Njósnarinn, prinsinn og hið helvíska sæluríki Illugi Jökulsson skrifar 23. ágúst 2015 10:00 Þræll tekinn af lífi í Súrínam með því að hengja hann upp með krókum gegnum rifin. Aphra hét kona ein, bar lengst af nafnið Behn, og var rammlega bresk að uppruna þótt nafnið kunni að virðast jafnvel svolítið austurlenskt. En um uppruna hennar er að öðru leyti harla fátt vitað með vissu, hún var fædd um 1640, kannski var pabbi hennar rakari, kannski ekki, líklega fór hún í langa siglingu til Suður-Ameríku um tvítugsaldur, kannski gekk hún í hjónaband með þýskum kaupmanni, kannski var hún kaþólsk. Ekkert af þessu er á hreinu og Aphra Behn virðist hafa gert meðvitaða og markvissa tilraun til að þurrka út fortíð sína eða öllu heldur flækja hana í frumskógi mótsagnakenndra sögusagna. Og það er á sinn hátt til marks um tilhneigingu hennar til að fela fortíðina að það fyrsta sem við vitum um hana með vissu er að hún gerðist njósnari, en sú starfsgrein byggir náttúrlega á blekkingum og tvöfeldni. Árið 1660 komst til valda á Bretlandi kóngurinn Karl II, þá voru 11 ár síðan faðir hans var afhausaður í uppreisn sem oft er kennd við Oliver Cromwell. Nú var Cromwell dauður og Bretar sáu ekki annað ráð en kalla Karl II til ríkis. En hann átti fjölmarga andstæðinga og útlagar söfnuðust til dæmis mjög saman í Hollandi. Aphra Behn virðist hafa gengið í þjónustu kóngs, þótt sagnir hermi að hún hafi þó fyrst og fremst verið stuðningsmaður yngri bróður hans, Jakobs, hertoga af Jórvík. Þeir bræður eða menn á þeirra vegum sendu nú Öphru Behn til Hollands þar sem hún skyldi njósna um fjendur þeirra. Því miður er náttúrlega flest á huldu um njósnastörf Öphru, nema hvað Karl II virðist hafa neitað að borga laun hennar og risnu, enda þurfti hann að nota hverja krónu í bruðlið sem hann bjó sjálfum sér, og eftir nokkur misseri hrökklaðist njósnarinn Aphra heim til London og þurfti nú að finna sér eitthvað til viðurværis.Leikritaskáld Og þá fór hún að skrifa. Aphra Behn gerðist á skömmum tíma afkastamikill rithöfundur, hún skrifaði næstu 20 árin um það bil eitt leikrit á ári, þetta voru fyrst og fremst gamanleikir, enda var Aphra orðsnjöll og fyndin og gefin fyrir flækjur og blekkingarleiki, og á sínum tíma skipuðu þessi verk henni í fremstu röð leikritahöfunda á Bretlandi. Nú eru þau sjaldan eða aldrei leikin, en staða Öphru Behn í breskri bókmenntasögu er þó trygg, hún var ein allra fyrsta konan sem fékk lifað af ritstörfum, og burtséð frá því hvort verk hennar séu við hæfi nútímafólks, þá er ljóst að hún var engu síðri höfundur en samtímamenn hennar af karlkyni. Því miður dugði það henni ekki til að verða rík og þegar hún andaðist laust fyrir fimmtugt átti hún í mesta basli með að láta enda ná saman. Merkileg kona, Aphra Behn, sem sagt, en af hverju er ég að fjalla um hana í grein sem á að heita framhald flækjusögunnar fyrir viku, þegar ég fjallaði um tvær nýlendur Evrópuríkja í Ameríku á 17. öld – hina hollensku Nýju Amsterdam í Norður-Ameríku og hið breska Willoughbyland í Suður-Ameríku? Jú, ekki verður betur séð en Aphra Behn hafi öllum öðrum betur lýst þeim hryllingi sem hvolfdist yfir þá síðarnefndu eftir nokkuð skrautlegt upphaf. Landnemar í Willoughbylandi höfðu ekki mætt þeirri náttúruparadís sem auglýsingaskrum Willoughbys baróns hafði lofað þeim, en þeir höfðu þó á endanum komið sér þokkalega fyrir og reyndu að koma á umburðarlyndu samfélagi þar sem trúarkrytur og innbyrðis sundrung gamla heimsins skyldu huslaðar utangarðs. En allar vonir um að skapa mætti gott samfélag í Willoughbylandi fóru fyrir bí þegar skip kom þar að landi árið 1663, rúmum áratug eftir stofnun nýlendunnar. Skipið var eign félags sem kóngurinn Karl II stóð fyrir og átti að fjármagna enn meira bruðl hans við hirðlífið í London með því að selja svarta þræla frá Afríku til nýlendubúa í Ameríkunum báðum.Aphra BehnMótsagnir hugsjónamannsins Willoughby barón sjálfur áttaði sig ekki á þeirri mótsögn að ætla sér að byggja réttlátt samfélag á þrælkun meðbræðra sinna og systra. Hann tók þátt í þrælaversluninni með kónginum og öðru stórmenni. Og sú verslun með manneskjur og sú meðferð á hinum afrísku þrælum sem henni fylgdi gerðu Willoughbyland á skammri stundu að sannkölluðu helvíti á jörð. Þó skömm sé frá að segja tóku landnemarnir fegins hendi því tækifæri að geta sjálfir lagt af mesta stritið en pínt Afríkumenn til að erfiða fyrir sig, dugnaður þeirra sjálfra og atorkusemi hurfu eins og dögg í hinni öflugu sól Willoughbylands og þrælahaldararnir í hinu meinta fullkomna samfélagi fóru brátt að sýna af sér ólýsanlega grimmd í garð þrælanna. Og hér kemur Aphra Behn aftur til sögunnar. Hún var sem fyrr segir líklega á ferð í Suður-Ameríku einmitt um það leyti sem þrælahaldið var að festa rætur í Willoughbylandi og talið er nokkuð víst að hún hafi þá heimsótt „sæluríki“ Willoughbys. Og þar heyrði hún sögu afrísks þræls sem varð henni rétt undir ævilokin efni í bók sem nú er um það bil ein allra hennar verka enn þá lesin. Það er skáldsagan Oroonoko þar sem segir frá afrískum prins sem þrælakaupmenn í Afríku handsama og selja Evrópumönnum, prinsinn Oroonoko er svo fluttur vestur um haf þar sem hann er svívirtur, niðurlægður og kúgaður, hann reynir að gera uppreisn en hún mistekst og aftur er hann svívirtur á alla lund, loks er hann tekinn af lífi eftir ægilegar pyntingar. Enginn vafi er á að í lýsingum á hinum hræðilega aðbúnaði þrælanna og Oroonokos studdist Aphra við raunverulegar lýsingar, ef ekki beinlínis það sem hún hafði sjálf séð meðan hún hafði viðdvöl í Willoughbylandi. Hinir innfæddu Indíánar voru ýmist dauðir úr pestum eða flúnir á braut úr „sæluríkinu“ en það átti nú fyrir Afríkumönnum að liggja að þræla þar fjarri heimahögum.Karl IIGrimmileg myrkraverk Þar eð bók Öphru Behn er hörð fordæming á því hvernig menn leyfa sér að fara með þræla, þá kemur kannski á óvart að hún var í rauninni ekki andsnúin þrælahaldi í sjálfu sér. Þótt eiginlegt þrælahald væri aflagt í Vestur-Evrópu taldi jafnvel menntað fólk fyllilega leyfilegt að þræla íbúa „frumstæðra“ landa – og Evrópumenn sem þurftu að réttlæta þrælahald gátu jafnan vitnað til þess að „Tyrkir“ hikuðu ekki við að ræna fólki í Evrópu og hneppa í þrældóm, samanber Tyrkjaránið á Íslandi 1627. En það er í takt við aðrar mótsagnir sem einkenndu þessa hörmungarsögu alla. Baróninum Willoughby var áreiðanlega alvara þegar hann ætlaði að stofna griðastað þar sem fólk þurfti ekki að kveljast vegna trúarbragðadeilna og misklíðar um tittlingaskít, en sjálfur sá hann ekkert athugavert við að flytja inn þræla til að létta nýlendubúum lífið. Og tók þátt í eða horfði altént framhjá grimmilegum myrkraverkum sem unnin voru á þrælunum, líkt og prinsinum Oroonoko, og Aphra Behn lýsti svo sorglega vel. Sjálfur lifði baróninn ekki að sjá sæluríkið endanlega færast niður á stig helvítis á jörðu, hann fórst í ofviðri á sjó árið 1666. Ári seinna breyttist allt, og þó ekkert. Í stríði Hollendinga og Breta tóku hollenskir Willoughbyland, en Bretar hirtu hins vegar Nýju Amsterdam í Norður-Ameríku. Og við friðarsamninga var ákveðið að hvorir héldu sínu. Bretar skírðu sinn feng eftir hertoganum af Jórvík, sem Aphra okkar Behn dáðist svo að, og heitir þar síðan New York. En Hollendingar vörpuðu fyrir róða nafni hins misvitra hugsjónamanns Willoughbys og kölluðu þrælanýlendu sína eftirleiðis Súrínam. Og fyrir þrælana var helvíti þá fyrst að ganga í garð. Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
Aphra hét kona ein, bar lengst af nafnið Behn, og var rammlega bresk að uppruna þótt nafnið kunni að virðast jafnvel svolítið austurlenskt. En um uppruna hennar er að öðru leyti harla fátt vitað með vissu, hún var fædd um 1640, kannski var pabbi hennar rakari, kannski ekki, líklega fór hún í langa siglingu til Suður-Ameríku um tvítugsaldur, kannski gekk hún í hjónaband með þýskum kaupmanni, kannski var hún kaþólsk. Ekkert af þessu er á hreinu og Aphra Behn virðist hafa gert meðvitaða og markvissa tilraun til að þurrka út fortíð sína eða öllu heldur flækja hana í frumskógi mótsagnakenndra sögusagna. Og það er á sinn hátt til marks um tilhneigingu hennar til að fela fortíðina að það fyrsta sem við vitum um hana með vissu er að hún gerðist njósnari, en sú starfsgrein byggir náttúrlega á blekkingum og tvöfeldni. Árið 1660 komst til valda á Bretlandi kóngurinn Karl II, þá voru 11 ár síðan faðir hans var afhausaður í uppreisn sem oft er kennd við Oliver Cromwell. Nú var Cromwell dauður og Bretar sáu ekki annað ráð en kalla Karl II til ríkis. En hann átti fjölmarga andstæðinga og útlagar söfnuðust til dæmis mjög saman í Hollandi. Aphra Behn virðist hafa gengið í þjónustu kóngs, þótt sagnir hermi að hún hafi þó fyrst og fremst verið stuðningsmaður yngri bróður hans, Jakobs, hertoga af Jórvík. Þeir bræður eða menn á þeirra vegum sendu nú Öphru Behn til Hollands þar sem hún skyldi njósna um fjendur þeirra. Því miður er náttúrlega flest á huldu um njósnastörf Öphru, nema hvað Karl II virðist hafa neitað að borga laun hennar og risnu, enda þurfti hann að nota hverja krónu í bruðlið sem hann bjó sjálfum sér, og eftir nokkur misseri hrökklaðist njósnarinn Aphra heim til London og þurfti nú að finna sér eitthvað til viðurværis.Leikritaskáld Og þá fór hún að skrifa. Aphra Behn gerðist á skömmum tíma afkastamikill rithöfundur, hún skrifaði næstu 20 árin um það bil eitt leikrit á ári, þetta voru fyrst og fremst gamanleikir, enda var Aphra orðsnjöll og fyndin og gefin fyrir flækjur og blekkingarleiki, og á sínum tíma skipuðu þessi verk henni í fremstu röð leikritahöfunda á Bretlandi. Nú eru þau sjaldan eða aldrei leikin, en staða Öphru Behn í breskri bókmenntasögu er þó trygg, hún var ein allra fyrsta konan sem fékk lifað af ritstörfum, og burtséð frá því hvort verk hennar séu við hæfi nútímafólks, þá er ljóst að hún var engu síðri höfundur en samtímamenn hennar af karlkyni. Því miður dugði það henni ekki til að verða rík og þegar hún andaðist laust fyrir fimmtugt átti hún í mesta basli með að láta enda ná saman. Merkileg kona, Aphra Behn, sem sagt, en af hverju er ég að fjalla um hana í grein sem á að heita framhald flækjusögunnar fyrir viku, þegar ég fjallaði um tvær nýlendur Evrópuríkja í Ameríku á 17. öld – hina hollensku Nýju Amsterdam í Norður-Ameríku og hið breska Willoughbyland í Suður-Ameríku? Jú, ekki verður betur séð en Aphra Behn hafi öllum öðrum betur lýst þeim hryllingi sem hvolfdist yfir þá síðarnefndu eftir nokkuð skrautlegt upphaf. Landnemar í Willoughbylandi höfðu ekki mætt þeirri náttúruparadís sem auglýsingaskrum Willoughbys baróns hafði lofað þeim, en þeir höfðu þó á endanum komið sér þokkalega fyrir og reyndu að koma á umburðarlyndu samfélagi þar sem trúarkrytur og innbyrðis sundrung gamla heimsins skyldu huslaðar utangarðs. En allar vonir um að skapa mætti gott samfélag í Willoughbylandi fóru fyrir bí þegar skip kom þar að landi árið 1663, rúmum áratug eftir stofnun nýlendunnar. Skipið var eign félags sem kóngurinn Karl II stóð fyrir og átti að fjármagna enn meira bruðl hans við hirðlífið í London með því að selja svarta þræla frá Afríku til nýlendubúa í Ameríkunum báðum.Aphra BehnMótsagnir hugsjónamannsins Willoughby barón sjálfur áttaði sig ekki á þeirri mótsögn að ætla sér að byggja réttlátt samfélag á þrælkun meðbræðra sinna og systra. Hann tók þátt í þrælaversluninni með kónginum og öðru stórmenni. Og sú verslun með manneskjur og sú meðferð á hinum afrísku þrælum sem henni fylgdi gerðu Willoughbyland á skammri stundu að sannkölluðu helvíti á jörð. Þó skömm sé frá að segja tóku landnemarnir fegins hendi því tækifæri að geta sjálfir lagt af mesta stritið en pínt Afríkumenn til að erfiða fyrir sig, dugnaður þeirra sjálfra og atorkusemi hurfu eins og dögg í hinni öflugu sól Willoughbylands og þrælahaldararnir í hinu meinta fullkomna samfélagi fóru brátt að sýna af sér ólýsanlega grimmd í garð þrælanna. Og hér kemur Aphra Behn aftur til sögunnar. Hún var sem fyrr segir líklega á ferð í Suður-Ameríku einmitt um það leyti sem þrælahaldið var að festa rætur í Willoughbylandi og talið er nokkuð víst að hún hafi þá heimsótt „sæluríki“ Willoughbys. Og þar heyrði hún sögu afrísks þræls sem varð henni rétt undir ævilokin efni í bók sem nú er um það bil ein allra hennar verka enn þá lesin. Það er skáldsagan Oroonoko þar sem segir frá afrískum prins sem þrælakaupmenn í Afríku handsama og selja Evrópumönnum, prinsinn Oroonoko er svo fluttur vestur um haf þar sem hann er svívirtur, niðurlægður og kúgaður, hann reynir að gera uppreisn en hún mistekst og aftur er hann svívirtur á alla lund, loks er hann tekinn af lífi eftir ægilegar pyntingar. Enginn vafi er á að í lýsingum á hinum hræðilega aðbúnaði þrælanna og Oroonokos studdist Aphra við raunverulegar lýsingar, ef ekki beinlínis það sem hún hafði sjálf séð meðan hún hafði viðdvöl í Willoughbylandi. Hinir innfæddu Indíánar voru ýmist dauðir úr pestum eða flúnir á braut úr „sæluríkinu“ en það átti nú fyrir Afríkumönnum að liggja að þræla þar fjarri heimahögum.Karl IIGrimmileg myrkraverk Þar eð bók Öphru Behn er hörð fordæming á því hvernig menn leyfa sér að fara með þræla, þá kemur kannski á óvart að hún var í rauninni ekki andsnúin þrælahaldi í sjálfu sér. Þótt eiginlegt þrælahald væri aflagt í Vestur-Evrópu taldi jafnvel menntað fólk fyllilega leyfilegt að þræla íbúa „frumstæðra“ landa – og Evrópumenn sem þurftu að réttlæta þrælahald gátu jafnan vitnað til þess að „Tyrkir“ hikuðu ekki við að ræna fólki í Evrópu og hneppa í þrældóm, samanber Tyrkjaránið á Íslandi 1627. En það er í takt við aðrar mótsagnir sem einkenndu þessa hörmungarsögu alla. Baróninum Willoughby var áreiðanlega alvara þegar hann ætlaði að stofna griðastað þar sem fólk þurfti ekki að kveljast vegna trúarbragðadeilna og misklíðar um tittlingaskít, en sjálfur sá hann ekkert athugavert við að flytja inn þræla til að létta nýlendubúum lífið. Og tók þátt í eða horfði altént framhjá grimmilegum myrkraverkum sem unnin voru á þrælunum, líkt og prinsinum Oroonoko, og Aphra Behn lýsti svo sorglega vel. Sjálfur lifði baróninn ekki að sjá sæluríkið endanlega færast niður á stig helvítis á jörðu, hann fórst í ofviðri á sjó árið 1666. Ári seinna breyttist allt, og þó ekkert. Í stríði Hollendinga og Breta tóku hollenskir Willoughbyland, en Bretar hirtu hins vegar Nýju Amsterdam í Norður-Ameríku. Og við friðarsamninga var ákveðið að hvorir héldu sínu. Bretar skírðu sinn feng eftir hertoganum af Jórvík, sem Aphra okkar Behn dáðist svo að, og heitir þar síðan New York. En Hollendingar vörpuðu fyrir róða nafni hins misvitra hugsjónamanns Willoughbys og kölluðu þrælanýlendu sína eftirleiðis Súrínam. Og fyrir þrælana var helvíti þá fyrst að ganga í garð.
Flækjusaga Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira