Sigríður Björk: Ekki óeðlilegt að sé tekist á innan lögreglunnar Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 23. ágúst 2015 11:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi Sigríður meðal annars aðkomu sína að lekamálinu og breyttar áherslur í kynferðisbrotamálum. Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Nokkuð hefur verið fjallað um valdatafl innan lögreglunnar, eftir að Stefán Eiríksson lét af embætti sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk tók við. Það er, að óánægju gæti innan lögreglunnar eftir hrókeringar þær sem hafa átt sér stað með stöðubreytingum. Er það eitthvað sem þú hefur upplifað? „Nei, ég upplifi lögregluna sem eitt lið. Ég reyni að gera mitt besta til að öllum líði vel í vinnunni og við náum árangri fyrir skattfé til að þjónustan sé sem best, það er það sem ég horfi á og reyni að líta á okkur sem farveg fyrir verkefnin. Þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Heldur bara að við náum að halda utan um allt sem til okkar kemur og reyna að klára það sem best,” segir Sigríður og bætir við:„Það verður að segjast eins og er að það hefur verið þannig að það er töluverður sparnaður og við finnum fyrir honum. Þess vegna höfum við ekki val, við verðum að breyta. Breytingar eru miserfiðar fyrir fólk, yfirleitt mjög erfiðar. Sérstaklega þar sem búið er að breyta miklu, oft áður. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi, í raun væri annað óeðlilegt. Í mínum huga er þetta mjög einfalt. Við erum eitt lið og ein lögregla. Það gengur þvert yfir umdæmi.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi Sigríður meðal annars aðkomu sína að lekamálinu og breyttar áherslur í kynferðisbrotamálum. Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að ofan. Nokkuð hefur verið fjallað um valdatafl innan lögreglunnar, eftir að Stefán Eiríksson lét af embætti sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk tók við. Það er, að óánægju gæti innan lögreglunnar eftir hrókeringar þær sem hafa átt sér stað með stöðubreytingum. Er það eitthvað sem þú hefur upplifað? „Nei, ég upplifi lögregluna sem eitt lið. Ég reyni að gera mitt besta til að öllum líði vel í vinnunni og við náum árangri fyrir skattfé til að þjónustan sé sem best, það er það sem ég horfi á og reyni að líta á okkur sem farveg fyrir verkefnin. Þetta snýst ekki um persónur og leikendur. Heldur bara að við náum að halda utan um allt sem til okkar kemur og reyna að klára það sem best,” segir Sigríður og bætir við:„Það verður að segjast eins og er að það hefur verið þannig að það er töluverður sparnaður og við finnum fyrir honum. Þess vegna höfum við ekki val, við verðum að breyta. Breytingar eru miserfiðar fyrir fólk, yfirleitt mjög erfiðar. Sérstaklega þar sem búið er að breyta miklu, oft áður. Þannig að ég held að það sé ekki óeðlilegt að það sé tekist á í slíku umhverfi, í raun væri annað óeðlilegt. Í mínum huga er þetta mjög einfalt. Við erum eitt lið og ein lögregla. Það gengur þvert yfir umdæmi.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira