„Ólympíulágmarkið gæti komið í næsta hlaupi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2015 10:06 Aníta á harðaspretti í Kína í nótt. Vísir/AFP Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, var að vonum ánægður með frammistöðu hennar í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á HM í Kína í nótt. Aníta hafnaði í 20. sæti af 45 keppendum og í fimmta sæti af sjö í afar sterkum riðli. Aníta kom í mark á tímanum 2:01.01 mínútum sem er einu sekúndubroti frá Ólympíulágmarkinu sem er 2:01:00. Ólympíuleikarnir fara sem kunnugt er fram í Ríó í Brasilíu næsta sumar.„Mjög góður árangur hjá Anítu í morgun hér í Beijing og vantaði herslumuninn á að hann væri frábær,“ segir Gunnar Páll á Facebook. „Sigraði margar sem eiga betri tíma en hún og var mjög nálægt því að komast í undanúrslit.“Hlaupið var það besta hjá Anítu á árinu en hún átti áður best 2:01.15 mínútur á móti í Belgíu snemma í ágúst. Gunnar Páll Jóakimsson fagnar hér Anítu Hinriksdóttur á innanhússmóti hér heima.Vísir/ValliEins nálægt lágmarki og mögulegt var „Þar fyrir utan var hún eins nálægt Ólympíulágmarki og hægt er, lágmarkið 2:01:00 og hún hljóp á 2:01:01 mín. Ekki það að hún á efir að hakka þetta lágmark en það hefði verið ljúft að vera bara komin með það - gæti komið í næsta hlaupi,“ segir Gunnar Páll. Hlaupa þurfti á 2:00.70 mínútum til að komast í undanúrslit. Aníta var aftarlega þangað til síðustu tvö hundruð metrana þegar hún átti góðan endasprett. Hún átti næstbesta tíma þeirra sem komust ekki í undanúrslit. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. 26. ágúst 2015 03:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, var að vonum ánægður með frammistöðu hennar í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á HM í Kína í nótt. Aníta hafnaði í 20. sæti af 45 keppendum og í fimmta sæti af sjö í afar sterkum riðli. Aníta kom í mark á tímanum 2:01.01 mínútum sem er einu sekúndubroti frá Ólympíulágmarkinu sem er 2:01:00. Ólympíuleikarnir fara sem kunnugt er fram í Ríó í Brasilíu næsta sumar.„Mjög góður árangur hjá Anítu í morgun hér í Beijing og vantaði herslumuninn á að hann væri frábær,“ segir Gunnar Páll á Facebook. „Sigraði margar sem eiga betri tíma en hún og var mjög nálægt því að komast í undanúrslit.“Hlaupið var það besta hjá Anítu á árinu en hún átti áður best 2:01.15 mínútur á móti í Belgíu snemma í ágúst. Gunnar Páll Jóakimsson fagnar hér Anítu Hinriksdóttur á innanhússmóti hér heima.Vísir/ValliEins nálægt lágmarki og mögulegt var „Þar fyrir utan var hún eins nálægt Ólympíulágmarki og hægt er, lágmarkið 2:01:00 og hún hljóp á 2:01:01 mín. Ekki það að hún á efir að hakka þetta lágmark en það hefði verið ljúft að vera bara komin með það - gæti komið í næsta hlaupi,“ segir Gunnar Páll. Hlaupa þurfti á 2:00.70 mínútum til að komast í undanúrslit. Aníta var aftarlega þangað til síðustu tvö hundruð metrana þegar hún átti góðan endasprett. Hún átti næstbesta tíma þeirra sem komust ekki í undanúrslit. Sex konur komust áfram þrátt fyrir að hlaupa hægar en Aníta en þær tryggðu sér sitt sæti með því að ná einu af þremur efstu sætunum í sínum riðli.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. 26. ágúst 2015 03:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Besta hlaup Anítu á árinu dugði ekki í undanúrslit á HM | Endaði í 20. sæti ÍR-ingurinn Aníta Hinriksdóttir endaði í 20. sæti í undanrásum 800 metra hlaups kvenna á Heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Peking í Kína í nótt. 26. ágúst 2015 03:15