Pólitísk óvissa í Grikklandi og stjórnarflokkurinn klofinn Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2015 19:51 Pólitísk óvissa ríkir í Grikklandi eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra sagði af sér á fimmtudag og boðaði til þingkosninga í næsta mánuði. Þingmenn í vinstri armi flokksins hafa nú stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Flokkur Alexis Tsipras forsætisráðherra var stofnaður árið 2004 sem bandalag smáflokka til vinstri í grískum stjórnmálum. Flokkurinn vann sigur í síðustu þingkosningum í janúar á þessu ári með loforðum um að taka á gríðarlegum skuldavanda Grikkja án þess að ganga að ítrustu og íþyngjandi skilyrðum lánadrottna. Síðan þá hefur stjórn Tsipras þurft að ganga að flestum þeirra skilyrða sem Seðlabanki Evrópu, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem lánapakka Evrópu var hafnað. Tæplega þriðjungur þingmanna flokksins yst á vinstri vængnum tilkynntu í gær að þeir hafi stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Sameiningarflokk alþýðu eða Alþýðubandalag. En þessir þingmenn og nokkrir ráðherrar studdu ekki nauðsynleg frumvörp síns eigin flokks á gríska þinginu í sumar í tengslum við lánapakkann. Þeirra á meðal var Panagiotis Lafazanis fyrrverandi orkumálaráðherra sem leiðir hinn nýja klofningsflokk. Þrátt fyrir allt nýtur Tsipras enn mikils stuðnings meðal almennings og fyrirsagnir dagblaðanna segja hann standa einan á móti öllum öðrum sem vilji draga mál á langinn. Talið er líklegt að kosið verði hinn 20. september sem verða þriðju þingkosningarnar í Grikklandi á þremur árum. Grikkland Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Pólitísk óvissa ríkir í Grikklandi eftir að Alexis Tsipras forsætisráðherra sagði af sér á fimmtudag og boðaði til þingkosninga í næsta mánuði. Þingmenn í vinstri armi flokksins hafa nú stofnað nýjan stjórnmálaflokk. Flokkur Alexis Tsipras forsætisráðherra var stofnaður árið 2004 sem bandalag smáflokka til vinstri í grískum stjórnmálum. Flokkurinn vann sigur í síðustu þingkosningum í janúar á þessu ári með loforðum um að taka á gríðarlegum skuldavanda Grikkja án þess að ganga að ítrustu og íþyngjandi skilyrðum lánadrottna. Síðan þá hefur stjórn Tsipras þurft að ganga að flestum þeirra skilyrða sem Seðlabanki Evrópu, Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett, þrátt fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem lánapakka Evrópu var hafnað. Tæplega þriðjungur þingmanna flokksins yst á vinstri vængnum tilkynntu í gær að þeir hafi stofnað nýjan stjórnmálaflokk, Sameiningarflokk alþýðu eða Alþýðubandalag. En þessir þingmenn og nokkrir ráðherrar studdu ekki nauðsynleg frumvörp síns eigin flokks á gríska þinginu í sumar í tengslum við lánapakkann. Þeirra á meðal var Panagiotis Lafazanis fyrrverandi orkumálaráðherra sem leiðir hinn nýja klofningsflokk. Þrátt fyrir allt nýtur Tsipras enn mikils stuðnings meðal almennings og fyrirsagnir dagblaðanna segja hann standa einan á móti öllum öðrum sem vilji draga mál á langinn. Talið er líklegt að kosið verði hinn 20. september sem verða þriðju þingkosningarnar í Grikklandi á þremur árum.
Grikkland Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira