Á annan milljarð króna ónýttur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. september 2015 18:36 VÍSIR/PJETUR Um 1.200 milljónir króna liggja enn óhreyfðir í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og hefur ekki verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hefur verið til. Þetta kom í ljós við undirbúning fjárlagafrumvarpsins og greint er frá á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Unnið hefur verið að því í sumar að kortleggja ástæður þess en þeirra á meðal eru að skipulagsvinnu er ólokið, undirbúningur og hönnun ýmis konar hefur tekið lengri tíma, ágreiningur um eignarhald svæða hefur tafið framkvæmdir og þar fram eftir götunum eins og reifað er á vef ráðuneytisins. Þar segir einnig að á undanförnum tveimur árum hefur hefur 1.700 milljónum króna verið varið til verndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum í gegnum Framkvæmdasjóðinn en tæpar 500 milljónir króna hafa komið frá gistináttaskatti en 1.230 milljónir króna hafa komið í gegnum sérstakar úthlutanir ríkisstjórnarinnar árin 2014 og 2015. Nú verður metið hversu háum fjárhæðum stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða geti endurúthlutað þar sem ekki sé lengur þörf fyrir fjármunina í þau verkefni sem þeim var upprunalega úthlutað til. „Með stórauknum framlögum til þessa málaflokks á síðustu tveimur árum hafa stjórnvöld sýnt skýran vilja sinn til þess að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða á ferðamannastöðum landsins. Staða Framkvæmdasjóðsins sýnir hins vegar glögglega að skortur á fjármagni er ekki stærsta hindrunin í uppbyggingunni þar sem vel yfir helmingi verkefna sem úthlutað hefur verið til er enn ólokið,“ segir í tilkynningunni og bætt við: „Ljóst er að bæta þarf úr skipulagi og framkvæmd allra þeirra aðila sem að þessu koma til þess að tryggt verði að þeir fjármunir sem ráðstafað hefur verið skili sér í bættri aðstöðu. Unnið er að nákvæmri greiningu á stöðu verkefnanna og verða ákvarðanir um frekari framlög til Framkvæmdasjóðsins teknar við meðferð fjárlagafrumvarpsins á Alþingi þegar þær upplýsingar liggja fyrir.“ Fjárlög Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Um 1.200 milljónir króna liggja enn óhreyfðir í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og hefur ekki verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hefur verið til. Þetta kom í ljós við undirbúning fjárlagafrumvarpsins og greint er frá á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Unnið hefur verið að því í sumar að kortleggja ástæður þess en þeirra á meðal eru að skipulagsvinnu er ólokið, undirbúningur og hönnun ýmis konar hefur tekið lengri tíma, ágreiningur um eignarhald svæða hefur tafið framkvæmdir og þar fram eftir götunum eins og reifað er á vef ráðuneytisins. Þar segir einnig að á undanförnum tveimur árum hefur hefur 1.700 milljónum króna verið varið til verndar og uppbyggingar á ferðamannastöðum í gegnum Framkvæmdasjóðinn en tæpar 500 milljónir króna hafa komið frá gistináttaskatti en 1.230 milljónir króna hafa komið í gegnum sérstakar úthlutanir ríkisstjórnarinnar árin 2014 og 2015. Nú verður metið hversu háum fjárhæðum stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða geti endurúthlutað þar sem ekki sé lengur þörf fyrir fjármunina í þau verkefni sem þeim var upprunalega úthlutað til. „Með stórauknum framlögum til þessa málaflokks á síðustu tveimur árum hafa stjórnvöld sýnt skýran vilja sinn til þess að tryggja uppbyggingu nauðsynlegra innviða á ferðamannastöðum landsins. Staða Framkvæmdasjóðsins sýnir hins vegar glögglega að skortur á fjármagni er ekki stærsta hindrunin í uppbyggingunni þar sem vel yfir helmingi verkefna sem úthlutað hefur verið til er enn ólokið,“ segir í tilkynningunni og bætt við: „Ljóst er að bæta þarf úr skipulagi og framkvæmd allra þeirra aðila sem að þessu koma til þess að tryggt verði að þeir fjármunir sem ráðstafað hefur verið skili sér í bættri aðstöðu. Unnið er að nákvæmri greiningu á stöðu verkefnanna og verða ákvarðanir um frekari framlög til Framkvæmdasjóðsins teknar við meðferð fjárlagafrumvarpsins á Alþingi þegar þær upplýsingar liggja fyrir.“
Fjárlög Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira