Íbúar Flateyjar vilja undir Stykkishólm Kristján Már Unnarsson skrifar 24. ágúst 2015 20:28 Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Reykhólahreppur neitar hins vegar að sleppa Flatey. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið en þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk, með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi, þar af yfir tvöhundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru aðeins sjö íbúar með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitthundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.Frá Flatey á Breiðafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flateyjarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 þegar hann sameinaðist Reykhólahreppi. En nú vilja Flateyingar breyta til. Þeir vilja segja skilið við Reykhólasveit og verða hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur finnst hérna í Flatey að við eigum allar samgöngur okkar undir Stykkishólmi, læknisþjónustu, verslun og svona. Við eigum ekki hljómgrunn með þeim þarna uppfrá lengur,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, um leið og hann bendir í átt til Reykhóla. Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms, sem tók vel í það og sendi það áfram til Reykhólahrepps og innanríkisráðuneytis. Það hefur hins vegar gengið hægt að þoka málinu áfram. Ráðamenn Reykhólahrepps sigldu út í Flatey í vor og ræddu málið við íbúana. „Hreppsnefndin kom hingað og ræddi við okkur. En ég held þeir hafi engan áhuga fyrir að sleppa okkur,“ segir Magnús. Og það staðfestir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, og segir hreppinn vilja halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hún segir hreppinn ekki hafa fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, - það hafi verið sent Stykkishólmi, - og því sjái Reykhólahreppur ekki ástæðu til að svara því. Magnús bendir hins vegar á að Reykhólamenn séu í sameiningarhugleiðingum við Dalabyggð og Strandabyggð. Hann segir að það sé glatað mál ef stjórnsýslan færist enn lengra burt, eins og á Hólmavík. Þeir vilji Stykkishólm. Undir Flateyjarhrepp heyrðu flestar helstu eyjar á norðanverðum Breiðafirði, þar á meðal Svefneyjar, Skáleyjar, Hergilsey, Hvallátur og Sviðnur. Reykhólahreppur Stykkishólmur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Allir íbúar Flateyjar á Breiðafirði hafa óskað eftir því að stjórnsýsla eyjunnar verði færð frá Vestfjörðum yfir á Snæfellsnes og að hún verði hluti af Stykkishólmsbæ. Reykhólahreppur neitar hins vegar að sleppa Flatey. Flatey er eina eyjan á Breiðafirði sem nú er með fasta búsetu allt árið en þótt hún sé hluti Reykhólahrepps liggja einu samgöngurnar um Stykkishólm og Brjánslæk, með ferjunni Baldri, sem jafnan kemur við í Flatey í ferðum sínum yfir Breiðafjörð. Fyrir rúmri öld bjuggu yfir 400 manns í Flateyjarhreppi, þar af yfir tvöhundruð í sjálfri Flatey, en í dag eru aðeins sjö íbúar með lögheimili í eynni. Yfir sumartímann dvelja þó að jafnaði yfir eitthundrað manns í Flatey í 35 húsum, sem teljast íbúðarhæf.Frá Flatey á Breiðafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flateyjarhreppur var sjálfstætt sveitarfélag fram til ársins 1987 þegar hann sameinaðist Reykhólahreppi. En nú vilja Flateyingar breyta til. Þeir vilja segja skilið við Reykhólasveit og verða hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur finnst hérna í Flatey að við eigum allar samgöngur okkar undir Stykkishólmi, læknisþjónustu, verslun og svona. Við eigum ekki hljómgrunn með þeim þarna uppfrá lengur,“ segir Magnús Jónsson, bóndi í Flatey, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, um leið og hann bendir í átt til Reykhóla. Flateyingar sendu erindi í fyrravetur til bæjarráðs Stykkishólms, sem tók vel í það og sendi það áfram til Reykhólahrepps og innanríkisráðuneytis. Það hefur hins vegar gengið hægt að þoka málinu áfram. Ráðamenn Reykhólahrepps sigldu út í Flatey í vor og ræddu málið við íbúana. „Hreppsnefndin kom hingað og ræddi við okkur. En ég held þeir hafi engan áhuga fyrir að sleppa okkur,“ segir Magnús. Og það staðfestir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, og segir hreppinn vilja halda Flatey, meðal annars vegna sögulegra tengsla. Hún segir hreppinn ekki hafa fengið formlegt erindi frá íbúum Flateyjar, - það hafi verið sent Stykkishólmi, - og því sjái Reykhólahreppur ekki ástæðu til að svara því. Magnús bendir hins vegar á að Reykhólamenn séu í sameiningarhugleiðingum við Dalabyggð og Strandabyggð. Hann segir að það sé glatað mál ef stjórnsýslan færist enn lengra burt, eins og á Hólmavík. Þeir vilji Stykkishólm. Undir Flateyjarhrepp heyrðu flestar helstu eyjar á norðanverðum Breiðafirði, þar á meðal Svefneyjar, Skáleyjar, Hergilsey, Hvallátur og Sviðnur.
Reykhólahreppur Stykkishólmur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira