Næst á dagskrá er að tækla kynferðisbrotin Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 21. ágúst 2015 07:00 „Það getur ekki verið eðlilegt að við sjáum það í fjölmiðlum að þessi mörgu brot séu framin og þau komi ekki til kasta lögreglu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, en hún var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sigríður vísar með þessum orðum til kynferðisbrota, sem hafa verið mikið í kastljósi fjölmiðla í kjölfar Beauty-Tips byltingarinnar og aukinnar umræðu og vitundar í samfélaginu. Sigríður Björk tók við embætti lögreglustjóra fyrir tæpu ári og hefur látið til sín taka á þeim tíma. Hún réðst í átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Næst á dagskrá er að tækla kynferðisbrotin. Hvers vegna enda svo fá kynferðisbrot á borði lögreglu? „Við hljótum að þurfa að breyta því. Það er ljóst að því fyrr sem lögregla kemst inn í mál, því líklegra er að við getum tryggt sönnun og málin geti farið áfram fyrir dóm,“ segir hún en hluti af því yrði þá að skilgreina betur þann málaflokk sem kynferðisbrotadeildin vinnur að. Deildin er með fleiri verkefni, mannslát, alvarleg ofbeldisverk auk kynferðisbrota. „Við viljum reyna að gera kynferðisbrotadeildina eins og hún var upprunalega hugsuð, sem kynferðisbrotadeild. Og hlúa þá að þeim starfsmönnum þar og reyna að nálgast málin öðruvísi með samstarfi við Stígamót, félagsmálakerfið, jafnvel sjúkrahúsin.“Erfitt að tryggja sönnun Aðkoma lögreglu að kynferðismálum hefur stundum legið undir ámæli. Er það af því að þolendur eru konur, gerendur karlar og þeir sem fara með rannsóknina oftast karlar? „Ég held að það sé alls ekki þannig. Við höfum margar konur sem rannsaka kynferðisbrot. Þessi mál eru tekin föstum tökum og tekin alvarlega. En eins og með heimilisofbeldið, þá eru kannski bara tveir til frásagnar um það sem gerðist. Það þarf að tryggja sönnun og stuðning. Það getur verið að það sé ekkert árennilegt að koma til okkar að kæra á Hverfisgötunni, kannski þurfum við að laga það. En það er mjög mikið af góðu fólki í lögreglunni sem er að gera vel í þessu. Vandinn er sá að við eigum erfitt með að tjá okkur um þau mál sem við höfum til rannsóknar. Við getum ekki útskýrt hvað það er sem verður til þess að málið nær ekki fram að ganga. Þetta er ekki einfalt og ég vildi að ég ætti öll svör. Ég held hins vegar að þegar við leggjumst öll á eitt séu svörin þar,“ segir Sigríður Björk.Er hún þá að tala um að fara svipaða leið og í heimilisofbeldismálunum? „Ég hef trú á þeirri nálgun, að allir setjist niður og reyni saman að komast að niðurstöðu. Reynum að gera hlutina öðruvísi, hver geri sitt. Það er ljóst að það þarf að styðja þolendur. Er það eitthvað sem lögregla á að gera? Ég held til dæmis að við ættum að hafa félagsráðgjafa innanhúss, sem gæti stutt og gefið upplýsingar og haft þau úrræði sem þyrfti. Við erum ekki komin þangað. En þetta er vinna sem er að byrja,“ segir hún.Fletja út skipuritið Það eru ýmsar breytingar í farvatninu hjá lögreglunni sem stendur til að ráðast í á haustmánuðum. Sigríður segir eitt vandamálanna vera hversu langar boðleiðir eru innan lögreglunnar, þær þurfi að stytta. „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“ Mikil áhersla var lögð á heimilisofbeldismálin um áramótin og hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur þau. Fyrirmyndin var vinna sem farið var í á Suðurnesjum þegar Sigríður gegndi embætti lögreglustjóra þar. Það reyndist vel, tilkynntum málum fjölgaði. „Við breyttum allri nálgun. Við byrjuðum að undirbúa það á haustmánuðum hér á höfuðborgarsvæðinu, það þurfti að breyta verkferlum, mennta fólk, breyta skráningu og ná samkomulagi við sveitarfélögin, svo kom þetta til framkvæmda í kringum áramótin. Það var ýmislegt sem breyttist,“ útskýrir Sigríður Björk sem hóf að velta fyrir sér hvernig lögreglan gæti betur sinnt málaflokknum þegar hún sat í embætti á Suðurnesjum, starfi sem hún sinnti frá 2009 til 2014.Lögreglan kafar dýpra „Við sáum að það voru fá mál sem komust fyrir dóm, mikið af þeim felldum við niður sökum skorts á sönnunum eða töldum málin ekki nægilega líkleg til sakfellingar þannig að það var ekki ákært. Við sáum að það vantaði eftirfylgni af okkar hálfu og betri rannsókn strax. Við fórum kannski á staðinn út af tilkynningu, hávaðaútkalli og gerðum okkar fyrstu verk. Tryggðum ástandið, jafnvel fjarlægðum einhvern af heimilinu og settum í klefa ef um það var að ræða. Síðan ætluðum við að fara að rannsaka málið einhverjum dögum síðar. Þá var orðið erfitt að afla sannana, orðin allt önnur staða á heimilinu.“ Nú fer lögreglan dýpra inn í málið strax, er á vettvangi og tryggir sönnun eins og hægt er. „Það var ekki gert með sama hætti og nú.“ En það er fleira sem er gert öðruvísi í þessum efnum. Farið er inn á heimilin og fólki kynnt þau úrræði sem í boði eru. „Til dæmis Karlar til ábyrgðar sem veita gerendum af báðum kynjum aðstoð, kynna úrræði um nálgunarbann. Það er gert hættumat. Það getur verið um alvarlega verknaði að ræða, við höfum séð mannslát af völdum heimilisofbeldis. Síðan er farið í eftirfylgni eftir útkallið, kannski viku síðar, til að kanna ástandið á heimilinu.“ Breytingin á nálguninni fólst annars vegar í öðruvísi meðferð hjá lögreglu en líka með samstarfi við sveitarfélögin. „Þau mæta með okkur í útkallið og eru þá að gæta hagsmuna þolenda og barna, fara með fólk á sjúkrahús eða tryggja aðstæður. Koma svo með í eftirfylgni svo fólk sé ekki skilið eitt eftir. Við fórum í það að meta það í hverju tilviki hvort þyrfti að grípa til einhverra úrræða, líkt og brottvísunar af heimili. Þetta er það sem við gerðum á Suðurnesjum og það reyndist vel. Það varð áhugi á þessu verkefni annars staðar.“Fólk kærir frekarHvað breyttist á Suðurnesjum? „Mjög margt. Málum fjölgaði mikið. Fengum miklu betri upplýsingar til þess að vinna með og greina. Markmið okkar var að fækka ítrekunarbrotum, þótt þetta hafi gerst einu sinni myndum við gera allt sem í okkar valdi stæði til að það gerðist ekki aftur. Málum fjölgaði fyrst. Það var ekki þannig að gjörningum væri að fjölga, heldur kærði fólk frekar – hafði trú á því að málin kæmust alla leið. Við sáum mikla aukningu á notkun þessara úrræða, nálgunarbanns og brottvísunar af heimili. Sem þýddi að það voru minni líkur á því að fólk væri að fara aftur inn í erfitt ástand því það þyrfti að gera það; annaðhvort til að komast heim til sín eða koma börnum í skólann. Við tókum gerandann af heimilinu, ekki þolendur og börn þurftu ekki að yfirgefa heimilið eins og áður. Síðan fór málum aðeins að fækka aftur og við erum að vona að þessum kúf hafi verið náð, en ég hef ekki fylgst með tölfræðinni á Suðurnesjum frá því að ég lauk þar störfum. Síðan varð mikil fjölgun á dómum. Það er sakfelling náðist fram, sem er ekki markmið í sjálfu sér, en það er mikilvægt að kerfið virki. Að ef refsiverð háttsemi sé framin, falli dómur.“Best að ná í lögguna á Facebook Í breytingunum verður lögreglustöðvum fækkað um eina. Stöð 1 og 5 verða sameinaðar. „Við ætlum að flytja lögreglustöðina á Grensási yfir á Hverfisgötuna, höldum Hafnarfirði, Kópavogi og Vínlandsleið en búum til öflugri miðbæjarstöð. Við erum þunnt smurð. Ástæðan er fjárhagsleg.“ Til stendur líka að bæta þjónustu við borgarana. „Nú höfum við þjónustuver sem tekur símtöl og svo er töluverð traffík í kringum samfélagsmiðlana. Það er í raun auðveldara að vinna með ábendingar sem koma í gegnum samfélagsmiðlana heldur en þær sem koma í gegnum síma. Í gegnum samfélagsmiðlana er auðveldara að koma skilaboðum áleiðis. Við ætlum að setja þetta undir sömu stjórn, svo það sé horft á þetta flæði öðruvísi og það skipti ekki máli hvaðan ábendingin kemur. Við erum að reyna að einfalda og stytta boðleiðir. Við erum svolítið eins og olíuskip, lengi að beygja.“Valdbeitingarhlutverkið er flókið Eins og áður segir er tæpt ár síðan Sigríður tók við embættinu. Hvernig hefur árið verið? „Annasamt. Ég hef kynnst miklu af góðu fólki, margt hefur gengið vel. Annað hefði mátt ganga betur, bara eins og alltaf þegar maður lítur yfir farinn veg. Maður vill alltaf gera betur í dag heldur en í gær.“ Sigríður er lögfræðimenntuð frá Háskóla Íslands, tók svo masterspróf í Evrópurétti í Svíþjóð. Eftir námið úti starfaði hún sem sýslumaður, lögreglustjóri og tollstjóri á Ísafirði. „Vorið 2006 fór ég til starfa hjá Ríkislögreglustjóra, fyrst til að setja á stofn greiningardeild og varð svo aðstoðarríkislögreglustjóri. Ég var þar í tvö ár og sótti svo um stöðu sem lögreglustjóri á Suðurnesjum.“ Þar hóf Sigríður störf árið 2009 og tók svo því embætti sem hún sinnir í dag síðastliðið haust. Löggæsluáhuginn kviknaði þegar hún var sýslumaður. „Ég fékk mikinn áhuga á löggæslu og hélt áfram að þróa það, fór í stjórnunarnám í Lögregluskólanum og svo í ár í evrópska lögregluskólann. Það er ákveðið flókið hlutverk sem lögreglan hefur, þetta valdbeitingarhlutverk, en við erum líka í þjónustu, þurfum að vera fyrirmyndir, búa til traust gagnvart þeim sem þurfa að leita til okkar á lífsleiðinni. Það er ekki einfalt að móta starf lögreglunnar og það er líka í mikilli þróun – með samfélaginu. Þannig að breytingar eru mjög örar. Fólk er orðið dálítið breytingaþreytt innan lögreglunnar, eins og gengur. En ég vona að með nýja skipuritinu sé kominn sá rammi sem við getum haldið áfram að byggja á og samt náð rekstrarlegum markmiðum. Við erum með halla frá fyrri tíð og erum að bæta í þessa dagana.“Hugsaði ekki um að hætta Mikið var rætt um aðkomu Sigríðar Bjarkar að lekamálinu svokallaða þegar málið náði hápunkti. Hvernig kom það við hana„Það er nú búið að fara í gegnum þetta af ýmsum yfirvöldum og meta mína aðkomu að því og ráðherra hefur lýst trausti á mig eftir þetta. Þannig að það er kannski fátt sem eftir á að segja í þessu máli,“ segir hún og heldur áfram: „En svona svo ég ítreki það, ég gaf mínu ráðuneyti upplýsingar, sólarhring eftir lekamálið, þannig var nú bara það."Hugsaðir þú um að hætta?„Nei, ég gerði það ekki. Enda erum við að vinna mikilvæg verk fyrir samfélagið og ég hef trú á þeim. Þannig að ég reyndi að vinna þau eins samviskusamlega og ég gat. Á einhverjum tímapunkti hætti ég að taka þátt í umræðunni bara til þess að hafa vinnufrið. Verkin biðu ekki. Fundirnir biðu ekki. Ég tel enn að það séu brýn verkefni sem þarf að sinna. Við erum að því og viljum gera betur. Fókusinn minn fór þangað, inn í mín verkefni og ég lét eftirlitsstofnunum eftir að sinna sínu hlutverki, sem þær gerðu. Ég gat lítið annað gert.“ Sigríður segir aðspurð að sér hafi ekki fundist fjölmiðlaumfjöllun um sig ósanngjörn. „Ég hafði skilning á því að fjölmiðlafólk og aðrir ráðgjafar voru að sinna sinni vinnu, en ég var líka að sinna minni vinnu. Mín vinna er fólgin í þjónustu við borgarana og að styðja verkefnin og það var margt sem þurfti að gera, með nýjum yfirmanni er margt sem þarf að gera. Ég var búin að lýsa því yfir að við ætluðum að breyta heimilisofbeldismálum, það er gríðarleg vinna. Það er ekki þannig að þú ákveðir einn daginn að nú ætlum við að gera þetta öðruvísi á morgun. Það þarf að undirbúa, skipuleggja, útvega fé, fræða og svo framvegis. Við vorum í þessu á sama tíma. En þetta ár hefur verið mjög lærdómsríkt. Ég verð að segja það.“Fréttablaðið/Ernir Löggæsla er ekkert einkamálHefurðu breytt samskiptum þínum við fjölmiðla eftir þetta? „Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir að vera í fjölmiðlum, segi ég í viðtali,“ segir Sigríður og skellir upp úr. „Ég er „introvert“. Ég hef enga þörf fyrir að vera í fjölmiðlum, en mér skilst að ég komist bara ekkert hjá því í þessu starfi og þess vegna er ég að reyna að laga mig að því. Ég held hins vegar að það sé ekkert alltaf endilega best að forstöðumaður svari fyrir allt, ég held að það sé bara mjög mikilvægt að fólkið sem er að vinna verkin og veit best eigi að koma fram og svara fyrir sín verk og fá að njóta þegar vel er gert. En hins vegar að við forstöðumenn tökum á okkur þegar er einhver ádeila eða slíkt. Ein af breytingunum í haust er að það verður settur á aðgerðahópur í Skógahlíð sem á að vera í samskiptum við fjölmiðla, þegar svo ber undir, af því að þeir eru með yfirsýn en eru samt ekki að stýra á vettvangi. Við erum að reyna að mæta þessu og viljum að sjálfsögðu eiga í sem bestum samskiptum við fjölmiðla. Við erum aftur að veita þjónustu fyrir almannafé. Það er ekki okkar einkamál hvernig við gerum hlutina. Það er líka það sem við erum að gera með styttri boðleiðum. Það eru engin leyndarmál. Það er ekki verið að taka ákvarðanir í reykfylltum herbergjum. Þetta eru yfirstjórnarfundir, það er allt rekjanlegt, við erum með verkefnin hengd upp á vegg og Lögreglufélagið er með í yfirstjórninni.“Skilja á milli saksóknar og rannsóknar Í komandi breytingum verður líka lögð aukin áhersla á að tækla netglæpi. Einfalda þarf kerfið og setja þessi mál í forgang. „Tæknivæðingin er að breyta samfélaginu mikið og aðferðum við glæpi. Við þurfum að mæta því. Við ætlum að setja annan aðstoðarlögreglustjóranna yfir það verkefni, því það er líka stuðningur á landsvísu, við hin embættin. Svona tækni- og tölvurannsóknir. Þetta er mikil gerjun.“Er þetta eins og maður ímyndar sér? 10 tölvunördar í kjallara að elta uppi þjófa á netinu?„Tölvu- og tæknirannsóknir. Ég vil ekki kalla okkar fólk en nörda en ég ætla ekkert að þykjast skilja allt sem mér er sagt, sko, það er bara þannig,“ segir Sigríður Björk og hlær. „Við erum með gott fólk sem situr yfir þessu.“ Einnig á að skilja að saksókn og rannsókn. „Það hefur verið sami yfirmaður yfir rannsóknardeild og ákærusviði. Við ætlum að búa til línu þar á milli. Tilgangurinn er að skilja á milli.“Fréttablaðið/ErnirEldri börnin viðkvæm fyrir umræðunni Sigríður segist sennilega hljóma leiðinlega, en segir áhugamálin sín aðallega fjölskylduna og starfið. „Það er bara þannig og hefur alltaf verið þannig. Ég hef aldrei fengið einhverjar dellur fyrir neinu. Ég var með bíladellu þegar ég var ung, og fyrsti bíllinn sem ég keyrði var eldrauð Corvetta, frá ’77. Nú keyri ég um á eldgömlum Volvo,“ segir hún og hlær. „Ég hef áhugamál en er ekki heltekin af neinu. Ég hef reynt að fara í golf, mér finnst það jafn skemmtilegt og að horfa á málningu þorna. En þetta hentar mér ekki. Barnahópurinn okkar er á mjög breiðum aldri, eitt á háskólaaldri, eitt sem er að byrja í framhaldsskóla og einn á leikskólaaldri. Þannig að það er líka í mörg horn að líta þar.“Hvernig finnst þeim að mamma þeirra sé lögreglustjóri?„Þeim finnst það bara alls ekkert merkilegt. Þau eru mjög pirruð á endalausri símanotkun og eldri börnin kannski dáldið viðkvæm fyrir umræðunni stundum. Ég hef verið að segja þeim, að þetta bara fylgir. Við verðum bara að horfa á stóru myndina og láta þetta ekki á okkur fá.“ Sigríður er náin fjölskyldu sinni. „Ég er einkabarn. Foreldrar mínir segja: Aldrei aftur. Ég segi að þetta hafi bara tekist svona vel!“ Sigríður hlær. „Þau voru bara sextán ára þegar þau áttu mig. En þau eru ennþá gift í dag.“Karllægur vinnustaðurHvernig var að stíga inn í þetta embætti? Er þetta karllægur vinnustaður? „Ég er búin að vera í þessum heimi dálítið lengi. Ef ég horfi út frá mér get ég ekki kvartað yfir því að hafa ekki fengið tækifæri vegna kynferðis, því ég hef fengið að spreyta mig á mörgum spennandi verkefnum og verið falin mikil ábyrgð. Hins vegar erum við með skýrslu Finnborgar Salóme um líðan á vinnustað og jafnréttismál hjá lögreglunni og það er alveg ljóst að við getum gert miklu, miklu betur,“ segir hún. „Mér gengur vel að vinna með báðum kynjum. En þetta er karllægur vinnustaður, maður finnur alveg þessi gildi. En kannski er ég orðin vön þessu. Það er allavega alveg ljóst að það þarf að styrkja konur í lögreglunni. Við missum þær dáldið út eftir barnsburð. Á Suðurnesjum vorum við komin með verkefni þar sem við skuldbundum okkur til að koma til móts við konur í allt að ár eftir barnsburð, þar sem þær gátu haft áhrif á starfsumhverfi sitt, til dæmis sloppið við vaktavinnu, minnkað starfshlutfall eða slíkt. Við munum reyna eitthvað slíkt hér. Ég hef áhuga á því að innleiða einhvers konar kynjaþættingu inn í ákvarðanatöku hjá okkur. Það er ýmislegt að gerast, ég sit líka í jafnréttisnefnd lögreglunnar og auðvitað sé ég það að það er margt sem þarf að gera.“ Þannig að konur eiga erfiðara uppdráttar? „Samkvæmt þessum rannsóknum, en það eru margar góðar konur sem hafa komist í ábyrgðarstöður. Hlutfallið er að aukast hægt og rólega í stöðuveitingum. Við vorum til dæmis eiginlega bara með konur í lögregluskólanum í fyrra.“ Hún telur kúltúrinn þó vera að breytast. „Ég held það. Og trúi því.“ Föstudagsviðtalið Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Það getur ekki verið eðlilegt að við sjáum það í fjölmiðlum að þessi mörgu brot séu framin og þau komi ekki til kasta lögreglu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, en hún var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sigríður vísar með þessum orðum til kynferðisbrota, sem hafa verið mikið í kastljósi fjölmiðla í kjölfar Beauty-Tips byltingarinnar og aukinnar umræðu og vitundar í samfélaginu. Sigríður Björk tók við embætti lögreglustjóra fyrir tæpu ári og hefur látið til sín taka á þeim tíma. Hún réðst í átak gegn heimilisofbeldi sem hefur gefið góða raun þar sem tilkynntum málum hefur fjölgað mikið, úr tuttugu málum í fimmtíu á mánuði. Næst á dagskrá er að tækla kynferðisbrotin. Hvers vegna enda svo fá kynferðisbrot á borði lögreglu? „Við hljótum að þurfa að breyta því. Það er ljóst að því fyrr sem lögregla kemst inn í mál, því líklegra er að við getum tryggt sönnun og málin geti farið áfram fyrir dóm,“ segir hún en hluti af því yrði þá að skilgreina betur þann málaflokk sem kynferðisbrotadeildin vinnur að. Deildin er með fleiri verkefni, mannslát, alvarleg ofbeldisverk auk kynferðisbrota. „Við viljum reyna að gera kynferðisbrotadeildina eins og hún var upprunalega hugsuð, sem kynferðisbrotadeild. Og hlúa þá að þeim starfsmönnum þar og reyna að nálgast málin öðruvísi með samstarfi við Stígamót, félagsmálakerfið, jafnvel sjúkrahúsin.“Erfitt að tryggja sönnun Aðkoma lögreglu að kynferðismálum hefur stundum legið undir ámæli. Er það af því að þolendur eru konur, gerendur karlar og þeir sem fara með rannsóknina oftast karlar? „Ég held að það sé alls ekki þannig. Við höfum margar konur sem rannsaka kynferðisbrot. Þessi mál eru tekin föstum tökum og tekin alvarlega. En eins og með heimilisofbeldið, þá eru kannski bara tveir til frásagnar um það sem gerðist. Það þarf að tryggja sönnun og stuðning. Það getur verið að það sé ekkert árennilegt að koma til okkar að kæra á Hverfisgötunni, kannski þurfum við að laga það. En það er mjög mikið af góðu fólki í lögreglunni sem er að gera vel í þessu. Vandinn er sá að við eigum erfitt með að tjá okkur um þau mál sem við höfum til rannsóknar. Við getum ekki útskýrt hvað það er sem verður til þess að málið nær ekki fram að ganga. Þetta er ekki einfalt og ég vildi að ég ætti öll svör. Ég held hins vegar að þegar við leggjumst öll á eitt séu svörin þar,“ segir Sigríður Björk.Er hún þá að tala um að fara svipaða leið og í heimilisofbeldismálunum? „Ég hef trú á þeirri nálgun, að allir setjist niður og reyni saman að komast að niðurstöðu. Reynum að gera hlutina öðruvísi, hver geri sitt. Það er ljóst að það þarf að styðja þolendur. Er það eitthvað sem lögregla á að gera? Ég held til dæmis að við ættum að hafa félagsráðgjafa innanhúss, sem gæti stutt og gefið upplýsingar og haft þau úrræði sem þyrfti. Við erum ekki komin þangað. En þetta er vinna sem er að byrja,“ segir hún.Fletja út skipuritið Það eru ýmsar breytingar í farvatninu hjá lögreglunni sem stendur til að ráðast í á haustmánuðum. Sigríður segir eitt vandamálanna vera hversu langar boðleiðir eru innan lögreglunnar, þær þurfi að stytta. „Við ætlum að fletja út skipuritið. Við erum að reka þjónustu fyrir borgarana með almannafé. Við verðum að hugsa reksturinn út frá hagkvæmnissjónarmiðum líka. Þegar ég tók við var ljóst að við þyrftum að grípa til ráðstafana. Eins og hjá öllum öðrum opinberum stofnunum hefur fjármagnið minnkað án þess að verkefnum fækki. Samfélagið er líka alltaf að breytast, glæpir eru að breytast. Við þurfum að breytast með og vera á tánum.“ Mikil áhersla var lögð á heimilisofbeldismálin um áramótin og hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur þau. Fyrirmyndin var vinna sem farið var í á Suðurnesjum þegar Sigríður gegndi embætti lögreglustjóra þar. Það reyndist vel, tilkynntum málum fjölgaði. „Við breyttum allri nálgun. Við byrjuðum að undirbúa það á haustmánuðum hér á höfuðborgarsvæðinu, það þurfti að breyta verkferlum, mennta fólk, breyta skráningu og ná samkomulagi við sveitarfélögin, svo kom þetta til framkvæmda í kringum áramótin. Það var ýmislegt sem breyttist,“ útskýrir Sigríður Björk sem hóf að velta fyrir sér hvernig lögreglan gæti betur sinnt málaflokknum þegar hún sat í embætti á Suðurnesjum, starfi sem hún sinnti frá 2009 til 2014.Lögreglan kafar dýpra „Við sáum að það voru fá mál sem komust fyrir dóm, mikið af þeim felldum við niður sökum skorts á sönnunum eða töldum málin ekki nægilega líkleg til sakfellingar þannig að það var ekki ákært. Við sáum að það vantaði eftirfylgni af okkar hálfu og betri rannsókn strax. Við fórum kannski á staðinn út af tilkynningu, hávaðaútkalli og gerðum okkar fyrstu verk. Tryggðum ástandið, jafnvel fjarlægðum einhvern af heimilinu og settum í klefa ef um það var að ræða. Síðan ætluðum við að fara að rannsaka málið einhverjum dögum síðar. Þá var orðið erfitt að afla sannana, orðin allt önnur staða á heimilinu.“ Nú fer lögreglan dýpra inn í málið strax, er á vettvangi og tryggir sönnun eins og hægt er. „Það var ekki gert með sama hætti og nú.“ En það er fleira sem er gert öðruvísi í þessum efnum. Farið er inn á heimilin og fólki kynnt þau úrræði sem í boði eru. „Til dæmis Karlar til ábyrgðar sem veita gerendum af báðum kynjum aðstoð, kynna úrræði um nálgunarbann. Það er gert hættumat. Það getur verið um alvarlega verknaði að ræða, við höfum séð mannslát af völdum heimilisofbeldis. Síðan er farið í eftirfylgni eftir útkallið, kannski viku síðar, til að kanna ástandið á heimilinu.“ Breytingin á nálguninni fólst annars vegar í öðruvísi meðferð hjá lögreglu en líka með samstarfi við sveitarfélögin. „Þau mæta með okkur í útkallið og eru þá að gæta hagsmuna þolenda og barna, fara með fólk á sjúkrahús eða tryggja aðstæður. Koma svo með í eftirfylgni svo fólk sé ekki skilið eitt eftir. Við fórum í það að meta það í hverju tilviki hvort þyrfti að grípa til einhverra úrræða, líkt og brottvísunar af heimili. Þetta er það sem við gerðum á Suðurnesjum og það reyndist vel. Það varð áhugi á þessu verkefni annars staðar.“Fólk kærir frekarHvað breyttist á Suðurnesjum? „Mjög margt. Málum fjölgaði mikið. Fengum miklu betri upplýsingar til þess að vinna með og greina. Markmið okkar var að fækka ítrekunarbrotum, þótt þetta hafi gerst einu sinni myndum við gera allt sem í okkar valdi stæði til að það gerðist ekki aftur. Málum fjölgaði fyrst. Það var ekki þannig að gjörningum væri að fjölga, heldur kærði fólk frekar – hafði trú á því að málin kæmust alla leið. Við sáum mikla aukningu á notkun þessara úrræða, nálgunarbanns og brottvísunar af heimili. Sem þýddi að það voru minni líkur á því að fólk væri að fara aftur inn í erfitt ástand því það þyrfti að gera það; annaðhvort til að komast heim til sín eða koma börnum í skólann. Við tókum gerandann af heimilinu, ekki þolendur og börn þurftu ekki að yfirgefa heimilið eins og áður. Síðan fór málum aðeins að fækka aftur og við erum að vona að þessum kúf hafi verið náð, en ég hef ekki fylgst með tölfræðinni á Suðurnesjum frá því að ég lauk þar störfum. Síðan varð mikil fjölgun á dómum. Það er sakfelling náðist fram, sem er ekki markmið í sjálfu sér, en það er mikilvægt að kerfið virki. Að ef refsiverð háttsemi sé framin, falli dómur.“Best að ná í lögguna á Facebook Í breytingunum verður lögreglustöðvum fækkað um eina. Stöð 1 og 5 verða sameinaðar. „Við ætlum að flytja lögreglustöðina á Grensási yfir á Hverfisgötuna, höldum Hafnarfirði, Kópavogi og Vínlandsleið en búum til öflugri miðbæjarstöð. Við erum þunnt smurð. Ástæðan er fjárhagsleg.“ Til stendur líka að bæta þjónustu við borgarana. „Nú höfum við þjónustuver sem tekur símtöl og svo er töluverð traffík í kringum samfélagsmiðlana. Það er í raun auðveldara að vinna með ábendingar sem koma í gegnum samfélagsmiðlana heldur en þær sem koma í gegnum síma. Í gegnum samfélagsmiðlana er auðveldara að koma skilaboðum áleiðis. Við ætlum að setja þetta undir sömu stjórn, svo það sé horft á þetta flæði öðruvísi og það skipti ekki máli hvaðan ábendingin kemur. Við erum að reyna að einfalda og stytta boðleiðir. Við erum svolítið eins og olíuskip, lengi að beygja.“Valdbeitingarhlutverkið er flókið Eins og áður segir er tæpt ár síðan Sigríður tók við embættinu. Hvernig hefur árið verið? „Annasamt. Ég hef kynnst miklu af góðu fólki, margt hefur gengið vel. Annað hefði mátt ganga betur, bara eins og alltaf þegar maður lítur yfir farinn veg. Maður vill alltaf gera betur í dag heldur en í gær.“ Sigríður er lögfræðimenntuð frá Háskóla Íslands, tók svo masterspróf í Evrópurétti í Svíþjóð. Eftir námið úti starfaði hún sem sýslumaður, lögreglustjóri og tollstjóri á Ísafirði. „Vorið 2006 fór ég til starfa hjá Ríkislögreglustjóra, fyrst til að setja á stofn greiningardeild og varð svo aðstoðarríkislögreglustjóri. Ég var þar í tvö ár og sótti svo um stöðu sem lögreglustjóri á Suðurnesjum.“ Þar hóf Sigríður störf árið 2009 og tók svo því embætti sem hún sinnir í dag síðastliðið haust. Löggæsluáhuginn kviknaði þegar hún var sýslumaður. „Ég fékk mikinn áhuga á löggæslu og hélt áfram að þróa það, fór í stjórnunarnám í Lögregluskólanum og svo í ár í evrópska lögregluskólann. Það er ákveðið flókið hlutverk sem lögreglan hefur, þetta valdbeitingarhlutverk, en við erum líka í þjónustu, þurfum að vera fyrirmyndir, búa til traust gagnvart þeim sem þurfa að leita til okkar á lífsleiðinni. Það er ekki einfalt að móta starf lögreglunnar og það er líka í mikilli þróun – með samfélaginu. Þannig að breytingar eru mjög örar. Fólk er orðið dálítið breytingaþreytt innan lögreglunnar, eins og gengur. En ég vona að með nýja skipuritinu sé kominn sá rammi sem við getum haldið áfram að byggja á og samt náð rekstrarlegum markmiðum. Við erum með halla frá fyrri tíð og erum að bæta í þessa dagana.“Hugsaði ekki um að hætta Mikið var rætt um aðkomu Sigríðar Bjarkar að lekamálinu svokallaða þegar málið náði hápunkti. Hvernig kom það við hana„Það er nú búið að fara í gegnum þetta af ýmsum yfirvöldum og meta mína aðkomu að því og ráðherra hefur lýst trausti á mig eftir þetta. Þannig að það er kannski fátt sem eftir á að segja í þessu máli,“ segir hún og heldur áfram: „En svona svo ég ítreki það, ég gaf mínu ráðuneyti upplýsingar, sólarhring eftir lekamálið, þannig var nú bara það."Hugsaðir þú um að hætta?„Nei, ég gerði það ekki. Enda erum við að vinna mikilvæg verk fyrir samfélagið og ég hef trú á þeim. Þannig að ég reyndi að vinna þau eins samviskusamlega og ég gat. Á einhverjum tímapunkti hætti ég að taka þátt í umræðunni bara til þess að hafa vinnufrið. Verkin biðu ekki. Fundirnir biðu ekki. Ég tel enn að það séu brýn verkefni sem þarf að sinna. Við erum að því og viljum gera betur. Fókusinn minn fór þangað, inn í mín verkefni og ég lét eftirlitsstofnunum eftir að sinna sínu hlutverki, sem þær gerðu. Ég gat lítið annað gert.“ Sigríður segir aðspurð að sér hafi ekki fundist fjölmiðlaumfjöllun um sig ósanngjörn. „Ég hafði skilning á því að fjölmiðlafólk og aðrir ráðgjafar voru að sinna sinni vinnu, en ég var líka að sinna minni vinnu. Mín vinna er fólgin í þjónustu við borgarana og að styðja verkefnin og það var margt sem þurfti að gera, með nýjum yfirmanni er margt sem þarf að gera. Ég var búin að lýsa því yfir að við ætluðum að breyta heimilisofbeldismálum, það er gríðarleg vinna. Það er ekki þannig að þú ákveðir einn daginn að nú ætlum við að gera þetta öðruvísi á morgun. Það þarf að undirbúa, skipuleggja, útvega fé, fræða og svo framvegis. Við vorum í þessu á sama tíma. En þetta ár hefur verið mjög lærdómsríkt. Ég verð að segja það.“Fréttablaðið/Ernir Löggæsla er ekkert einkamálHefurðu breytt samskiptum þínum við fjölmiðla eftir þetta? „Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir að vera í fjölmiðlum, segi ég í viðtali,“ segir Sigríður og skellir upp úr. „Ég er „introvert“. Ég hef enga þörf fyrir að vera í fjölmiðlum, en mér skilst að ég komist bara ekkert hjá því í þessu starfi og þess vegna er ég að reyna að laga mig að því. Ég held hins vegar að það sé ekkert alltaf endilega best að forstöðumaður svari fyrir allt, ég held að það sé bara mjög mikilvægt að fólkið sem er að vinna verkin og veit best eigi að koma fram og svara fyrir sín verk og fá að njóta þegar vel er gert. En hins vegar að við forstöðumenn tökum á okkur þegar er einhver ádeila eða slíkt. Ein af breytingunum í haust er að það verður settur á aðgerðahópur í Skógahlíð sem á að vera í samskiptum við fjölmiðla, þegar svo ber undir, af því að þeir eru með yfirsýn en eru samt ekki að stýra á vettvangi. Við erum að reyna að mæta þessu og viljum að sjálfsögðu eiga í sem bestum samskiptum við fjölmiðla. Við erum aftur að veita þjónustu fyrir almannafé. Það er ekki okkar einkamál hvernig við gerum hlutina. Það er líka það sem við erum að gera með styttri boðleiðum. Það eru engin leyndarmál. Það er ekki verið að taka ákvarðanir í reykfylltum herbergjum. Þetta eru yfirstjórnarfundir, það er allt rekjanlegt, við erum með verkefnin hengd upp á vegg og Lögreglufélagið er með í yfirstjórninni.“Skilja á milli saksóknar og rannsóknar Í komandi breytingum verður líka lögð aukin áhersla á að tækla netglæpi. Einfalda þarf kerfið og setja þessi mál í forgang. „Tæknivæðingin er að breyta samfélaginu mikið og aðferðum við glæpi. Við þurfum að mæta því. Við ætlum að setja annan aðstoðarlögreglustjóranna yfir það verkefni, því það er líka stuðningur á landsvísu, við hin embættin. Svona tækni- og tölvurannsóknir. Þetta er mikil gerjun.“Er þetta eins og maður ímyndar sér? 10 tölvunördar í kjallara að elta uppi þjófa á netinu?„Tölvu- og tæknirannsóknir. Ég vil ekki kalla okkar fólk en nörda en ég ætla ekkert að þykjast skilja allt sem mér er sagt, sko, það er bara þannig,“ segir Sigríður Björk og hlær. „Við erum með gott fólk sem situr yfir þessu.“ Einnig á að skilja að saksókn og rannsókn. „Það hefur verið sami yfirmaður yfir rannsóknardeild og ákærusviði. Við ætlum að búa til línu þar á milli. Tilgangurinn er að skilja á milli.“Fréttablaðið/ErnirEldri börnin viðkvæm fyrir umræðunni Sigríður segist sennilega hljóma leiðinlega, en segir áhugamálin sín aðallega fjölskylduna og starfið. „Það er bara þannig og hefur alltaf verið þannig. Ég hef aldrei fengið einhverjar dellur fyrir neinu. Ég var með bíladellu þegar ég var ung, og fyrsti bíllinn sem ég keyrði var eldrauð Corvetta, frá ’77. Nú keyri ég um á eldgömlum Volvo,“ segir hún og hlær. „Ég hef áhugamál en er ekki heltekin af neinu. Ég hef reynt að fara í golf, mér finnst það jafn skemmtilegt og að horfa á málningu þorna. En þetta hentar mér ekki. Barnahópurinn okkar er á mjög breiðum aldri, eitt á háskólaaldri, eitt sem er að byrja í framhaldsskóla og einn á leikskólaaldri. Þannig að það er líka í mörg horn að líta þar.“Hvernig finnst þeim að mamma þeirra sé lögreglustjóri?„Þeim finnst það bara alls ekkert merkilegt. Þau eru mjög pirruð á endalausri símanotkun og eldri börnin kannski dáldið viðkvæm fyrir umræðunni stundum. Ég hef verið að segja þeim, að þetta bara fylgir. Við verðum bara að horfa á stóru myndina og láta þetta ekki á okkur fá.“ Sigríður er náin fjölskyldu sinni. „Ég er einkabarn. Foreldrar mínir segja: Aldrei aftur. Ég segi að þetta hafi bara tekist svona vel!“ Sigríður hlær. „Þau voru bara sextán ára þegar þau áttu mig. En þau eru ennþá gift í dag.“Karllægur vinnustaðurHvernig var að stíga inn í þetta embætti? Er þetta karllægur vinnustaður? „Ég er búin að vera í þessum heimi dálítið lengi. Ef ég horfi út frá mér get ég ekki kvartað yfir því að hafa ekki fengið tækifæri vegna kynferðis, því ég hef fengið að spreyta mig á mörgum spennandi verkefnum og verið falin mikil ábyrgð. Hins vegar erum við með skýrslu Finnborgar Salóme um líðan á vinnustað og jafnréttismál hjá lögreglunni og það er alveg ljóst að við getum gert miklu, miklu betur,“ segir hún. „Mér gengur vel að vinna með báðum kynjum. En þetta er karllægur vinnustaður, maður finnur alveg þessi gildi. En kannski er ég orðin vön þessu. Það er allavega alveg ljóst að það þarf að styrkja konur í lögreglunni. Við missum þær dáldið út eftir barnsburð. Á Suðurnesjum vorum við komin með verkefni þar sem við skuldbundum okkur til að koma til móts við konur í allt að ár eftir barnsburð, þar sem þær gátu haft áhrif á starfsumhverfi sitt, til dæmis sloppið við vaktavinnu, minnkað starfshlutfall eða slíkt. Við munum reyna eitthvað slíkt hér. Ég hef áhuga á því að innleiða einhvers konar kynjaþættingu inn í ákvarðanatöku hjá okkur. Það er ýmislegt að gerast, ég sit líka í jafnréttisnefnd lögreglunnar og auðvitað sé ég það að það er margt sem þarf að gera.“ Þannig að konur eiga erfiðara uppdráttar? „Samkvæmt þessum rannsóknum, en það eru margar góðar konur sem hafa komist í ábyrgðarstöður. Hlutfallið er að aukast hægt og rólega í stöðuveitingum. Við vorum til dæmis eiginlega bara með konur í lögregluskólanum í fyrra.“ Hún telur kúltúrinn þó vera að breytast. „Ég held það. Og trúi því.“
Föstudagsviðtalið Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira