Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2015 22:57 Belinelli var sjóðheitur í seinni hálfleik. vísir/getty Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. Marco Belinelli setti niður sjö þrista í seinni hálfleik þegar Ítalía vann sjö stiga sigur, 105-98, á Spáni í B-riðli.Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 64-93 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Ítalía hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir tap fyrir Tyrklandi í fyrsta leik. Ítalar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, stigi á eftir Serbum, en Spánverjar eru dottnir niður í 4. sætið með fjögur stig. Spánverjar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 45-42, og náðu fimm stiga forskoti, 47-42, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom magnaður 15-0 kafli hjá Ítölum sem náðu tíu stiga forskoti, 57-47. Þeir stóðust svo áhlaup Spánverja í seinni hálfleik og unnu að lokum með sjö stigum, 105-98. Dario Gallinari var stigahæstur í liði Ítalíu með 29 stig en hann tók auk þess átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Belinelli kom næstur með 27 stig og sjö stoðsendingar en hann skoraði sem áður sagði sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, úr aðeins átta tilraunum. Pau Gasol stóð upp úr í liði Spánar með 34 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Samherji hans hjá Chicago Bulls, Nikola Mirotic, kom næstur með 13 stig. Þjóðverjar, sem eru á heimavelli, töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Tyrkjum, 80-75. Tyrkirnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, komust fljótlega í 9-0 og leiddu með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta. Eftir það var róðurinn þungur fyrir heimamenn sem voru enn 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þjóðverjar sóttu hart að Tyrkjum í 4. leikhluta og Dennis Schröder minnkaði muninn í sjö stig, 73-66, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. En nær komst Þýskaland ekki og Tyrkirnir sigldu sigrinum heim. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrklands með 17 stig. Miðherjinn Semih Erden kom næstur með 16 stig en hann tók einnig níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Schröder var öflugur í liði Þjóðverja með 24 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Dirk Nowitzki gerði 15 stig en hitti illa (30%) í leiknum. Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fimm stig en Þjóðverjar eru í 5. sæti með fjögur stig. Ísland vermir svo botnsætið með þrjú stig. Í C-riðli eru Grikkir, sem unnu Georgíu í dag 79-68, með fullt hús stiga. Króatar koma næstir með fimm stig en þeir unnu öruggan 18 stiga sigur á Makedóníu í grannaslag í dag. Slóvenar eru einnig með fimm stig en þeir báru sigurorð af Hollandi í dag, 81-74. EM 2015 í Berlín Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið. Marco Belinelli setti niður sjö þrista í seinni hálfleik þegar Ítalía vann sjö stiga sigur, 105-98, á Spáni í B-riðli.Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Serbía 64-93 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Ítalía hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir tap fyrir Tyrklandi í fyrsta leik. Ítalar eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig, stigi á eftir Serbum, en Spánverjar eru dottnir niður í 4. sætið með fjögur stig. Spánverjar leiddu með þremur stigum í hálfleik, 45-42, og náðu fimm stiga forskoti, 47-42, í upphafi seinni hálfleiks. Þá kom magnaður 15-0 kafli hjá Ítölum sem náðu tíu stiga forskoti, 57-47. Þeir stóðust svo áhlaup Spánverja í seinni hálfleik og unnu að lokum með sjö stigum, 105-98. Dario Gallinari var stigahæstur í liði Ítalíu með 29 stig en hann tók auk þess átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Belinelli kom næstur með 27 stig og sjö stoðsendingar en hann skoraði sem áður sagði sjö þriggja stiga körfur í seinni hálfleik, úr aðeins átta tilraunum. Pau Gasol stóð upp úr í liði Spánar með 34 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar. Samherji hans hjá Chicago Bulls, Nikola Mirotic, kom næstur með 13 stig. Þjóðverjar, sem eru á heimavelli, töpuðu sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir Tyrkjum, 80-75. Tyrkirnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti, komust fljótlega í 9-0 og leiddu með 20 stigum, 31-11, eftir 1. leikhluta. Eftir það var róðurinn þungur fyrir heimamenn sem voru enn 17 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Þjóðverjar sóttu hart að Tyrkjum í 4. leikhluta og Dennis Schröder minnkaði muninn í sjö stig, 73-66, þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. En nær komst Þýskaland ekki og Tyrkirnir sigldu sigrinum heim. Cedi Osman var stigahæstur í liði Tyrklands með 17 stig. Miðherjinn Semih Erden kom næstur með 16 stig en hann tók einnig níu fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði fjögur skot. Schröder var öflugur í liði Þjóðverja með 24 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Dirk Nowitzki gerði 15 stig en hitti illa (30%) í leiknum. Tyrkir eru í 3. sæti riðilsins með fimm stig en Þjóðverjar eru í 5. sæti með fjögur stig. Ísland vermir svo botnsætið með þrjú stig. Í C-riðli eru Grikkir, sem unnu Georgíu í dag 79-68, með fullt hús stiga. Króatar koma næstir með fimm stig en þeir unnu öruggan 18 stiga sigur á Makedóníu í grannaslag í dag. Slóvenar eru einnig með fimm stig en þeir báru sigurorð af Hollandi í dag, 81-74.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira