Lagið má nú heyra í glænýrri auglýsingu Orkusölunnar, en auglýsingin var tæpt ár í vinnslu sökum þess að íslenska veðrið var ekki að gera gott mót og mikil eftirvinnsla tók svo við eftir að tökum lauk. Auglýsingin er úr smiðju Brandenburg og það var Guðjón Jónsson sem leikstýrði henni í samstarfi við Sagafilm.
Lagið Stanslaust stuð var samið fyrir fyrstu sólóplötu Páls Óskars sem hét einfaldlega Stuð.
„Þarna vissi ég mæta vel að ég vildi verða Donna Summer þegar ég yrði stór en mig vantaði Giorgio Moroder inn í jöfnuna. Hann fann ég í þeim Jóhanni og Sigurjóni þegar ég hitti þá í New York og úr varð meðal annars þetta lag sem ég enn þann dag í dag kemst ekki undan að syngja þegar ég kem fram,“ segir Páll Óskar.