Brokkólí- og avókadósalat með eggjahræru matarvísir skrifar 31. ágúst 2015 15:00 Vísir/Skjáskot Ásthildur Björnsdóttir heldur úti vefsíðunni Matur milli mála þar sem hún deilir uppskriftum að alls konar réttum, bæði sætum og saðsömum. Þar sem rútína skellur nú á landanum með komu haustsins þá vantar marga oft nýja rétti til að elda í kvöldmatinn og því er kjörið tækifæri að næla sér í hollustu og nýjan rétt með þessu frábæra salati. Um réttinn segir Ásthildur: „Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti. Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega, 1-3 stykki á dag, ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin. Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!“Hráefni• Brokkólí• Kókosolía• Egg• Fetaostur• Sveppir – smátt saxaðir• Rauðlaukur – smátt saxaður• Steinselja – smátt söxuð• Túrmerik• Svartur pipar• Sjávarsalt• Dijon-sinnep• Rucola-salat• TómatarAðferð Brokkólíið er skorið gróft og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita. Eggi, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddinu og sinnepi blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur. Rucola-salati dreift á disk. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift í kring. Grænmetisréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Ásthildur Björnsdóttir heldur úti vefsíðunni Matur milli mála þar sem hún deilir uppskriftum að alls konar réttum, bæði sætum og saðsömum. Þar sem rútína skellur nú á landanum með komu haustsins þá vantar marga oft nýja rétti til að elda í kvöldmatinn og því er kjörið tækifæri að næla sér í hollustu og nýjan rétt með þessu frábæra salati. Um réttinn segir Ásthildur: „Það er alveg spurning hvort hægt sé að kalla þetta salat – en ég geri það nú samt því að það er svo mikið grænmeti í þessum rétti. Mér finnst egg afskaplega góð og borða þau nánast daglega, 1-3 stykki á dag, ýmist í eggjahræru, sem spæld egg eða harðsoðin. Egg eru nefnilega stútfull af hollustu og svo eru þau bara svo góð!“Hráefni• Brokkólí• Kókosolía• Egg• Fetaostur• Sveppir – smátt saxaðir• Rauðlaukur – smátt saxaður• Steinselja – smátt söxuð• Túrmerik• Svartur pipar• Sjávarsalt• Dijon-sinnep• Rucola-salat• TómatarAðferð Brokkólíið er skorið gróft og sett út í sjóðandi heitt vatn í 4-8 mínútur. Kókosolían er hituð á pönnu við meðalhita. Eggi, fetaosti, sveppum, rauðlauk, steinselju, kryddinu og sinnepi blandað saman í skál og hellt út á heita pönnuna. Hrært duglega í þar til enginn vökvi er lengur á pönnunni – tekur örfáar mínútur. Rucola-salati dreift á disk. Eggjahrærunni hellt þar yfir og öllu hinu dreift í kring.
Grænmetisréttir Salat Uppskriftir Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira