að líklega hafi gamli bærinn í Reykjavík ekki staðið frammi fyrir jafnmikilli ógn og nú frá því fyrir deiluna um Bernhöftstorfuna fyrir hátt í hálfri öld. Ef borgin sinni ekki skyldum sínum varðandi vernd eldri byggðar hljóti ríkisvaldið að grípa inn í. Forsætisráðherra hefur mjög gott útsýni af vinnustað sínum yfir á umdeildu lóð við hliðina á Tollstjórahúsinu og síðan við hliðina á Hörpu. Hann telur að verið sé að gera mjög mikil mistök með byggingaráformunum þar. „Á þeim reit og reitunum í kring er gert ráð fyrir gríðarlega miklu byggingarmagni og gert ráð fyrir að þar rísi skrifstofuhús og verslunarhúsnæði, sem að gæti staðið hvar sem er annarsstaðar og gerir lítið til að styrkja bæjarmynd gamla bæjarins og það sem gerir hann sérstakan,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Á heimasíðu sinni í dag gagnrýnir Sigmundur Davíð uppbyggingu miðborgarinnar harðlega og segir hagsmuni ráða för með byggingu stórra steinhúsa á kostnað gamalla timburhúsa sem jafnvel séu látin víkja. „Ég hef töluverðar áhyggjur af stöðunni, en ég vona að menn líti á þetta fyrst og fremst sem uppbyggilega gagnrýni og bregðist við því. Því það er mjög margt sem bendir til þess að yfirvofandi séu mjög stór slys, eins og það er stundum kallað, eða mistök í skipulagsmálum. En það er ennþá hægt að snúa við þeirri þróun.“ Forsætisráðherra hefur áður sett fram ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum borgarinnar, bæði fyrir og eftir að hann varð ráðherra, enda hefur hann numið slík fræði. Hann segir sterka hvata til staðar í borginni til að láta gömul hús grotna niður þannig að hægt sé að byggja stærri og dýrari hús á lóðum þeirra. „Á meðan að hvatinn er mjög lítill til þess að gera húsin upp og fegra umhverfið, þá eiga menn von á því að fá stóran kassa við hliðina á sér. Á meðan að sá sem að lét húsið sitt drappast niður fékk að rífa það og byggja stærra.“ Afleiðingarnar blasi við með þenslu byggingariðnaði í Reykjavík. Minjavernd heyrir undir ráðuneyti forsætisráðherra og í vor samþykkt Alþingi frumvarp hans um verndun skipulagsheilda. „Best væri að sjálfsögðu að borgin sjálf tæki forystu um að nýta þau úrræði sem eru til staðar til þess að bregðast við þessu ástandi og vinda ofan af því. En geri borgin það ekki, þá þurfa þar til bær stjórnvöld að grípa inn í.“ Eins og Minjastofnun sé reyndar þegar byrjuð að gera en ef það dugi ekki gæti ráðuneytið þurft að koma að málum, þó best væri að ríki og borg sammæltust um niðurstöðu í þessum málum.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28 Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Sigmundur Davíð: Gamla byggðin í Reykjavík aldrei staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn Forsætisráðherra gagnrýnir hvernig skipulagsmálum borgarinnar hefur verið háttað. 27. ágúst 2015 11:28
Dagur B.: „Ekki mörg ár síðan miðborginni var spáð dauða“ Borgarstjóri svarar forsætisráðherra í stöðuuppfærslu sem hann birtir á Facebook. 27. ágúst 2015 14:09