Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Karl Lúðvíksson skrifar 31. ágúst 2015 10:00 Snævarr Örn Georgsson landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Metin koma af ýmsum stærðum og gerðum í veiðinni en nýlega var þó sett met sem verður líklega seint slegið. Veiðisvæðið sem er kennt við Jöklu og er í umsjón leigutakans Strengja er samsett af nokkrum veiðiám sem eru Jökla, Laxá, Fossá, Fögruhlíðará, Kaldá og Sauðá. Þegar þetta svæði er veitt róterast stangirnar á milli þessara svæða sem er skemmtileg upplifun því veiðin er afskaplega ólík í þeim öllum og svæðin miskrefjandi og veiðast á mjög ólíkann hátt. Snævarr Örn Georgsson var við veiðar þarna nýlega og gerði það sem alla dreymir um að gera þarna. Það er að taka einn lax á hverju svæði. Hann gerði þó gott betur en það því hann náði þessu á einum og sama deginum sem verður að teljast einstakur árangur. Svæðið hefur í heildina samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi Veiðifélaga gefið 580 laxa og á góðann tíma eftir þar sem ekki er útlit fyrir að Jökla fari á yfirfall. Nú þegar er þetta met á vatnasvæðinu og miðað við hversu seint laxinn fór að ganga eins og víða á landinu er september mánuður sem á eftir öllu að vera mjög góður þar eystra og þeir sem þekkja svæðið fullyrða að það eigi alveg 200-300 laxa inni sé það vel stundað það sem eftir lifir af veiðitímanum. Mest lesið Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Vantar um 1000 laxa miðað við sama tíma í fyrra Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Veiðimenn lauma maðki í ár sem eingöngu eru veiddar á flugu Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði
Metin koma af ýmsum stærðum og gerðum í veiðinni en nýlega var þó sett met sem verður líklega seint slegið. Veiðisvæðið sem er kennt við Jöklu og er í umsjón leigutakans Strengja er samsett af nokkrum veiðiám sem eru Jökla, Laxá, Fossá, Fögruhlíðará, Kaldá og Sauðá. Þegar þetta svæði er veitt róterast stangirnar á milli þessara svæða sem er skemmtileg upplifun því veiðin er afskaplega ólík í þeim öllum og svæðin miskrefjandi og veiðast á mjög ólíkann hátt. Snævarr Örn Georgsson var við veiðar þarna nýlega og gerði það sem alla dreymir um að gera þarna. Það er að taka einn lax á hverju svæði. Hann gerði þó gott betur en það því hann náði þessu á einum og sama deginum sem verður að teljast einstakur árangur. Svæðið hefur í heildina samkvæmt nýjum tölum frá Landssambandi Veiðifélaga gefið 580 laxa og á góðann tíma eftir þar sem ekki er útlit fyrir að Jökla fari á yfirfall. Nú þegar er þetta met á vatnasvæðinu og miðað við hversu seint laxinn fór að ganga eins og víða á landinu er september mánuður sem á eftir öllu að vera mjög góður þar eystra og þeir sem þekkja svæðið fullyrða að það eigi alveg 200-300 laxa inni sé það vel stundað það sem eftir lifir af veiðitímanum.
Mest lesið Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Er meiri veiði núna í Eystri Rangá en 2013 Veiði 15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Veiði Vantar um 1000 laxa miðað við sama tíma í fyrra Veiði 30 punda lax á land í Laxá Veiði Veiðimenn lauma maðki í ár sem eingöngu eru veiddar á flugu Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði